Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 55
50
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
Námshegðun leiðtoga í unglingabekk
kringum þá. ... þeir bara eru, voru svona
já, strákaleiðtogarnir ...
Sumir strákanna sögðu nánast aldrei neitt
óbeðnir, eins og Arnar, Markús, Breki og
Alfreð. Því var það alls ekki þannig, eins og
viðteknar hugmyndir um stráka gefa til kynna,
að allir strákarnir hafi verið fyrirferðarmiklir
eða tjáð sig mikið í tímum.
Næst verður fjallað um leiðtoga tveggja
stærstu vinahópanna, þau Ásu og Valdimar
og hvernig þau gildi sem þau stóðu fyrir
spegluðust í námshegðun vinahópsins.
Leiðtogarnir
Það sem leiðtogarnir eiga sameiginlegt er mjög
keimlík stéttarstaða foreldra þeirra beggja.
Foreldrarnir höfðu að baki háskólagöngu í
vísindum eða listum og störfuðu öll á þeim
sviðum, voru á svipuðum aldri og höfðu meira
að segja gengið í sama framhaldsskólann. Í
framhaldinu verður þó gefinn meiri gaumur
að muninum sem greina mátti í lýsingum á
leiðtogunum. Óhætt er að segja að flestallir
kennarar hafi verið mjög ánægðir með þau
bæði og í góðum tengslum við þau og foreldra
þeirra. Vegna nafnleyndar er þess ekki getið
frá hvaða kennurum umsögnin er komin.
Gæsalappir eru utan um beinar tilvitnanir en
annað er umorðað úr gögnunum, jafnvel svipuð
ummæli frá mörgum viðmælendum, þannig að
merkingin komist til skila (sjá 3. töflu).
Ása virðist standa fyrir önnur gildi og
oft andstæð við Valdimar, sem er í takt við
tvíhyggjuhugmyndir um kynin. Því má segja
að þau hljóti sterka stöðu í sínum hópum fyrir
mjög ólíka námshegðun og breytni. Það er
erfitt að ímynda sér að lýsing á Ásu gæti átt við
um leiðtoga í drengjahópi.
Valdimar
Valdimar notaði hvert tækifæri til að sýna fram
á hæfileika sína og getu, svo sem þekkingu
3. tafla. Ummæli kennaranna um leiðtogana.
VALDIMAR ÁSA
Ótvíræður leiðtogi hópsins, „born leader“. „Kletturinn í hópnum“ – „þær gátu allar 100% stólað á hana“
Víðlesinn – vel að sér. Fær hæstu einkunnirnar.
„Hrókur alls fagnaðar“ og mjög virkur í
kennslustundum – „munninn fyrir neðan nefið“. Frekar „passíf“ í kennslustundum.
Alveg sama hvað öllum finnst. Feimin en sterk í hópnum, góðviljuð og ákveðin.
„Algjör snillingur“ „Klár stelpa“ – „samviskusöm fram í fingurgóma.“
Hundlatur. „Gerir allt sem henni er sagt.“ Dugleg og ofsalega áreiðanleg.
Bestur í körfuboltanum. Best í fótboltanum.
„Einstaklega fyndinn og skemmtilegur“ -
með gott skap Er í nánum tengslum við umsjónarkennarann.
Hefur alltaf skoðun og á auðvelt með að koma
henni á framfæri.
„Á þennan hljóða og rólega hátt þá lét Áshildur í ljós
hvað henni fannst. Hún hefur sterka siðferðis- og
réttlætiskennd en hún talar ekki beint út.“
„Stundum þurfti að stoppa hann af til að hleypa
öðrum að – af því hann er svo sterkur og svona og
hefur svo sterkar skoðanir að þá verða kannski aðrir
að sitja inni með það sem þeim finnst.“
„creme de la creme“ – „hún truflar aldrei, hún er
ekki sú sem tekur þátt að fyrra bragði heldur er hún
ein af þessum sem er alltaf tilbúin ef þú biður hana
um að taka þátt í einhverju.“