Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 9
4 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Að „veita ánægju og forðast sárindi“ hann við að allar birtist í daglegu samlífi manna og varði „samræður eða önnur samskipti“ þeirra. Tvær dygðirnar, segir hann, bera engin skýr eða afdráttarlaus nöfn (á grísku), en það sem greinir á milli þeirra er að tvær fást við „ánægju“ í mannlegum samskiptum en ein við „sannleika“. Sannleikurinn sem hér er átt við er þó ekki hin almenna sannsögli fólks um það sem fyrir ber (og fellur undir aðra dygð) heldur sannsögli fólks um sjálft sig, það er skrum- og raupleysi. Þessi tegund sannsögli varðar því „svo til sömu atriði“ og hinar dygðirnar tvær er skýrt tengjast farsælum samskiptum fólks (1995, I, bls. 359–368 [1126b11–1128b9]). Þar sem allar dygðirnar þrjár varða sama grunnsvið mannlegrar reynslu er það í senn til skilningsauka og einföldunar að flokka þær saman, eins og fleiri ritskýrendur hafa gert (t.d. Nussbaum, 1993, bls. 246), undir einu heiti sem dygðina „vingjarnleika í mannlegum samskiptum“ – eða einfaldlega „vingjarnleika“. Hyggjum að nokkrum einkennum vingjarnlegs fólks, það er þess sem tamið hefur sér miðlungshneigðina vingjarnleika. Það þýðist annað fólk, háttu þess og siði, „eins og skyldi“. Vinskaparhneigðin líkist vináttu, þó þannig að hinn djúpa kærleika vantar í garð þess sem maður umgengst og ekki er gerður mannamunur eftir því hvort maður þekkir viðkomandi vel eða ekki. Í samskiptum við aðra leitast hinn vingjarnlegi við að „veita ánægju og forðast sárindi“ af nærgætinni alúð. Þegar talið berst að honum sjálfum er hann hreinskilinn um eigin kosti og galla: „sannur til orðs og æðis og eignar sér slíkt sem hann hefur, hvorki of né van“. Hann upphefur hvorki né lítillækkar sjálfan sig; en meðalhófið er þó nær síðari öfgunum en hinum fyrri enda er sjálfshól meira þreytandi en sjálfsbrigsl. Hinn vingjarnlegi skilur að dægrastytting er hluti farsæls lífs og er smekklega fyndinn og glaðvær. Gamanmál hans eru háttvís, flímlaus og hæfa stað og stund. Yfirdrifinn vingjarnleiki er löstur. Þeir sem honum eru haldnir kallast fleður eða smjaðrarar: Þeir „hrósa öllu til að veita ánægju og gagnrýna hvergi en telja sig eiga að vera öldungis þjála fólki sem verður á vegi þeirra“. Munurinn á fleðunni og smjaðraranum er einungis sá að hinn fyrrnefndi hefur ekkert annað í huga en að falla öðrum í geð; hinn síðarnefndi breytir svo til að græða peninga eða önnur verðmæti. Þessi öfgamynd vingjarnleikans birtist líka einatt í raupi og sjálfshóli sem annaðhvort er ætlað að afla manni vinsælda hjá öðrum eða koma sér innundir hjá þeim með einhver fjarlægari markmið í huga. Sá yfirdrifni bregður oft fyrir sig auvirðilegum og jafnvel ruddalegum trúðshætti og galgopaskap til að vekja hlátur og lof múgsins. Ónógur vingjarnleiki er síðan hinn fylgilösturinn og sá ámælisverðari. Ástæða þess er sú að skortur á vingjarnleika særir meira en ofgnótt. Þrefgjarnir nöldurseggir gagnrýna þannig „hvaðeina og skeyta engu hvaða sárindum þeir valda“. Þeir hafa oft lítið sjálfsálit og draga skipulega úr eða afneita eigin mannkostum. Þeir hafa einnig rýrt skopskyn og „hvorki segja neitt fyndið né unna öðrum fyndninnar“. Þá skortir sárlega lipurð og viðfelldni í mannlegum samskiptum (Aristóteles, 1995, I, bls. 359–368 [1126b11– 1128b9]). Aristóteles réttlætir hvergi vingjarnleikann sérstaklega eða útskýrir hvers vegna hann sé siðferðileg dygð. En slíka réttlætingu leiðir þó augljóslega af ýmsum almennari staðhæfingum hans um siðferðisdygðir og svo lýsingum hans á því hvað er lofsvert í fari hins vingjarnlega. Samkvæmt siðakenningu Aristótelesar og reyndareðlishyggju um mannlífið er hver dygð skapgerðareinkenni (hexis) sem tengist lokamarki (telos) mannlífsins, hamingjunni (farsældinni eða hinni mannlegu heill), þannig að það stuðlar í senn að þessu lokamarki og er hluti þess (1995, I, bls. 205–211 [1094a1– 1095a27]; sjá nánar hjá Nussbaum, 1992). Þótt það hæfi aðeins skepnum að leggja farsældina að jöfnu við ánægju þá er það engu að síður staðreynd að ánægja fullkomnar farsældina rétt eins og æskufegurð æskublóma (1995, I, bls. 214; II, bls. 239 [1095b19–21; 1174b32–35]). Ánægja er sem slík ekki mælikvarði á siðlegt gildi – því að illmenni kenna einnig ánægju yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.