Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 79

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 79
74 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast? Með þessum fyrirvörum má segja að niðurstöðurnar séu skýrar og verða nú ræddar með hliðsjón af rannsóknarspurningum greinarinnar. Hvaða sess hefur þá bóklestur miðað við aðrar tómstundir þessara nemenda í 10. bekk í Reykjavík árið 2005? Eins og búist var við er lestur ekki ráðandi tómstundaiðja samkvæmt þessari athugun. Internet- og tölvunotkun er mun almennari tómstundaiðja hjá báðum kynjum, en einnig er meira um að nemendurnir verji tómstundum með vinum og fjölskyldu, í sjónvarpsáhorf og drengir í íþróttir/heilsurækt. Hér er mikilvægt að benda á að hinni miklu tölvu- og internetnotkun unga fólksins fylgir oft töluverður lestur þó miðillinn sé annar. Þennan lestur þarf að rannsaka nánar. Mun fleiri fara inn á internetið daglega nú en 2003 (Þorbjörn Broddason, 2005). Þá er internet- og tölvuleikjanotkun mun vinsælli tómstundaiðja meðal nemenda í 10. bekk en fullorðinna 2005 samkvæmt athugun höfundar á úrtaki fólks af öllu landinu (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2005c). Hér er um verulegan mun eftir aldri að ræða. Árið 1993 var spurt um videoleiki (ekki tölvuleiki) sem væntanlega er sambærilegt, en þá sögðust mun færri fara í þá daglega en í tölvuleikina 2005. Ef litið er á samspil bóklestrar og tölvunotkunar hafa drengir fundið annað tómstundagaman en bækur í tölvunni eða tölvuleikjum þegar 1993, en sú breyting virðist nú, rúmum 10 árum síðar, hafa náð til stúlkna að því leyti að þær lesa bækur og nota internetið jafnmikið og drengir, en tölvuleikjanotkun þeirra er enn minni en drengja. En hvernig eru bóklestrarvenjur nemenda í 10. bekk nú í samanburði við jafnaldra þeirra fyrir rúmum áratug og fyrir 40 árum og hver er þáttur mismunandi bókmenntagreina? Niðurstöðurnar benda til að lesturinn s.l. 2 vikur sé mun minni nú og lestur stúlkna er orðinn svipaður að magni til og lestur drengja, sem er veruleg breyting frá 1993. Aftur er minnt á fyrirvarann vegna fyrirlagnartímans og stærðar úrtaksins. Til samanburðar má benda á að samkvæmt athugun Þorbjörns Broddasonar (2005) lásu 10–15 ára börn 1,8 bækur s.l. 30 daga árið 2003, en 15 ára lesa 0,8 bækur s.l. tvær vikur nú eða 2005. Þessar niðurstöður virðast ekki ósvipaðar, ekki síst í ljósi þess að ætla má að yngri börnin lesi meira en þau eldri, samanber fyrri athuganir höfundar á nemendum í 7. og 10. bekk (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000; Guðný Guðbjörnsdóttir og Morra, 1997). Þá má nefna að drengir í Englandi (13–15 ára) lásu 1 bók hálfsmánaðarlega að meðaltali árið 1995, sem er ekki fjarri þeim niðurstöðum sem koma fram hér og minna en á Íslandi 1993 (Wicks, 1995). Minnt er á samhengi þessa minnkandi bóklestrar, nefnilega hina miklu tölvu- og internetnotkun unga fólksins og aukna sjónvarpsnotkun stúlkna (Þorbjörn Broddason, 2005). Ef litið er á lestur unga fólksins almennt þá virðist sem hlutfallslega mun fleiri nemar í 10. bekk 2005 af báðum kynjum lesi aldrei eða mjög sjaldan alla lesefnisflokkana sem athugaðir voru en jafnaldrar þeirra árin 1993 og 1965. Mesta minnkunin virðist vera á lestri Íslendingasagna og þjóðsagna, en einnig er mun stærri hópur 2005 en 1993 sem les aldrei í fræðslubókum. Athyglisvert er að unga fólkið sem yrkir reglulega nú virðist álíka margt hlutfallslega og fólkið á þrítugs- og fimmtugsaldri sem yrkir reglulega, eða 7–9% (Guðný Guð- björnsdóttir, 2005c). Spyrja má hvort það að yrkja sé hæfileiki eða venja sem breytist lítið eftir að unglingsárum er náð, eða hvort það er tíðarandinn sem stýrir því hve margir yrkja eða semja sögur. Svo virðist sem lestur Íslendingasagna meðal nemenda í 10. bekk sé á undanhaldi. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort áhuginn á Íslendingasögunum fer eftir aldri einstaklinga eða sögulegum tíma. Má búast við því að þetta unga fólk verði áhugasamara eftir 20 ár, eða eru að eiga sér stað breytingar á tómstundamenningu sem gera Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar síður áhugaverðar í samkeppninni við annað? Um það er ekki hægt að fullyrða, en ljóst er að viðhorfin til lestrar fornsagna og bókmennta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.