Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 59

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 59
54 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk í svona ... að gera verkefni flott en ekki bara skila því á einhverjum blöðum .... Það er svo leiðinlegt að vera eitthvað að ... reka fólk áfram en einhver þarf að gera það ... Henni var langt frá því að vera sama um hvaða einkunn hún fékk fyrir verkefnið og tók því oftast meginábyrgð á verkinu. Helstu viðbrigðin fyrir Ásu þegar upp í framhaldsskólann kom var að vera ekki lengur viðmiðið í náminu: ... þarna eru ... stelpur sem ... eru í tvöfaldri hraðferð í stærðfræði og ... ég sjálf bara einhvern veginn; oh af hverju er ég ekki jafn góð og þær og eitthvað þannig. Því má segja að staða hennar hafi breyst. Jákvæðu hliðarnar voru að hennar mati þær að hún hafði loks einhverjar stelpur til að miða sig við og „hífa sig upp“. Samkvæmt þessu eru viðmið hennar áfram þau sömu, þ.e. námsárangur er mikilvægur. Umræða Ýmsir kvarðar til að meta ólíkar víddir menningarauðmagns virðast ekki ná að skýra mikið af breytileika í námsárangri 15 ára nemenda á Íslandi (Almar M. Halldórsson, 2006; Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2005). Eins virðast ólíkar víddir menningarauðmagns varpa mismunandi ljósi á stöðu kynjanna. Þegar 15 ára nemendur eru flokkaðir út frá smekk og menningarneyslu virðist fámennur hópur stráka raðast frekar en stelpur í veruháttarhópa sem neyta menningar og þekkingar sem skólinn hampar (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2005). Þegar skoðaðar eru niðurstöður úr stöðluðum mælikvörðum á hlutbundið og stofnanabundið menningarauðmagn virðast hins vegar stelpur koma betur út („Alþjóðlegur gagnagrunnur PISA 2000,“; Svandís Nína Jónsdóttir o.fl., 2002; Þórólfur Þórlindsson o.fl., 2000). Ekki er víst að upphaflegir mælikvarðar sem þróaðir voru fyrir áratugum í Frakklandi lýsi endilega þeim fágætu verðleikum sem hlotið hafa sess í öðru samfélagi á allt öðru tímaskeiði. Bourdieu lagði ríka áherslu á að mælingar á menningarauðmagni yrðu að vera í samræmi menningarhefðir þess samfélags sem til skoðunar væri hverju sinni og að ólíkar víddir hugtaksins þyrfti að skoða í samhengi (Bourdieu, 1986). Þetta rennir stoðum undir áðurnefnda gagnrýni, þ.e. að endurskoða þurfi notkun og mælingar á hugtakinu. Samkvæmt rannsókn minni á leiðtogum í unglingabekk er ljóst að ákveðin tegund þekkingar og leikni er valdaukandi í bekknum. Ljóst var að Ása og Valdimar höfðu bæði veruhátt í samræmi við gildi og verðmætamat í grunnskólanum. Í sumum skólum er verðmætamat leiðtoganna á skjön við gildi skólans (Coleman, 1960; Willis, 1977; 2003). Slíkt hefði e.t.v. átt við um þennan grunnskóla ef verðmætamat jaðarhópsins hefði orðið ofan á. Leiðtogarnir voru eins konar fyrirmyndir um „eðlilega“ námshegðun fyrir hvort kyn. Einkunnir meðal ráðandi stelpna höfðu mun meira að segja fyrir þær og stöðu þeirra en fyrir ráðandi stráka. Í bekknum voru þó stelpur sem létu sér fátt finnast um einkunnir og frammistöðu í prófum en þær voru ekki í þeim hópum sem þóttu leiðandi í bekknum. Eins voru strákar í bekknum sem þóttu samviskusamir en valda- og virðingarstaða þeirra innan hópsins virtist ekki styrkjast við það. Það kom vel fram í gögnunum að námsvið- horf Valdimars speglaði ráðandi verðmætamat meðal strákanna í grunnskólanum. Náms- hegðun Valdimars byggðist á að sýna fram á getu sína með rökræðum og staðreynda- upplýsingum í tímum en heimanám, aukatímar eða undirbúningur fyrir próf voru þættir sem skiptu litlu máli og best að reyna að komast hjá slíku ef þess var nokkur kostur. Slík náms- hegðun hentaði þó strákum í hópnum misvel. Ekki höfðu allir fengið menningaruppeldi sem samsvaraði gildum skólans jafn vel og hann. Í máli Ásu og kennarans kom fram að Ása stóð fyrir allt önnur gildi og fékk virðingu innan síns hóps fyrir annars konar námshegðun en Valdimar. Námshegðun hennar má lýsa með orðum eins og sjálfsaga, skipulagshæfni, samvinnuhæfni, þar sem öllum fannst gott að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.