Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Qupperneq 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Qupperneq 145
RITDÓMAR sem koma henni aldrei úr jafhvægi held- ur fleyta henni áfram í tungumálakunn- áttu. En það eru að sjálfsögðu orðabækur af öllum tegundum og gerðum og á hverjum degi ákveður hún að læra vissan fjölda orða á dag. Á eftir fær hún sér einn vindling og tekur svo upp kíki og njósnar um nágrannakonu sína sem henni finnst afar áhugavert rannsóknarefhi: Alltaf eitthvað um að vera hjá ná- grannakonu minni handan götunnar, reikimeistaranum. Eða er hún árules- ari? Þau eru orðin svo mörg starfsheit- in hjá þessu fólki. Ekki svo að skilja að ég fylgist með gjörðum hennar, maður kemst bara ekki hjá því að sjá inn um upplýstan gluggann, manneskjan hef- ur ekki haft hugsun á að fá sér stóris eða rúllugardínur. Þetta er merkileg kona, bankamær á daginn í einkennis- dragt og reikimeistari á kvöldin í rósóttum kjól. Ég get ekki betur séð en að þær séu sex samankomnar þarna himumegin, ætli það sé eitthvert helg- arnámskeð í gangi hjá henni núna? Mér er sagt að hún stórgræði á þessum námskeiðum. Eintómar kellingar í heilun og andanuddi. Hvaða kellingar skyldu þetta vera? Hvar setti ég kíkinn? Nú.hún erbara að strjúka þeim öllum og klappa. Ég skal segja ykkur það. Ja ég vildi að einhver klóraði mér á bak- inu.“ (Bls. 6) Þessi texti birtir tvöföld skilaboð, annars vegar hæðni í garð kvenna sem láta blekkjast af kukli í von um betra líf, hins vegar afhjúpar textinn Þórsteinu sjálfa sem er alein og yfirgefin á föstudags- kvöldi. Hún reynir að blekkja lesandann, og sjálfa sig, með því að þykjast ekki komast hjá því að sjá herlegheitin hinum megin en samt neyðist hún til að grípa til kíkisins! Langar hana að tilheyra þessum hópi en getur ekki sökum stórmennsku sinnar viðurkennt þá staðreynd? Þór- steinu strjúka fáir því hún hefur með kulda og yfirvegun lokað á flesta leynd- ardóma lífsins. Hins vegar á hún sér elsk- huga í Frakklandi sem hún hittir með höppum og glöppum en sú staðreynd gerir stöllur hennar á kennarastofunni grænar af öfund. Hún hefur annað öfundsvert í pokahorninu: Kennara- launin eru aðeins vasapeningar, því sínu góða lífi lifir hún af peningum sem koma úr annarri átt. Hún getur klætt sig eins og eðalskvísa, ferðast til útlanda þegar hana lystir, borðað konunglegan mat og drukkið dýr vín með. Og með reglulegu millibili býður hún kvenkyns samkenn- urum í dýrlegar veislur upp á franska vísu, kannski til að upphefja sjálfa sig enn frekar, kannski til að sýna þeim hve þeirra eigið líf er lágkúrulegt. Því með reglulegu millibili ryðjast þær inn á hana ein af annarri með sorgir sínar og von- brigði en þegar þær hafa talað út, nöldr- að og grátið halda þær áfr am lífi sínu eins og ekkert hafi í skorist. Þórsteina situr sumsé uppi sem einstæð kona sem má hvenær sem er búast við „innrás“ kven- kynskennara án tillits til þess hvort það hentar henni eða ekki. Úthstanir sögu- konu á þessum konum, sem láta hvað sem er yfir sig ganga, eru off ótrúlega fyndnar en vekja lesandann einnig til umhugsunar um að ærlegt líf er í sjálfs valdi. En hvernig er líf Þórsteinu sjálffar? Það er spurning sem lesandinn verður að glíma við. Er hennar líf eitthvað eftir- sóknarverðara en líf samstarfskvenn- anna eða líf þeirra kvenna sem hittast hjá reikimeisturum? A.m.k. þarf hún stöðugt að minna á yfirburði sína and- spænis öðrum konum, hún er glæsi- kvendið á kennarastofunni, veit af því og spilar því trompi ffam hvenær sem færi gefst. Sagan gerist á einni helgi þótt sögu- TMM 2000:4 malogmenning.is 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.