Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 96

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 96
91 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 mínir félagar gengu í einhverja gagnabanka og náðu í gögn en ég þurfti að safna mínum sjálf því ég vildi skoða íslenskar aðstæður og prófessorinn minn var steinhissa á því að ég gæti ekki gengið að gögnum. Ég held að nú sé mjög mikið af gögnum að verða til hjá Hagstofunni en til viðbótar væri gott að það væri til gagnabanki sem rannsakendur létu sín gögn í og aðrir gætu unnið frekar úr. Það er svo mikið til af gögnum sem safnað hefur verið en ekki unnið úr. Svo eru t.d. öll gögnin hjá Námsmatsstofnun og hjá Menntasviði Reykjavíkur. Þau þyrftu að vera aðgengileg fyrir fræðimenn. Aðalmálið er að safna áhugaverðum gögnum sem skipta máli í skólastarfi og setja gögnin upp á aðgengilegan hátt. Það þyrfti að flokka þau og gera aðgengileg þannig að maður þyrfti bara að fletta upp t.d. „líðan 6 ára barna“ og gæti þá fundið gögn um hana. Þetta er verkefni sem kannski Námsmatsstofnun gæti unnið eða rannsóknarsvið Kennaraháskólans eða þessir aðilar saman. Þetta er mjög spennandi hugmynd. Það væri gaman að menn væru meira í því að vinna úr gögnum í stað þess að vera að safna þeim og safna. Leiðbeinendur meistaraprófs- og doktorsnema þyrftu að vita hvað til er af gögnum og hafa aðgang að þeim til að geta leiðbeint nemendum sínum þar um. Það þarf að nýta betur það sem til er í stað þess að safna stöðugt nýjum gögnum. Rannsóknirnar eru kannski frekar margar og smáar, öll þessi námsverkefni? Námsverkefnin eru nauðsynleg æfing og ekki ætlast til að út úr þeim komi endilega eitthvað merkilegt og nýtt. Það kemur reyndar oft margt skemmtilegt og nýtt út úr meistaraprófsverkefnum þótt þau séu smá. En stundum sér maður að það er verið að alhæfa út frá þessum litlu rannsóknum og það er að sjálfsögðu slæmt. Þetta tengist vandanum við að greina gögn. Þá alhæfa sumir, jafnvel höfundarnir sjálfir, út frá eigindlegum rannsóknum, sem er auðvitað af og frá. Það er ekki síður flókið að meðhöndla eigindleg gögn en megindleg. NÁMSBRAUTIR BYGGÐAR Á RANNSÓKNUM Snúum okkur nú að þínum eigin rannsóknum. Undanfarin 10 ár hefur þú helgað þig uppbyggingu menntamála í Reykjavík, gastu eitthvað sinnt eigin rannsóknum á þessum tíma? Ég hafði auðvitað lítinn tíma til að sinna rannsóknum á meðan ég var fræðslustjóri, en þegar ég tók við starfinu var ég komin þó nokkuð áleiðis með umfangsmikla rannsókn á 100 störfum sem ekki krefjast sérmenntunar úr skóla, kröfum um færni í þeim o.fl. Hún byggðist á viðtölum við 20 manns í hverju starfi, alls tvö þúsund viðtölum, og ég var að byrja samanburðarrannsókn með erlendum aðilum þar um. Á þessum árum var ég upptekin af framhaldsskólastiginu og vildi afla gagna sem gætu nýst við ákvarðanatöku um starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Ég vildi leita að störfum sem væru svo flókin að ástæða væri til að búa til starfsmenntabrautir til þess að búa fólk undir þau. Fjöldi starfa í íslensku atvinnulífi sem ekki krefjast sérmenntunar úr skóla er mun flóknari en ýmis önnur störf sem kennt er undir í framhaldsskólum. Það virðist ekki jafnvægi milli þeirra starfsgeira sem þarf að læra til í skóla og þeirra sem ætlast er til að maður læri til úti í atvinnulífinu. Menn bara læra starfið í vinnunni? Tölvugeirinn byrjaði þannig. Það var ekkert nám í boði þótt það sé komið núna. Því var, og er enn, þannig farið með fjölda þjónustustarfa. Við fengum styrk úr Leónardó-áætlun Evrópu- sambandsins til að vinna samanburðarrann- sóknina. Samstarfsaðilarnir voru frá Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi. Þetta var gríðarlega umfangsmikil rannsókn. Við byggðum hana á 400 viðtölum í hverju landi og ræddum því við alls 1600 manns. Við réðum dugmikinn verkefnisstjóra, Hildi Björk Svavarsdóttur, sem hélt utan um verkið í heild. Við skrifuðum skýrslu og nokkrar greinar um niðurstöðurnar, en þarna liggja mikil gögn sem greina má enn frekar. Ég notaði sumarfríin og Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.