Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 14
9 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Sú staðreynd að kennarar eru táknmyndir og persónugervingar tiltekinna lífsviðhorfa (hvort sem þeim líkar betur eða verr; hvort sem þeir eru þess vitandi eða ekki), um leið og þeir eru fræðarar og meistarar, hefur gengið fram af fjölda rannsókna. Framkoma þeirra, jafnt dulin sem opinská, ómeðvituð sem meðvituð, mótar nám barnanna. Þess vegna hefur kastljós fræðanna beinst í æ ríkari mæli að ólíkum kennslustíl kennara og þýðingu hans fyrir nám. Því miður vill brenna við að þessi þýðing sé skýrð með ófullnægjandi hætti. Skýringarnar sem ganga ljósum logum í fræðunum eru einmitt sömu ættar og smættunarleiðin og sjálfgildisleiðin sem hafnað var í almennara samhengi hér að framan. Algengari er sjálfgildisleiðin. Samkvæmt henni er hægt að lýsa kennslustílum á ósiðferðisbundinn hátt, aðgerðabinda og skilgreina þá með ógildishlöðnum hætti, og meta vægi þeirra út frá bláköldum árangri. Þegar búið er að leiða í ljós hvaða stíll er „skilvirkastur“ er hann svo gerður að „fagmennskutæki“: regluverki um rétta hegðun í kennslustofunni (sjá t.d. Darling-Dammond, 1997). Með því að horfa framhjá hinni siðferðilegu vídd eiginleika á borð við vingjarnleika, sem erfitt er að aðgerðabinda í rannsókn eða framkvæmd, eru þeir í raun geltir. Það sem eftir stendur er náttúrulaust form án inntaks: varmi án innri hlýju. Hin villan er sú að smætta vingjarnleikann niður í aðrar siðferðisdygðir. Í þekktri ritgerð Christophers M. Clark (1990) um siðferðileg samskipti í skólastofunni er til að mynda einblínt á dygðirnar heiðarleika, ábyrgð og virðingu. Clark hefur lög að mæla er hann segir að siðferðileg gildi umljúki og gegnsýri allt skólastarf, en hann virðist byrgja augu sýn fyrir því að kennara geti orðið hált á siðferðishellunni þótt hann sé heiðarlegur, ábyrgur og vandur að virðingu sinni og nemenda sinna. Kennslustíll getur falið í sér þessa eiginleika en samt verið siðferðilega ófullnægjandi. Talsmáti kennarans, undirtektir við nemendur, göngulag og fas: allt getur þetta haft djúpa siðferðilega þýðingu sem ekki verður smættuð niður í heiðarleika, ábyrgð og virðingu. Því fráleitara er að einblína á þýðingu slíkra eiginleika sem skilvirknismarkmið: bæti kennslustíll (tölulegan) árangur í námi þá hljóti allt að vera í besta lagi með hann. Gary Fenstermacher hefur haft forgöngu um að rannsaka hina siðferðilegu hlið á mismunandi hátterni kennara í skólastofunni (sjá 1999; Fenstermacher hefur m.a. staðið fyrir stóru rannsóknarverkefni, „Manner in Teaching Project“, við Michigan-háskóla). Svo virðingarvert sem framtak Fenstermachers er þá má finna hugtakanotkun hans og aðferðafræðilegum forsendum nokkuð til foráttu. Fenstermacher stendur fast á því að skilja beri á milli annars vegar „framgöngu“ kennara, sem spanni hina siðferðilegu vídd kennslunnar og opinberi kennarann sem siðferðisveru, og hins vegar „kennslustíls“, er marki sérkenni kennarans sem persónu með öllum sínum kækjum og kenjum. Fenstermacher vill þannig ljá kennaranum svigrúm til að vera „hann sjálfur“ án þess að þurfa að óttast að einstaklingssérkenni hans hafi neikvæð siðleg áhrif á nemendur. Kennari sem er alvörugefinn að eðlisfari getur til að mynda verið jafngóður fagmaður og jafngóð siðleg fyrirmynd og annar sem er glaðværari og segir fleiri brandara í tímum. En Fenstermacher þurfti ekki á greinarmuninum á „framgöngu“ og „kennslustíl“að halda til að leiða þetta í ljós. Sá greinarmunur virðist handahófskenndur og skapa aðferðafræðileg vandamál því hvernig á rannsakandi að skilja skipulega á milli þeirra þátta í fari og fasi kennarans sem hafa siðlega þýðingu og hinna sem gera það ekki? Nær hefði verið að viðhafa eitt og sama hugtak, til dæmis hugtakið „kennslustíl“, en benda jafnframt á að ýmsir ólíkir kennslustílar geti verið jafngildir frá siðferðilegu sjónarmiði. Minnumst þess að lýsing Aristótelesar á hinum vingjarnlega manni er býsna sveigjanleg og treður ekki öllum í sama Öskubuskuskóinn. Menn geta með öðrum orðum verið jafnvingjarnlegir á ólíka vegu og hvaða vegu menn kjósa að fara ræðst eðlilega að hluta til af skaphöfn þeirra og einstaklingseinkennum. Greining Davids Hansen (1999) á ólíkum Að „veita ánægju og forðast sárindi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.