Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 102
EINAR MÁR JÓNSSON blanda úr Sikiley og Arkadíu í Grikklandi og jafhvel líka æskuslóða Virgils sjálfs á Norður-Ítalíu. Viðtökurnar voru frábærar: í einu vetfangi var Virgill kominn í tölu vinsælustu skálda síns tíma. En eftir þetta er eins og skáldskapur hans hafi tekið talsvert aðra stefnu, eða svo hafa menn gjarnan sagt, því seinni verkin eru í allt öðrum stíl og fylgja að því er virðist gerólíkum fyrirmyndum. Þetta hafa menn viljað skýra með ýmislegum tilvísunum í stjórnmál samtímans, ekki síst þrýstingi frá Ágústusi keisara, sem margir fræðimenn álíta að hafi verið sérstakur meistari í áróðurstækni. Hafi hann viljað beita skáldum fyrir sinn eigin vagn og virkja þau í þágu þeirrar stefnu að snúa aftur til fornra siða og sveitamenningar. Næsta verkið, „Búnaðarbálkur" (Georgica), hefur þannig verið talið, en þó með litlum rökum, „afturhvarf1 til forngríska skáldsins Hesiods, sem orti um landbúnað á ljóðmáli Hómers, og síðasta verk Virgils, Eneasarkviða, hef- ur verið túlkuð, með talsvert veigameiri rökum, sem sams konar „aftur- hvarf‘ til Hómers sjálfs. Á 19. öld gengu sumir jafnvel enn lengra - þótt það breytti reyndar engu um þá staðreynd að menn héldu áfram eftir sem áður að lesa verkið í menntaskólum - og litu á Eneasarkviðu sem nánast mis- heppnaða Hómersstælingu, vonlitla tilraun til að blása lífi í dautt bók- menntaform, þegar enginn þjóðfélagsgrundvöllur var lengur til fyrir slíkum skáldskap. En frá því er skemmst að segja, að þessi túlkun á verkum og ferli Virgils er alröng, eins og fræðimenn hafa reyndar leitt rækilega í ljós á síðustu áratug- um. Virgill var í einu og öllu maður síns tíma og það sem fyrir honum vakti var að fjalla um þá veröld sem hann lifði í - með öllum hennar víddum. Þetta er aðalefni allra hans verka - sem eru reyndar nátengd þannig að hæpið er að tala um nokkra „stefhubreytingu“ - en til að skynja þau þurfa menn helst að taka sér stöðu á sama sjónarhóli og Virgill og samtímamenn hans og anda að sér sama lofti og þeir. Fyrir 20. aldar menn er það að sumu leyti auðvelt, en ýmsar sjónhverfingar þarf þó að varast. II Sá veruleiki sem blasti við mönnum af sömu kynslóð og Virgill var fýrst og fremst: styrjöld. Öldum saman höfðu sífelldar styrjaldir geysað ffarn og affur um Miðjarðarhafslöndin, meðan Rómverjar voru að brjóta þau undir sig, það voru Púnversku stríðin milli Rómverja og Karþagómanna sem bárust til Ítalíu, hættulega nálægt borgarhliðum Rómaborgar sjálfrar, það voru styrj- aldir í austurhluta Miðjarðarhafslanda, það var síðan styrjöld á Italíu sjálfri sem nefnd var „Bandamannastyrjöldin“, því hún stóð milli Rómverja og 100 malogmenning. is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.