Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 89

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 89
84 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 hvort ekki væri annar túlkunarmöguleiki, sem eðlilegt var. Það þarf að vanda vel slíka vinnu og hún tekur tíma. Það er líka mikill vandi að draga frama alla nauðsynlega varnagla. Stundum hendir að horft sé á niðurstöður án þess að setja þær í nauðsynlegt samhengi. Greiningarþátturinn er mjög snúinn og kynning á niðurstöðum getur farið fyrir ofan garð og neðan. Og svo komið sé að spurningunni, þá er kannski langerfiðasti hjallinn að nýta niðurstöðurnar. Það er meira en að segja það að nýta niðurstöður kannana og rannsókna. Það liggur fyrir mikið af tölfræðilegum upplýsingum sem ekki hafa verið nýttar sem skyldi, en nýtast vonandi einhvern tímann síðar. Því lengur sem við söfnum t.d. sambærilegum upplýsingum, þeim mun auðveldara verður að sjá þróunina og þá höfum við betri grunn til að sjá framtíðarþróun fyrir og getum tekið ákvarðanir með hliðsjón af því. Eins og fram hefur komið finnast mér upplýsingar mjög mikilvægar, en ég verða að segja að mér finnst fólk stundum vanmeta hve erfitt það er að gera sér mat úr þeim. Niðurstöður verða að vera nokkuð traustar, ekki satt? Það er auðvitað mjög mikilvægt að niðurstöður rannsókna eða tölfræðilegar upplýsingar almennt séu byggðar á traustum grunni. Það er hægt að láta tölur líta vel út, en svo er undirstaðan brotakennd, t.d. óvandvirkni og ónákvæmni við öflun þeirra eða tölur bornar saman sem byggja á mismunandi forsendum. Það þarf ákveðinn hugsunarháttur að vera til staðar. Margir huga ekki að því að kynna sér og nýta niðurstöður kannana og rannsókna þegar taka þarf stórar ákvarðanir. Það þarf að finna rannsóknir sem við á, kynna sér þær og sjá hvort þær styðji eða mæli gegn ákvörðun, eða safna nýjum gögnum. Gott dæmi er umfangsmikil rannsókn sem við gerðum á sérkennslunni í Reykjavík.1 Ætlunin var einmitt að nýta hana í stefnumótun um sérkennslu. Það gerðist ekki sjálfkrafa, kannski af því að það eru ekki margir sem eru vanir að nýta sér slík gögn. Vandamálið var ekki að niðurstöður væru ekki traustar eða skýrar. Vandinn var meira að tengja niðurstöður við það sem móta átti stefnu um. Það er hægara sagt en gert að láta upplýsingar vísa sér veginn, en það er kannski gagnleg samlíking að segja: Upplýsingarnar velja ekki veginn fyrir mann, en þær geta lýst hann upp. Mér dettur í hug önnur mikil rannsókn sem við erum að fá niðurstöður úr nú, rannsókn sem Ingvar Sigurgeirsson og fleiri unnu um hegðunarmálin í grunnskólum Reykjavíkur.2 Þarna erum við með áhugaverðar og umfangsmiklar niðurstöður, sem búið er að kynna, en svo er það næsta skref að nota þær. Það verður ekkert auðvelt og gengur ekki sjálfkrafa fyrir sig. Í þessari rannsókn kemur m.a. fram hvað menningin í skólunum skiptir miklu máli, þar á meðal hvernig talað er um nemendur eða samstarf við foreldra. Í ljós kom að þar sem greind var jákvæð menning, þar virtust minni agavandamál. Ef ég væri skólastjóri mundi ég vilja fá upplýsingar um hvernig minn skóli kom út hvað varðaði menningu og svo mundi ég vinna með þær niðurstöður og byggja á þeim áætlanir um að hafa með einhverjum hætti áhrif á þróun menningarinnar eða andrúmsloftsins í skólanum. Það eru tveir hópar sem þurfa að nýta niðurstöður. Annars vegar stefnumótun- araðilar og hins vegar kennarar og starfsmenn skóla. Ég vil alls ekki greina þarna á milli, því ég tel það lykilatriði að skólafólkið sé með í stefnumótuninni, eigi hún að ganga upp. Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur 1 Anna Ingeborg Pétursdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arthur Morthens, Auður Hrólfsdóttir, Eyrún Ísfold Gísladóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Guðný Berþóra Tryggvadóttir (2000). Sérkennsla í grunnskólum Reykjavíkur: Könnun á fjölda nemenda, ástæðum og framkvæmd. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. 2 Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns (2006). Gullkista við enda regnbogans. Rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005-2006. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.