Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 101

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 101
101Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 þeir hefðu lært: „margt af því sem við lítum á sem okkar eigin leið til þess að horfa á heiminn og þekkja okkur sjálf var í rauninni upphaflega séð gegnum gleraugu annarra, og við hefðum gott af að gera okkur grein fyrir því.“ sömu sögu er að segja um stærðfræði - kennarana. almennu markmiðin sem þeir ræddu voru nátengd kennslugreininni. Þeir nefndu til dæmis hæfni til að setja mál skipulega fram og af rökfestu eða að læra að upplifa fegurð í stærðfræðinni. Það sem hér hefur verið sagt um markmiðin í almennum hluta Aðalnámskrár og önnur almenn námsmarkmið má draga saman í stutt mál á þá leið að almennu markmiðin í nám - skránni hafi lítil áhrif á starf kennara og þeir álíti almennt að ekki þurfi að taka neinn tíma frá námsgreinunum til að þjóna þeim, þau náist með hefðbundinni kennslu sem leggur áherslu á fagið, hvort sem það er einhver grein raunvísinda, stærðfræði eða saga. Þetta þýðir ekki að kennararnir sem ég talaði við leggi litla áherslu á alhliða þroska nemenda, bætt siðferði þeirra eða menntun sem bætir samfélagið. Þeir virðast einfaldlega álíta að þessum markmiðum verði náð með því að leggja rækt við námsgreinarnar: nám á forsendum þeirra færi nemendum upplýsingu, menntun eða þroska sem þokar þeim áleiðis að markmiðum á borð við það að tileinka sér gagnrýna hugsun eða skilning á samfélaginu. „Þú sérð alveg glóð í augunum á þeim“ sýn viðmælenda minna á markmið af því tagi sem tilgreind eru í almennum hluta Aðalnám - skrár bendir til þess að faggreinasjónarmið séu þeim töm. slík sjónarmið birtust víðar en í hugmyndum um námsmarkmið. Þegar rætt var um valáfanga og hvað vekti áhuga nemenda orðuðu flestir kennararnir viðhorf af svipuðu tagi og lögðu áherslu á gildi fagsins og forsendur sem eru innbyggðar í það. kennararnir sem ég talaði við höfðu flestir mjög frjálsar hendur þegar kom að því að bjóða upp á valáfanga. en slíkir áfangar eru ekki kenndir nema nógu margir velji þá svo kennarar hafa ástæður til að bjóða upp á efni sem þeir álíta að nemendur hafi áhuga á. Viðfangsefni kennara í valáföngum gefa því bæði vísbend - ingu um þeirra eigin menntastefnu og hugmynd - ir þeirra um hvað nemendum þykir áhugavert. af átján viðmælendum lýstu þrettán valáföng - um í sínu fagi sem ekki eru skilgreindir í Aðal - námskrá framhaldsskóla. áberandi var að flestir þessir valáfangar voru fræðilegir og hugsaðir til þess að auka skilning á innri rökum námsg - reinar. Hjá þrem af sex stærðfræðikennurum voru kenndir valáfangar sem ekki er lýst í Aðalnám - skrá. Þessir áfangar voru línuleg algebra við tvo skóla, evklíðsk rúmfræði við einn skóla og þrautalausnir við tvo skóla. einn af þeim sagði um valáfanga í sínu fagi: „Við erum raunveru - lega að dýpka stærðfræðina og gerum meiri kröfur til nemendanna í þessum valáföngum.“ í raungreinum voru fræðilegar áherslur í valáföngum áberandi eins og í stærðfræðinni. einn af sex raungreinakennurum bauð þó upp á umhverfisfræði með siðferðilegum og pólitísk - um áherslum á að efla umhverfisvitund og einn raungreinakennari bauð upp á valáfanga með blönduðum áherslum, en þrír þeirra buðu eingöngu valáfanga þar sem markið var sett á fræðilegan skilning á viðfangsefnum sem eru heillandi á forsendum greinarinnar. sögukennararnir sex voru allir nema einn með valáfanga og yfirleitt virtust þeir hugsaðir til að dýpka skilning á sögunni eða sagnfræði - legum vinnubrögðum og þankagangi. um þetta er þó erfitt að fullyrða jafnafdráttarlaust og í tilviki stærðfræðinnar og raungreinanna því hjá sögukennurum blönduðust saman fleiri sjónar - mið en þau sem tengjast beint faggreinastefnu eða áherslu á sjálfgildi námsgreinar. * menntastefna viðmælenda minna birtist líklega með skýrustum hætti í ummælum þeirra um áhuga nemenda og hvað vekur hann. Líffræði - kennari sagði t.d. frá valgrein þar sem nemendur kynnast líftækni og vinna með rafdrátt og skerðiensím og „einangra Dna og svona hitt og þetta. Þú sérð alveg glóð í augunum á þeim þegar þau eru að þessu.“ eðlisfræðikennari tjáði svipaða hugsun og vildi sjá nemendur upplifa undur fræðanna en bætti við: „Það er rosa erfitt að kveikja þennan neista, en oft gengur það.“ Báðir þessir kennarar töluðu eins og það segði sig sjálft að glóðin eða neistinn kviknaði af því að fást við efni sem er fræðilega áhugavert. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.