Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 90

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 90
85 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Mér finnst sú stefnumörkun sem unnin hefur verið í Reykjavík um málefni grunnskólanna á undanförnum 10 árum hafa sprottið frá grasrótinni, Skólafólkið hefur verið með í mótun hennar. Hún hófst með miklum hug- arflugsfundum, fyrst með skólastjórum allra grunnskólanna í Reykjavík, síðan með kennarahópum úr hverjum skóla og loks í hverjum einasta skóla og kennarastofu, auk funda með foreldraráðum skólanna. Við söfnuðum hugmyndum frá fólki um hvað því fyndist það vera að gera vel og hvað það vildi bæta. Svona hélt þetta samráð áfram, á hverju einasta ári vegna vinnu við árlega starfsáætlun öll þessi ár, þannig að ég vil ekki aðgreina þá sem móta stefnuna frá hinum sem vinna í skólunum. Í þessari vinnu leggja aðilar fram hver sinn skerf, það er mikil samvinna, en auðvitað setja stjórnmálamennirnir síðasta punktinn yfir stefnumörkunina í fræðsluráði og nú menntaráði. Það hefur alltaf komið gríðarlega mikið af hugmyndum frá grasrótinni. Við eigum mikið af þessari vinnu skráð, við gáfum út nokkur hefti um niðurstöður þessara funda, það eru umfangsmikil gögn sem gaman væri að skoða betur og vinna úr. Síðan nota skólarnir gögn í sínu daglega starfi. Þeir nota gögn og upplýsingar um afrakstur starfsins hvað varðar einstaka nemendur og í innra mati á starfi hvers skóla til að geta byggt á þeim áætlanir um umbætur. Skólarnir safna orðið miklum gögnum um nemendur og framvindu náms hvers og eins, sérstaklega eftir að tölvukerfið Mentor kom til skjalanna. Til viðbótar geta kennarar nýtt sér niðurstöður fræðimanna um nám og afrakstur þess og yfirleitt öll þau gögn sem safnað er miðlægt. Ég held að við séum ekki farin að nýta þessar niðurstöður um nemendur nógu mikið. Miklu efni er safnað og margir kennarar eru mjög duglegir að skrá niðurstöður um nemendur sína, en ég er ekkert viss um að þær séu mikið nýttar enn sem komið er, t.d. í áætlanagerð um nám nemenda. INNRA MAT Hvar eru skólarnir staddir hvað varðar innra mat? Ég tel að skólarnir í Reykjavík gætu verið komnir lengra en raun ber vitni í innra mati og gerð umbótaáætlana á grunni þess, af því þeir hafa svo mikið af gögnum og miklu meira af gögnum en skólar í sumum öðrum sveitarfélögum. Þeir eru með sérstakar skýrslur með niðurstöðum um sinn skóla eftir hverja könnun meðal foreldra, nemenda og starfs- manna. Og það eru margvísleg fleiri gögn til í skólunum og á Menntasviði sem skólarnir geta nýtt sér og fengið aðstoð við að vinna úr. Mönnum finnst kannski að þeir þurfi að byrja á því að safna gögnum, gera t.d. kannanir meðal foreldra eða nemenda, en þeir eiga nóg efni. Þetta undirstrikar það sem ég hef sagt hér að framan að notkun upplýsinga er alls ekki einfalt mál. Vegna þess að við í Fræðslumiðstöð gerðum okkur grein fyrir þessu og til þess að hvetja til betri nýtingar á fyrirliggjandi gögnum höfðum við fyrir nokkrum árum samstarf við einn skóla, Engjaskóla, um að búa til mynstursjálfsmat eða fyrirmynd, en þar var mikill áhugi á innra mati. Skólinn fékk aðstoð við að nýta allt sem til var. Við vorum með ráðgjöf og ég tók sjálf þátt í henni. Þau nýttu margvísleg gögn sem voru fyrirliggjandi á Fræðslumiðstöð og í skólanum og gerðu glæsilega skýrslu um innra matið sem var byggð upp eins og rannsóknarskýrsla og svo fylgdi henni umbótaáætlun sem kennarar og stjórnendur skólans unnu.3 Þarna liggja fyrir margvísleg dæmi um það hvernig hægt er að nýta sér upplýsingar og við gerðum okkur vonir um að aðrir myndu notfæra sér þá reynslu sem þarna liggur fyrir. Það var einmitt hugmyndin að aðrir gætu séð hvernig hægt er að nýta ýmiss konar gögn og hvernig skýrsla um innra mat getur litið út. En hún varð ekki sú fyrirmynd og hvatning til annarra skóla sem við höfðum vænst, þannig að enn er verk að vinna í þessum efnum. Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur 3 Hildur Hafstað og Guðrún Erla Björgvinsdóttir (2002). Sjálfsmat Engjaskóla. Skýrsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.