Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 14
ert edgerton (1967), robert Bogdan og steven Taylor (Bogdan og Taylor, 1976) en rannsóknir þeirra beindust að því að kalla fram sjónarhorn og raddir fólks með þroskahömlun. Frumkvöðla - starf þessara fræði manna hafði áhrif á rannsóknir á þessu sviði og varð til þess að opna augu fræðimanna fyrir því að fólk með þroskahömlun gat tekið þátt í rannsóknum, sagt sögur sínar og lýst reynslu sinni. Þessar rannsóknir, svo og lífssögu rann sóknir síðari tíma, hafa átt þátt í að breyta viðhorfum og staðalímyndum um fólk með þroskahömlun í samfélaginu og móta nýja félags - lega sýn á fötlun. Fræðileg umræða um lífs - sögurannsóknir á þessu sviði hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1990 en frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar hefur verið gróska í lífssögurann sóknum með fólki með þroska - hömlun (sjá t.d. atkinson, 1993; atkin son, Jack - son og Walmsley, 1997; Potts og Fido, 1991; Traustadóttir og Johnson, 2000). rannsókn mín er ein fyrsta sinnar tegundar á íslandi, en áður hafa þó verið gerðar einstaka rannsóknir sem byggjast á lífssögum fólks með þroskahömlun. Þessar rannsóknir hafa ekki beinst gagngert að því að varpa ljósi á líf og að stæður fólksins í sögulegu ljósi heldur að mikilvægum þáttum í lífi þess eins og for eldra - hlutverki (Hanna Björg sigurjónsdóttir og rann veig Traustadóttir, 2001), fullorðins - hlutverki (Dóra s. Bjarnason, 2004) og menn - ingu (kristín Björnsdóttir, 2009). sjónum hefur heldur ekki verið beint sérstaklega að börnum og ungmennum eins og hér er gert. í lífssögurannsóknum sem beinst hafa að þessum hópi fólks hefur komið fram að minn - ingar um bernsku- og æskuár eru fólkinu oftast afar mikilvægar (sjá t.d. atkinson, 1997). Bernsk an og æskuárin eru hjá mörgum af lífssögupersónunum í rannsókn minni eina tímabil ævinnar sem þær hafa tekið eðlilegan þátt í fjölskyldulífi og samveru með foreldrum sínum og systkinum. Því eru þessar minningar þeim afar dýrmætar. margir eiga þó einnig afar sárar minningar sem tengjast aðgreiningu frá samfélaginu, flutningi á stofnanir á barnsaldri og svo má áfram telja. í þessari grein er ætlunin að fjalla um minningar lífssögupersónanna frá þessu tímabili ævinnar. í upphafi greinarinnar er þó sjónum beint að því með hvaða hætti aðbúnaður fólks með þroskahömlun, ekki síst barna og ungmenna, tengdist þeim vísindum og fræðum sem ráðandi voru á síðustu öld en þar gegndu erfðavísindi og læknisfræði stóru hlutverki. Þegar ég fjalla um fólk með þroska - hömlun í sögulegu samhengi, til dæmis þegar ég vísa í sögulegar heimildir, nota ég, eftir því sem við á, hugtök eins og „fáviti“, „vangefinn“ og „þroskaheftur“ og vil með því halda til haga þeim orðum sem notuð voru á hverjum tíma. Áhrif mannkynbótastefnu, læknavísinda og stofnanavæðingar Fáir hópar hafa búið við jafnmikla sam fé - lags lega einangrun og neikvæð viðhorf og fólk með þroskahömlun. algengt var að einangra og úti loka fólkið frá samfélagsþátttöku og sú félagslega þjónusta sem stóð því til boða hér á landi fram á áttunda áratug 20. aldar fólst að miklu leyti í sérstakri þjónustu á sólarhrings - stofnunum. átti það jafnt við um börn sem fullorðið fólk. Það skeið í málefnum fólks með þroskahömlun sem hófst um aldamótin 1900 og stóð fram yfir heimsstyrjöldina síðari hefur oft verið kennt við erfðaótta og aðgreiningu (atkin - son og Walmsley, 1999). Þessa stefnu má rekja til kenninga í erfðafræði sem kristöll uðust í mannkynbótastefnunni svonefndu. Hún átti miklu fylgi að fagna um og upp úr alda mótunum 1900 en um það leyti settu fræðimenn fram kenningar í erfðafræði um að meðfæddir erfðaþættir yllu andlegum vanþroska og geð sjúkdómum. Þá ríkti sá almenni ótti að stjórn lausar barneignir „fávita“, eins og hópurinn var kallaður á þessum tíma, yrðu til að stuðla að hnignun þjóða. kynslóðum framtíðarinnar þótti því stafa mikil ógn af sívaxandi hópi „fávita“ (kirkebæk, 1993; Hanna Björg sigurjónsdóttir og rannveig Traustadóttir, 2001; unnur B. karlsdóttir, 1998). Þessi viðhorf leiddu meðal annars til þess að mikilvægt þótti að einangra ,,fávita“ og al - gengt varð víða um heim að setja á laggirnar sólahringsstofnanir sem yfirleitt voru hafðar utan alfaraleiða. á öðrum og þriðja áratug 20. aldar voru einnig víða sett lög um ófrjósemis - aðgerðir og algengt varð að konur með þroska - hömlun þyrftu að gangast undir slíkar aðgerðir, oft undir lögaldri (scheerenberger, 1983). Hugmyndir mannkynbótastefnunnar bárust til íslands á fyrri hluta 20. aldar. margir áhrifa - menn í íslensku menntalífi tóku afstöðu með 14 Guðrún V. Stefánsdóttir Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.