Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 32
27 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 sambandsins (2002) að starfshættir grunn- skólans eigi að mótast af umburðarlyndi, virðingu fyrir einstaklingnum og samábyrgð. Einnig ber kennurum að hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi. Þetta eru göfug markmið sem erfitt getur reynst fyrir kennara að ná þegar þeir búa í samfélagi sem litað er af neikvæðum viðhorfum til einstakra samfélagshópa. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis benda til þess að viðhorf stjórnenda og kennara í grunnskólum séu í takt við fordóma samfélagsins (Hrönn Bessadóttir, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir og Kristrún Sigurgeirsdóttir, 2003; Sara Dögg Jónsdóttir, 2001). Neikvæð viðhorf og fordómar byggjast á staðalmyndum, fáfræði og reynsluleysi af því að umgangast sam- og tvíkynhneigða (Eagly og Mladinic, 1989; Liang og Alimo, 2005; Sears, 1992). Vitað er að fræðsla og nýjar upplýsingar hafa áhrif á viðhorf fólks til samfélagshópa eins og sam- og tvíkynhneigðra (sjá t.d. Butler, 1999; Fishbein og Ajzen, 1975; Van de Ven, 1995). Aðgerða er þörf til að koma í veg fyrir vanlíðan og jafnvel enn alvarlegri afleiðingar hjá þessum viðkvæma hópi unglinga. Mikilvægt er að beina sjónum að skólunum þar sem ungmenni eyða miklu af sínum tíma í samvistum við jafnaldra og kennara sem bera ábyrgð á að þessum jafnréttismarkmiðum aðalnámskrár sé náð. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er því að meta hvort skipulögð fræðsla um sam- og tvíkynhneigð, sem er sérhönnuð fyrir kennara, leiði til jákvæðari viðhorfa þeirra til þessa hóps. Viðhorf til sam- og tvíkynhneigðra Sam- og tvíkynhneigðir, eða þeir sem tilheyra hinni fjölbreyttu flóru kynhneigða og vilja kalla sig hinsegin (queer), hafa alla tíð þurft að berjast gegn fordómum og réttleysi (Herek, 2000). Tvö hugtök, kynhneigðarhroki (homophobia) og gagnkynhneigðarremba (heterosexism), lýsa því hvernig fordómar gagnvart sam- og tvíkynhneigðum birtast í samfélaginu. Samkvæmt Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur (2003) nær kynhneigðarhroki yfir „meiðandi, særandi eða lítillækkandi orð, svipbrigði eða athafnir sem notuð/notaðar eru ljóst eða leynt til að hefja eina gerð kynhneigðar yfir aðra“ (bls. 172). Þetta getur verið allt frá bröndurum yfir í líkamsárásir og morð (sjá einnig Clark, Brown og Hochstein, 1989). Gagnkynhneigðarremba lýsir því aftur á móti hvernig gengið er út frá því að allir séu gagnkynhneigðir og þar með eru sam- og tvíkynhneigðir og líf þeirra útilokað í samfélaginu (Blackburn, 2004). Þetta er mismunun sem er ekki eins áberandi og kynhneigðarhrokinn og fólk áttar sig oft ekki á (Niesen, 1990) en hefur slæm áhrif, m.a. þau að fólk þorir ekki að gangast við kynhneigð sinni (Chesir-Teran, 2003). Rannsóknum ber saman um að viðhorf til sam- og tvíkynhneigðra hafi orðið jákvæðari á síðustu árum (t.d. Newport, 2001; Steffens og Wagner, 2004; Yang, 1997; Österman og Carpenlan, 2002). Í lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru Íslendingar beðnir um að meta hvort samkynhneigð væri réttlætanleg á kvarðanum 1–10, þar sem 1 þýðir ,,aldrei réttlætanlegt“ en 10 ,,alltaf réttlætanlegt“. Meðaltal svara hér á landi var 3,3 árið 1984, 5,2 árið 1990 og var orðið 6,7 árið 1999. Þetta bendir til þess að viðhorf hérlendis til samkynhneigðar hafi þróast í jákvæðari áttir (Friðrik H. Jónsson, 1999; Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, 1991). Ef sjónum er beint að skólakerfinu sér- staklega sýna rannsóknir á viðhorfum kennaranema í Bandaríkjunum breytingu í jákvæðari áttir, þó enn séu neikvæð viðhorf afgerandi (Butler og Byrne, 1992; Maney og Cain, 1997). Tæpur helmingur verðandi kennara hafði neikvæð viðhorf til annarra kyn- hneigða en gagnkynhneigðar (Morgan, 2003). Athyglisvert er að neikvæð viðhorf beinast ekki eingöngu að sam- og tvíkynhneigðum nemendum heldur einnig nemendum sem eiga samkynhneigða foreldra (Bliss og Harris, 1999). Á Norðurlöndum hafa viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðar lítið verið rannsökuð. Niðurstöður viðamikillar rannsóknar í Svíþjóð benda þó til að fordómar séu meðal kennara þar í landi (Bildt, 2004). Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.