Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 58
BIRNA BJARNADÓTTIR
Hvernig væri að staldra við trúna, spyr de silentio, í stað þess að æða áfram?
(UÓ, s. 92) de silentio viðurkennir að reynsla hans af riddara trúarinnar sé
engin: Eftir margra ára leit bólar ekkert á honum. Venjulega ferðast fólk, seg-
ir hann, landa á milli til að skoða fljót og fjöll, nýjar stjörnur, skræpótta fugla,
vanskapaða fiska og hjákátlega mannflokka: „Menn gefa sig á vald þeim
dýrslega doða sem gónir á tilveruna og telja sig svo hafa séð eitthvað11 (UÓ,
93) Sjálfur segist de silentio ekki hafa áhuga á slíkum heimsferðum. Hann
myndi hins vegar ferðast fótgangandi ef hann vissi hvar riddari trúarinnar
héldi sig (UÓ, s. 93). Það er vegna þess að þetta undur, trúin, á hug hans allan:
Því hvernig er hægt að fórna því sem er manni kærast í þeirri vissu að öðlast
það aftur?
Það sem skiptir máli og það sem enn hefur ekki komið ffarn er að vilji ein-
hver feta í fótspor Abrahams og fórna því sem honum eða henni er kærast í
vissu um að öðlast það aft ur, verður sá eða sú að gefa sig fj arstæðunni á vald. í
Biblíunni tekur Abraham nefnilega stökkið úr hugsanlegri trú yfir í trú-
arrreynslu algleymis. Og hann gerir það með því að trúa, án efa, á það sem
enginn fær hugsað. Abraham tekur með öðrum orðum stökkið úr þverstæðu
tilvistarinnar (sem er augnablikið þegar ást manns, trú og ábyrgð geta ekki
átt samleið) yfir í trúarreynsluna sjálfa: algleymið.22 de silentio getur ekki
trúað eins og Abraham. Kierkegaard er líka sagður vera (ásamt Nietzsche)
upphafsmaður eiginlegrar tilvistarstefnu, en hugsunin sem sögð er liggja
henni til grundvallar felst í viðurkenningu á fjarstæðu eigin tilveru.23 Tilver-
an er merkingarlaus í sjálffi sér og því fær guð, eða trúin á guð, ekki breytt.
desilentio kemst þannig ekki út úr fjarstæðu eigin tilveru. Hann veit líka að
hann finnur ekki riddara trúarinnar í lífinu. En hvað með okkar tíma? Var
riddari trúarinnar kannski viðstaddur hátíðahöldin á Þingvöllum sumarið
2000 þegar þjónar ríkis og kirkju komu sér settlega fyrir í náttúrulegri stúku
meðan almúginn lá eins og á hestamannamóti, frjáls í brekkunum? En hvar
þá? Var það kannski hann sem reiknaði út taprekstur útihátíðarinnar og
boðaði í kjölfar þess aðskilnað ríkis og kirkju í hagræðingarskyni fyrir
kristna borgara? En hvað ef vandi trúairnnar verður ekki leystur með hag-
ræðingu, þessu undri sem allir trúa á, ekki síst þeir sem hagnast ekkert á því,
fólkið sem á ekki hlutabréf í bönkum en stuðlar að stigvaxandi gengi þeirra
með vesælum lántökum?
Riddari trúarinnar er ekki til í lífinu, hvorki f Danmörku á 19. öld né á
Þingvöllum sumarið 2000. En það er hægt að hugsa um hann og það gerir de
silentio.
56
malogmenning.is
TMM 2000:4