Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 99

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 99
99Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 hliðstæðum markmiðum sem hefðu almennara gildi en greinabundin námsmarkmið. sá eini sem bar því við að ekki væri tími til að sinna þessum markmiðum var stærðfræði - kennari sem sagði að kröfur um mikla yfirferð efnisatriða stæðu gegn því að keppt væri að almennum markmiðum. aðrir nefndu ekki að þau tækju tíma frá yfirferð námsefnis, enda töldu flestir sig vinna að þeim með því að kenna námsgreinar sínar fremur en með því að gera eitthvað til viðbótar við það. ef til vill má þó skoða ummæli eins sögukennara sem undan - tekningu frá þessu en í viðtali við hann komu þessi orðaskipti fyrir: Ég: Þegar þið skipuleggið kennslu í kjarna - áföngum eða búið til valáfanga, horfið þið þá á þennan lista? kennari: nei. Ég: nei? kennari: Hann er bara að malla hérna sko (bendir á höfuð sér) og síðan bara grípur maður tækifærið þegar eitthvað kemur upp og vinnur svo með: einhver er með for dóma út í Pólverja og einhver er útblásinn af ísland-best-í-heimi og svona, sko, og þá kannski tekur maður það fyrir. en þetta er ekki skipulegt efni með ein - hverjum kúrs, sko, sjálfstæði í vinnubrögðum fimm mínútur, dómgreind korter (hlær). Það þýðir ekkert að vera að hugsa um það. Orðalagið „síðan bara grípur maður tækif ærið þegar eitthvað kemur upp“ virtist fela í sér að siðferðilegt uppeldi væri hluti af starfinu en þennan hluta yrði að leika af fingrum fram því ekki væri hægt að sjá fyrir hvenær tækifærin til að hafa góð áhrif á nemendur kæmu upp. kennslan var sem sagt skipulögð á forsendum greinarinnar en innan þess skipulags gáfust tækifæri til að þjóna almennum markmiðum og það gat tekið tíma frá áætlaðri yfirferð. einn stærðfræðikennari tæpti á þeim mögu - leika að almenn markmið krefðust þess að kennari gerði eitthvað annað en að kenna á forsendum fagsins. Þetta kom upp þegar rætt var um gagnrýna hugsun, sem er eitt af mark - miðunum sem tilgreind eru í almennum hluta Aðalnámskrár. Þessi kennari sagðist leggja áherslu á að nemendur skildu að stærðfræðileg líkön sem kæmu heim við veruleikann að einhverju marki gerðu það ekki endilega að öllu leyti og tók dæmi: „Þú getur búið til módel yfir fólksfjölgun í heiminum og hvað ætlar þú að láta það duga lengi? Ætlar þú að láta það duga um aldur og ævi þangað til menn eru farnir að standa á herðunum hver á öðrum?“ Hann bætti því svo við að e.t.v. væri meiningin í almennum hluta Aðalnámskrár að öll fög ættu að kenna gagnrýna hugsun um samfélagið, en kvaðst sinna því lítt heldur leggja áherslu á gagnrýna hugsun að svo miklu leyti sem hún yrði kennd með því að kenna stærðfræði. Það var eins og þessi viðmælandi minn teldi a.m.k. mögulegt að almennu markmiðin í námskránni fælu í sér kröfu um að stærðfræðikennarar gerðu eitthvað annað en að einbeita sér að stærð - fræðinni sem slíkri. Viðmælendur mínir virtust hallir undir hugmyndir af svipuðu tagi og ég eigna richard s. Peters fremur en kenningar af því tagi sem ég hef eftir John White. með þeim fáu undan - tekningum sem nefndar hafa verið töluðu kennararnir eins og þeir þjónuðu almennum markmiðum með því einu að vinna að greina - bundnum markmiðum og án þess að neinn tími færi í það sérstaklega. * Það sjónarmið að námsgreinin væri í sjálfri sér til þess fallin að þjóna almennum markmiðum og kennari ynni að þeim með því einu að kenna á forsendum greinarinnar kom skýrast fram í máli sögukennaranna. einn mælti fyrir munn þeirra allra þegar hann sagði: „stór hluti þeirra er bara og hefur verið partur af góðri sögu - kennslu.“ Hann virtist ekki telja ástæðu til að víkja frá hefðbundnum áherslum í kennslu vegna þessara almennu markmiða því þeim yrði best náð með því að kenna sögu eins og hún hefði verið kennd. Þrír af stærðfræðikennurunum töldu líka að stærðfræðinám stuðlaði að því að nemendur næðu hluta þessara almennu markmiða því það efldi málkennd þeirra, gagnrýna hugsun, skipu - lega framsetningu eða rökfestu. Flestir sögðu að sín námsgrein hentaði sér - lega vel til að ná einhverjum af hinum almennu markmiðum. einn stærðfræðikennari taldi þó allt venjulegt skólastarf til þess fallið að þjóna þeim og sín grein hefði þar enga sérstöðu. Hann sagði að þau næðust „bara með svona eðlilegu skóla - starfi, hvort sem það er í stærðfræði eða öðru.“ Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.