Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 51
46 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk Ef það er nægileg forsenda fyrir menn- ingarauðmagni að ákveðin tegund þekkingar, leikni og smekks (hópar II og V) sem fáir búa yfir sé valdaukandi í skólum er ljóst að samkvæmt niðurstöðu Guðbjargar ættu fleiri strákar að hafa þar sterkari stöðu en stelpur. Þessi fámenni hópur drengja á þá samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum að kunna vel við gildi skólans og fá háar einkunnir. Kennarar hampa gjarnan nemendum sem hafa og sýna mikið af þess konar menningarauðmagni (Bourdieu, 1984; DiMaggio og Useem, 1978). Guðbjörg (2003) fann þó ekki afgerandi árangursmun í námi milli hópa með ólíkan veruhátt.3 Hæfni eða áhugi á þessum menningarsviðum virðist því ekkert endilega skila sér í betri einkunnum þessara hópa á Íslandi. Coleman (1960; 1961) skoðaði unglingamenningu í 10 framhaldsskólum (highschools) og sýndi fram á að í þeim skólum þar sem félagsleg velþóknun var á góðum einkunnum, náðu nemendur að jafnaði betri námsárangri. Hann túlkaði niðurstöðurnar úr leiðtogarannsóknum sínum á þann veg að nemendur með góðan árangur í námi væru leiðtogar hópsins aðeins ef þeir fengju félagslega umbun eða vilyrði fyrir því frá félögunum eða vinahópnum. Bourdieu lagði áherslu á að menningar- auðmagn þyrfti að skoðast í samhengi við vettvanginn hverju sinni. Ekki er víst að menningarlega hæfnin í veruháttarhópi II og V þyki alls staðar jafn virðingarverð eða að nemendur sem hafa slíka hæfni séu í menningarumhverfi þar sem mikið er lagt upp úr góðum einkunnum. Nýrri rannsóknir sýna að vinsældir og valdastaða stráka mótast víða af hæfileikum í þeirri íþrótt sem er hyglt í samfélagi þeirra og öðrum þáttum sem tengjast lítt náminu sjálfu (Adler og Adler, 1998). Á Íslandi virðist líðan stráka og sjálfstraust í litlum tengslum við námsárangur. Þessu er öfugt farið hjá stelpum (Almar M. Halldórsson, 2006) og gefur vísbendingar um að félagsstaða stelpna innan skólans markist meira af gengi þeirra í náminu en hjá strákum. Kenningar um kynferði (gender) byggðar á póststrúktúralisma gera ráð fyrir að hugmyndir um karlmennsku og kvenleika séu fljótandi og óstöðugar og þ.a.l. breytilegar eftir tímabilum og menningarhópum (Paechter, 2001). Misjafnt er t.d. hvaða karlmennskuhugmyndir verða ríkjandi eftir stétt, menningarumhverfi eða uppruna en algengast er nú á tímum að þær séu skilgreindar þröngt og felist í því sem drengir haldi að sé „eðlilegt“ að drengir geri, kunni, læri, hreyfi sig, velji eða tali um svo dæmi séu tekin. Valdastaða drengja í félagahópi mótast mjög af því hvernig þeim tekst upp í þessum efnum (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004). Það sama á auðvitað við um viðteknar hugmyndir um kvenleika. Eitt er að hafa mikið af viðurkenndu menningarauðmagni, annað er svo hvernig það menningarauðmagn samræmist gildum skólans og hvort nemandinn kemur því á framfæri í skólanum, hvaða tækifæri hann sér til þess og hvort hann hagnast á því námslega eða félagslega. Skoða þarf menningarauðmagn í samhengi við viðteknar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika á hverjum stað og ráðandi gildi í menningarumhverfi ungling- anna. Menningarmarkaðurinn er einnig stöðugum breytingum háður í nútímasamfélagi og því hæpið að ætla að hægt sé að nota alltaf sömu stöðluðu mælikvarðana. Hvort tveggja er á skjön við þær skilgreiningar á menningar- auðmagni sem Bourdieu lagði fram í upphafi. Hér á eftir verða gögn úr meistararannsókn minni (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2003) skoðuð í ljósi þessara fræðilegu hugmynda, þ.e. þeir þættir rannsóknarinnar sem hafa einhverja snertifleti við þær rannsóknarspurningar sem ég set hér fram. Hér verður athugað hvers konar námshegðun þótti virðingarverð innan hópsins, þ.e. hvað einkenndi námshegðun og náms- viðhorf leiðtoganna, hversu miklu einkunnir skiptu í því sambandi og hvaða hópar virtust hagnast á háum einkunnum. Að lokum verður svo skoðað hvernig rannsóknarniðurstöður 3 Mikilvægt er þó að það komi fram að hún skipti árangri einungis upp í tvo grófa flokka; undir og yfir 6,5 og skoðaði einkunnir úr samræmdum prófum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.