Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Page 113
UM ENEASARKVIÐU hugmyndir kristinna manna heldur var hægt að túlka hana sem staðfestingu á þeim og jafhvel mikilvæga viðbót. Samkvæmt þessum hugmyndum gat Lausnarinn ekki fæðst fyrr en í „fyllingu tímans“, þegar svo var komið sögu veraldar að unnt var að skrásetja alla heimsbyggðina að boði keisara. Til að hægt væri að prédika Orðið allt út til ystu endimarka veraldar án þess að landamæri og róstur stæðu í veginum þurfti nefnilega fyrst að sameina heimsbyggðina undir einni stjórn og koma þar á traustri skipan og varanleg- um ff iði. Kristnir menn voru þess vegna fusir til að trúa því að þeir sem stuðl- uðu að þessari sameiningu, frá Eneasi til Ágústusar, hefðu í rauninni verið verkfæri í höndum almættisins og sú söguspeki sem Virgill boðar væri sjálf áætlun guðs um endurlausn mannkynsins í skáldlegum eða jafnvel spá- mannlegum búningi. Meira en þúsund ár liðu og þessi mynd manna af róm- verska skáldinu bliknaði ekki: í „Hinum guðdómlega gleðileik“ er Virgill orðinn að leiðsögumanni Dantes gegnum helvíti og hreinsunareldinn, og sýnir fátt betur hvernig menn litu á hann á þeim tíma. Kristnir menn létu það engan veginn trufla sig að hann skyldi yrkja um heiðna guði, nema þeir væru þeim mun ofstækisfyllri, og kynslóð eftir kynslóð gátu lesendur sökkt sér niður í ástarsöguna í fjórðu bók söguljóðsins með bestu samvisku, samið um hana leikrit og óperur, t.d. „Dido og Eneas“ eftir Purcell og „Trójumennina“ eftir Berlioz, málað eftir henni myndir, eða þá skopstælt hana eins og Hol- berg gerði í „Peder Paars". Nú er öldin önnur, og ef lesendur söguljóðsins skyldu bregða sér til Rómar og ganga um þær slóðir þar sem Evander vísaði Eneasi veginn eru það ekki rústirnar frá gullöld Satúrnusar sem blasa við sjónum þeirra heldur rústir frá því keisaraveldi sem Ágústus stofnaði. Sú söguspeki sem Virgill boðaði í verki sínu hefur þó orðið mun langlífari en flestar byggingar fornaldarinnar sem úr steini voru gerðar, og það er ekki ýkja langt síðan fjöldamargir þeir sem veltu fyrir sér hinstu rökum sögunnar trúðu enn á „sögulega nauðsyn“ af svipuðu tagi og því sem rekja mátti aftur til Eneasarkviðu, þótt sú trú birt- ist í ffábrugðnum myndum. Þetta hefur breyst á undarlegan hátt. Þeir sem reyna að ráða gátur sögunnar og leita í rit fornra og nýrra spekinga til að finna þar einhver svör trúa tæpast lengur á „sögulega nauðsyn“, en þeir mörgu sem gera það, þótt sú sögulega nauðsyn heiti reyndar öðrum nöfnum og síst hljómfegurri, t.d. „nútímavæðing“, „alþjóðavæðing“ og annað eftir því, gefa sér ekki mikinn tíma til að lesa bækur. Hvað er þá eft ir? Vitanlega má segja að hátimbraðar byggingar andans missi aldrei sitt gildi, þótt menn geti ekki lengur tekið allar hugmyndir þeirra á nafnverði: það á við um Platon og Lucretius, það á einnig við um Virgil. En á verkum hans eru fleiri víddir. Ljóðasmiðurinn rómverski vissi nefni- lega líka, að til að unnt væri að koma á friði í mannheimum og útrýma ofsa TMM 2000:4 malogmenning.is 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.