Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 41
36 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 þau eru metin með þeim erlendu kvörðum sem hér voru notaðir, séu frekar jákvæð hjá þeim grunnskólakennurum sem þátt tóku í rannsókninni. Fyrir framkvæmd rannsóknar- innar voru viðhorf starfandi grunnskólakennara á Íslandi ekki þekkt nema að litlu leyti (Hrönn Bessadóttir o.fl., 2003). Mikilvægt er að benda á að niðurstöðurnar gefa innsýn í viðhorf kennara í ákveðnum bæjarfélögum á landsbyggðinni en endurspegla ekki viðhorf kennara á landinu í heild. Þó viðhorf grunnskólakennaranna sem hér tóku þátt séu á heildina litið frekar jákvæð eru neikvæð viðhorf til staðar hjá starfandi grunnskólakennurum þessa lands og nokkuð vantar upp á þekkingu þeirra á málefnum þessa hóps. Þau viðhorf og það viðmót sem sam- og tvíkynhneigðir unglingar mæta hjá starfsfólki skólans skipta miklu máli í tengslum við það hversu auðveldlega þeim tekst að lifa í sátt við sig og kynhneigð sína (Guðmundur Páll Ásgeirsson, Halldóra Bergmann og Toby Hermann, 1994b). Sam- og tvíkynhneigð ungmenni upplifa einangrun í skólunum (Fontaine, 1998) og lenda oftar en gagnkyn- hneigðir í vandræðum á þessu skeiði (Fontaine og Hammond, 1996). Fordómar geta haft þau áhrif að sam- og tvíkynhneigðum unglingum hættir frekar við þunglyndi (Fontaine, 1998), átröskun (Robin o.fl., 2002), drykkju og eiturlyfjaneyslu (Orenstein, 2001). Auk þess eru sam- og tvíkynhneigð ungmenni líklegri en gagnkynhneigð til að reyna að stytta sér aldur (Russell og Joyner, 2001). Kennarar sem styðja sam- og tvíkynhneigða nemendur sína og koma fram við þá án fordóma hjálpa til við að koma í veg fyrir vandamál (Russell o.fl., 2001). Þess vegna er mikilvægt að til sé fræðsluefni sem sýnt hefur verið fram á að ýti undir jákvæðari viðhorf hjá grunnskólakennurum. Þessi rannsókn bendir til þess að með tiltölulega stuttri fræðslu megi auka þekkingu og gera viðhorf kennara jákvæðari í garð sam- og tvíkynhneigðra unglinga. Einnig er athyglisvert að einfalt mat á framtíðarhegðun kennara gefur til kynna að fræðslan geti haft áhrif á viðmót þeirra gagnvart sam- og tvíkynhneigðum nemendum. Gagnlegt gæti verið í framhaldi af þessu að kanna nánar hvernig kennurum gengur að ræða kynhneigð almennt og takast á við að hafa hinsegin nemendur í skólastofunni. Hjálpa þarf grunnskólakennurum þessa lands þannig að þeir geti betur mætt þörfum sam- og tvíkynhneigðra unglinga svo og þeim nemendum sem eiga sam- og tvíkynhneigða að. Því eins og staðhæft er í siðareglum Kennarasambandsins (2002) ber kennurum að hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum einstaklingi virðingu, áhuga og umhyggju. Abstract Homosexual and bisexual youths meet prejudice in their everyday lives, which can have serious consequences such as depression, low self- esteem and a higher suicide risk. The purpose of this study was to examine the impact of a cognitive educational intervention on teachers’ knowledge and attitudes towards gays, lesbians and bisexuals (GLB). In accordance with prior research, it was hypothesized that the intervention would produce a positive impact. A total of 137 primary school teachers in three schools participated in the study. The teachers’ attitude toward GLBs was measured and their knowledge regarding GLB issues was assessed. A month later a knowledge based intervention was carried out in the experimental group and the questionnaire was sent to all participants again. The results indicate that the intervention produced a positive impact on knowledge and attitudes towards GLB. No changes were observed in the teachers who were not offered the intervention. The study indicates that it is possible to influence teachers’ attitudes and knowledge about GLBs and possibly make life better for homosexual and bisexual youths still in school. Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.