Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 36
Guð - heimurinn
Ef tveir menn ætu hnetur saman, og annar þeirra hefði ekki áhuga á
öðru en skurninni, hinn á kjarnanum, þá mætti um þá segja að þeir
ættu vel saman. Á sama hátt eiga Guð og heimurinn vel saman. Pað
sem heimurinn hafnar, hendir frá sér, fyrirlítur: þeir sem fórnað er,
kjarnarnir, eru einmitt það sem Guð metur óendanlega mikils og
safnar saman af enn meira kappi en heimurinn því sem hann elskar
af öllu hjarta.
Heiðni - kristindómur „kristninnar“
Munurinn er eins og á staupinu sem drykkjumaður drekkur um-
hugsunarlaust og því sem hann drekkur - að launum fyrir bindindi:
Hið síðarnefnda er óendanlega miklu verra en hið fyrrnefnda, því að
það er útsmogið, hið fyrrnefnda er heiðarlegt, óregla, hið síðar-
nefnda er útsmogið, bindindi að auki.
Hjartanleiki - hjartaleysi
Fólk sem sjálft hefur hjartað í hálsinum, á vörunum og í buxunum, í
einu orði sagt á einhverjum öðrum stað en hinum rétta, hefur til-
hneigingu til að saka þann, einmitt þann sem hefur hjartað á réttum
stað, um hjartaleysi.
Því eftir að hafa árangurslaust leitað að hjarta hans á öllum þeim
stöðum sem það þekkir, sannfærist fólk um að hann sé hjartalaus.
Hann hefur það nefnilega á réttum stað, og því dettur síst í hug að
leita þess þar.
Kristjdn Ámason þýddi.
34
malogmenning.is
TMM 2000:4