Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 52

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 52
47 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 samræmast skilgreiningum og rannsóknum á menningarauðmagni. Framkvæmd og vettvangur rannsóknar Gagnaöflun fólst í þátttökuathugunum inni í bekk, tengslakönnunum sem og viðtölum við kennara og nemendur, og fór aðallega fram veturinn 2001-2002 í 10. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Því til viðbótar voru tvö viðtöl tekin við leiðtogana á haustmisseri 2002 þegar þau sátu í 1. bekk í framhaldsskóla og á vormisseri 2005 hafði ég svo aftur samband við strákaleiðtogann til þriðja viðtals. Samanlagt skiptust vettvangsathuganir í níu þátttökuathuganir, 18 viðtöl (12 nemendaviðtöl og sex við kennara) og tvö tengslarit. Í upphafi rannsóknar voru gerðar þátt- tökuathuganir áður en farið var að taka þátttakendur í opin viðtöl. Þá sat ég í nokkrum kennslustundum hverju sinni og átti óformlegt spjall við kennara og nemendur. Auk þess lét umsjónarkennari nemendur gera tvö tengslarit við upphaf og lok námsvetrar svo ég gæti skoðað tengsl nemenda innbyrðis. Nemendur voru beðnir um að skrá niður nöfn þeirra þriggja einstaklinga sem þeir myndu helst vilja vinna með. Úr þeim upplýsingum var búið til tengslarit. Þar sem þemaverkefni voru tíð skipti það nemendur miklu máli félagslega með hverjum þeir unnu. Öll viðtöl voru tekin í skólanum og því fékk ég einnig innsýn í bekkjarstarfið í hvert sinn sem ég sótti nemanda í viðtal. Fyrir og eftir fyrstu heimsóknir mínar átti ég mjög gagnlegar samræður við umsjónarkennarann og svo eitt formlegt viðtal síðla á haustönninni. Viðtöl við aðra kennara voru ekki tekin fyrr en í lok skólaárs 2002, þegar nemendur voru að útskrifast úr 10. bekk, og af þeim sökum var því miður óhægt um vik að fylgja eftir ýmsum áhugaverðum upplýsingum með viðtölum við nemendur. Í þessari grein verður aðallega stuðst við þau viðtöl sem ég tók við leiðtogana (tvö við Áshildi og þrjú við Valdimar) og kennarana. Öllum sérnöfnum er breytt til að gæta trúnaðar við þátttakendur. Í greiningarferlinu nýtti ég mér aðferðir grundaðrar kenningar, svo sem opna kóðun og öxulkóðun (Strauss og Corbin, 1998). Það hjálpaði mér að finna heppileg þemu í gögnunum. Í heildina fólst greiningin í því að lykla gögnin, þ.e. búa til ákveðna flokka, t.d. eftir persónum, hópum, orðræðum, merkingu eða hugtaki svo eitthvað sé nefnt. Að því loknu var reynt að greina mynstur í gögnunum, hvað væri sameiginlegt og hvað ólíkt, reynt að finna sameiginleg einkenni í orðræðum þátttakenda sem styrktu hugmyndir um hvaða orðræða væri ráðandi, t.d. um samspil námsárangurs og kyns. Í viðtölunum var reynt að skyggnast inn í hvaða tilgangi textinn ætti að þjóna og hvaða tilgátur væru réttlætanlegar með tilvísun í textann (Wetherell og Potter, 1987).4 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk 1. tafla: Hópasamsetning í 10.-L. Fótboltastelpur Strákarnir Jaðarhópur Brynja Valdimar Sólveig Ása Svanur Sigga Fjóla Njáll Rut Sigrún Alfreð Þórný Guðný Rúnar Simmi Thelma Geiri Breki Markús Arnar Yana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.