Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 18
kvæntur?" Nei, hann var alls ekki kvæntur. „En þá er Páll ekki
alvarlega þenkjandi“. Nei, Páll er ekki alvarlega þenkjandi.
5.
Sagt hefur verið um sænskan prest að hann hafi, þegar hann sá að
predikun hans hafði þau yfirþyrmandi áhrif á áheyrendur að þeir
ílóðu í tárum, að hann hafi í geðshræringu sinni sagt í huggunartón:
Grátið ekki, börnin góð, þetta kynni að vera tóm lygi allt saman.
Hvers vegna segir presturinn þetta ekki lengur? Óþarfi, við vitum
það - við erum öll prestar.
En einmitt þess vegna mættum við gjarna gráta, hvorki tár hans né
okkar eigin væru nein uppgerð, heldur einlæg, sönn - eins og í leik-
húsinu.
6.
Þegar heiðnin leið undir lok, voru enn nokkrir prestar við lýði, svo-
nefndir fuglaspámenn. Um þá segir sagan að enginn fuglaspámaður
hafi getað horft á annan fuglaspámann án þess að brosa.
í „kristninni“ getur brátt varla nokkur lifandi maður horft á prest
né getur einn maður horft á annan mann án þess að brosa - enda
erum við öll prestar.
7.
Er það sama kenningin, þegar Kristur segir við ríka unglinginn:
Seldu allar eigur þínar - og gefðu fátækum, og þegar presturinn seg-
ir: Seldu allar eigur þínar - og gefðu mér?
8.
Snillingar eru sem þrumuveður: Með storminn í fangið hræða þeir
fólk og hreinsa loftið.
Ríkjandi öfl hafa fundið upp ýmsa eldingarvara.
Og það tekst. Já, víst tekst það, það tekst að gera næsta þrumuveð-
ur þeim mun geigvænlegra.
9.
Ekki getur neinn lifað á engu. Þetta er viðkvæðið, einkum hjá prestum.
En einmitt prestunum tekst að leika þá list: Kristindómurinn er
ekki til'— og samt lifa þeir á honum.
Kristján Ámason þýddi.
16
malogmenning.is
TMM 2000:4