Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 24

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 24
19 33% telja að sú samvinna sé ekki mikil. Um 86% kennara segja að samvinna sín við fræðsluyfirvöld í héraði sé lítil. Hins vegar álítur um 71% kennara að samvinna milli skólastjóra og fræðsluskrifstofa sé mikil og um 64% telja að samvinna milli kennara og foreldra sé veruleg. Á 5. mynd er samvinna við skólaskrifstofur flokkuð eftir landsvæðum. Kennarar utan höfuðborgarsvæðisins segjast eiga meiri samvinnu við skólaskrifstofur (χ2(6)=20,42, p<0,01) en kennarar á höfuðborgarsvæðinu. Myndin sýnir að almennt er samvinna við skólaskrifstofur takmörkuð. Um 94% kennara í Reykjavík telja hana litla. Sama á við um 93% kennara af höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og 79% af öðrum stöðum. Aðeins um 6–7% kennara í Reykjavík og nágrenni telja að samvinna við skólaskrifstofu sé mikil en um 22% kennara á öðrum stöðum eru sömu skoðunar. Kröfur og væntingar til kennara Auk þeirra atriða sem þegar hafa verið rakin töldum við áhugavert að spyrja kennara með meira en fimm ára starfsreynslu hvort þeir teldu að þrýstingur á kennara og væntingar til þeirra hefðu aukist. Með þrýstingi er átt við beinar og óbeinar kröfur til kennara. Margir kennarar hafa haft orð á því, einkum óformlega, að dreifstýr ingin hafi lagt meiri ábyrgð á kennara. Um 50% kennara með yfir fimm ára starfsreynslu telja að þrýstingur á þá hafi aukist umtalsvert undanfarin ár en um 47% þeirra telja að hann hafi ekki breyst að undanförnu. Um 50% segjast finna aukinn þrýsting frá skólastjórum og um 69% töldu að þrýstingur frá foreldrum hefði aukist. Þá töldu um 64% að um aukinn þrýsting frá skólaskrifstofum væri að ræða. Um 58% þessara kennara sögðu að álag í kennslustundum hefði aukist. Um 19% þessara kennara álitu að eftirlit hefði aukist en um 70% töldu það óbreytt. Á 6. mynd sést hvernig kennarar skynja breyttar kröfur frá skólaskrifstofum í mis- munandi landshlutum. Tengslin milli staðsetningar skóla og hversu miklar breytingar hafa orðið á kröfum frá skólaskrifstofum undanfarin fimm ár að mati kennara eru marktæk (χ2(8)=30,20, p<0,001). Glöggt má sjá að kennarar á höfuðborgar- svæðinu telja frekar en kennarar annars staðar á landinu að þrýstingur á þá hafi aukist. Um 79% kennara í Reykjavík telja að hann hafi aukist, um 82% kennara á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eru sama sinnis en aðeins 46% kennara á annars staðar á landinu eru þessarar skoðunar. Umræða Einn megintilgangurinn með þeim breytingum sem urðu með grunnskólalögunum 1995 og tilheyrandi stefnumörkunarplöggum um menntamál var að auka sjálfstæði grunnskóla og hvetja til skólaþróunar. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að kennarar telji almennt að faglegt sjálfstæði grunnskóla sé verulegt. Um 39% kennara telja að á þessu hafi engin breyting orðið frá 1995 en um 43% þeirra telja að sjálfstæði skóla hafi vaxið síðan þá. Um 18% álíta að faglegt sjálfstæði skóla hafi minnkað. Þetta rímar vel við niðurstöður rannsóknar Barkar Hansen, Ólafs H. Jóhannssonar og Steinunnar Helgu Lárusdóttur (2002) á viðhorfum skólastjóra en mikill meirihluti þeirra taldi að faglegt sjálfstæði skóla væri verulegt. Það vekur aftur á móti athygli, og kann að vera áhyggjuefni, hversu mikill munur er á því hvernig kennarar meta faglegt sjálfstæði skóla annars vegar og eigið faglegt sjálfstæði hins vegar. Um 61% kennara telur eigið faglegt sjálfstæði svipað og áður og aðeins 23% telja að það hafi vaxið. Þetta misræmi milli faglegs sjálfstæðis skólans og faglegs sjálfstæðis kennaranna kann að vera vísbending um stjórnunarhætti skólanna. Sumir stjórnunarhættir eru þess eðlis að styðja og styrkja kennara og má ætla að við slíkar aðstæður verði lítill munur á faglegu sjálfstæði skólans og faglegu sjálfstæði kennaranna. Aðrir stjórnunarhættir einkennast af forræðishyggju þar sem lítil áhersla er lögð á völd og áhrif kennara. Í slíku umhverfi eru líkur á að Mótun skólastarfs Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.