Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 123
MEÐ ELD í ÆÐUM Svo skalf hún meira. Hún var farin að hágrenja en hélt áfram að blaðra í gegnum tárin. Hún fálmaði eítir læsingunni á töskunni og tók upp ljósmynd og ýtti henni yfír borðið til mín. Hún var af sterkbyggðum, glaðlegum manni, á að giska jafngömlum henni. Ætli það hafi ekki verið maðurinn hennar. Ég leit aftur á hana. Hún talaði ennþá, en var eitthvað að róast. Hún var að þerra augun með vasaklút. Að lokum snýtti hún sér í vasaklútinn, opnaði hann, skoðaði afraksturinn, braut hann aftur saman og stakk honum ofan í tösku. Við bara sátum nokkra stund. Hún horfði á mig. Með vonarneista í augum ... „Frú mín góð,“ sagði ég. „Ég heyri ekki orð af því sem þú ert að segja.“ Andlit hennar fraus. Hún starði á mig. Ég neyddist víst til að segja henni alla söguna núna. „Ég lenti í slysi fýrir nokkrum vikum.“ Ég benti á sáraumbúðirnar við eyrað á mér. „Gaur að nafni Marchetta beit af mér eyrað. Ég er heyrnarlaus, en samt er ég mjög góður einkaspæjari, og ef þú skrifar bara niður fyrir mig hvað það er sem ég á að gera“ - ég ýtti minnisbók- inn minni og penna yfir borðið - „skal ég ganga í málið strax.“ Hún gerði sig ekki líklega til að taka við bókinni. Hún var enn með sama svipinn, vonarneista í augum, nema hvað andlitið var harðgerðara, meitlað, eins og hún hefði fengið nóg af því að skipta um svip þann daginn. „Ég tek hundrað á dag auk kostnaðar, með sundurliðuðum reikningi og kvittunum“. Hún sat bara þarna og starði á mig. Ég fékk á tilfmninguna að nefið hefði verið bitið af mér líka. „Ef ég læt þig ekki fá kvittun þarftu ekki að borga þann kostnað.“ Hún leit á minnisbókina. Hún leit á mig. Hún leit á minnisbókina. Hún leit á mig. „Fastakostn- aðurinn er minn höfuðverkur. Ef þú - “ Hún spratt upp úr stólnum, teygði sig yfir borðið, reif af mér mynd- ina, rauk út og skellti hurðinni á eftir sér. Helvíti. Ég fór alveg vitlaust að þessu. Ég horfði út um gluggann á húsið hinum megin við götuna. Hvað þyrfti ég að bíða lengi eftir að annar viðskiptavinur kæmi inn um dyrnar? Inni á skrifstofu hinumegin við götuna var ritari að setja á sig naglalakk. Ég velti fyrir mér hvort hún gæti elskað mann með eitt eyra. Það hljómar kannski asnalega, en mér fannst eins og hún gæti jafnvel hugsað sér það. Að sjálfsögðu ekki strax, en kannski gæti hún lært að elska hann. TMM 2000:4 malogmenning.is 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.