Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 8

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 8
3 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 á siðferðissvellinu: hún sýnir nemendum virðingarleysi – það er afrækir dygðina virðingu – með því að mæta illa undirbúin til kennslu og gera of litlar kröfur til sjálfrar sín og þeirra. En hvað með Beggu? Begga er fruntaleg og húmorlaus en fruntaskapur og húmorleysi eru ekki hefðbundnir siðferðisbrestir. Það versta sem flestir siðfræðingar gætu sagt um Beggu væri að hún sé ekki leikin í mannlegum samskiptum: jafnvel að hún sé ekki vel að sér um mannasiði. En mannasiðir eru eitt – er okkur einatt sagt – og siðferði annað. Hví er það svo? Jú, sinn er (manna) siður í landi hverju: Það sem þykir dónaskapur í einu landi (ropa við matborð, ganga berbrjósta á sólarströnd, kalla nemanda asna í kennslustund) er gjaldgengt í öðru, jafnvel lofsvert (ropi við matborð þykir sums staðar eftirsóknarvert merki um að viðkomandi sé saddur og sáttur við matinn). Siðferðisdygðir eru hins vegar að mestu hinar sömu hvar og hvenær sem er: Áreiðanleiki, heiðarleiki, hjálpsemi, réttlæti og góðvild þykja ekki mannkostur á einum stað, löstur á öðrum; það eru engin þjóðfélög til þar sem þessir kostir hafa ekki átt upp á pallborðið. Þegar nútíma siðfræðingar setja fram kenningar sínar fjalla þær því oftast um hinar almennu, sammannlegu (alþjóðlegu) siðferðisdygðir og -lesti; ekki um afstæða mannasiði: kurteisis-, smekks- og velsæmisatriði sem vatnsbragð þykir að og fremur lítils um verð. Almenningur virðist einnig gera skýran greinarmun á mannasiðum og raunverulegu siðferði (sjá t.d. Martin og Stent, 1990). Ástæða múgamannsins er ef til vill önnur en siðfræðingsins og snýst fremur um það hvernig tal um mannasiði í nútímanum þykir í bestu falli skringilegt og gamaldags og í því versta varahugaverð arfleifð frá tíma þegar alls kyns flóknar en óskráðar siðareglur voru notaður til að halda hinum lágu og ófáguðu (konum, börnum, lágstéttarlýð o.s.frv.) á mottunni. Vald á slíkum siðum á ekki lengur að ráða velgengni í fólks í lífinu, fremur en – eins og segir í Íslendingasögunum – að litur deili kosti. Það getur verið óþægilegt fyrir mann sjálfan og aðra að kunna sig ekki í félagslegum samskiptum, eins og raunin er á með Beggu; en það eitt og sér er ekki siðferðisbrestur. Þetta nær samhljóða viðhorf nútíma siðfræðinga og almennings til „mannasiða“ er ugglaust höfuðástæðan fyrir því að þrátt fyrir að dygðakenning Aristótelesar hafi verið endurvakin með miklum trumbuslætti í siðfræði samtíðarinnar þá hafa ekki allar dygðirnar sem hann útmálar komist upp á hornskákina. Við sumum hefur ginið tómlæti. Þar á meðal eru þrjár samkynja dygðir sem ég mun í framhaldinu nefna einu nafni vingjarnleika þótt hjá Aristótelesi flokkist þær niður í vinskap, sannsögli (um sjálfan sig) og hnyttni (1995, I, bls. 359–368 [1126b11– 1128b9]). Í næsta hluta ritgerðarinnar lýsi ég þessari samstofna dygð. Ég vona að lesandinn átti sig á að hún snúist um meira en einbera mannasiði í þrengstu merkingu og að nemendur sem kvarta undan því að eitthvað skorti á gott siðferði Beggu kunni að hafa rétt fyrir sér. Þar á eftir reifa ég tvo kosti á að skýra hvað er lofsvert við vingjarnleika aðra en þá hann sé lofsverður sem sjálfstæð siðferðileg dygð eins og Aristóteles telur: að (a) vingjarnleiki sé dæmi eða merki um aðrar (þekktar) siðferðisdygðir eða (b) vingjarnleiki hafi sjálfstætt og almennt gildi í mannlífinu þó að það sé ekki siðferðilegt gildi. Ég hafna báðum þessum kostum og um leið því að sprett sé gáleysislega á böndin milli mannasiða og raunverulegs siðferðis. Í lokahluta ritgerðar- innar vík ég svo aftur að vingjarnleika sem dygð í kennslustofunni: vettvangi þar sem stöðugt eiga sér stað viðkvæm og nærgöngul samskipti milli kennara og nemenda. Hin aristótelíska siðferðis- dygð vingjarnleiki Flestir kannast við þá kenningu Aristótelesar að hver siðferðisdygð sé meðalhóf eða gullinn meðalvegur milli tveggja öfga: of og van. Þekktasta dæmið er af hugrekki sem meðal- hófi milli fífldirfsku („of“) og bleyðuskapar („van“). Þótt Aristóteles greini vingjarnleika í þrjár aðskildar dygðir af þessu tagi þá kannast Að „veita ánægju og forðast sárindi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.