Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 30

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 30
sé ætlað að auka framboð mennt unar, önnur að tryggja fjölbreytni og loks þau rök sem oft eru notuð í evrópskri umræðu að tilvist þeirra eigi að auka samkeppni og þannig tryggja gæði. Það má hugsa sér einhver þessara raka eða sambland þeirra. Það er erfitt að taka afstöðu til mikilvægis þess að taka upp einka rekstur nema með tilvísun í rök af þessu tagi. á norðurlöndunum hafa tvenn síðarnefndu rökin helst verið notuð. spurningin um skólagjöld er iðulega tengd umræðu um einkarekstur, en það er misskiln - ingur að okkar mati. ríki sem reka opinbera háskóla krefjast sum skólagjalda, sbr. bresk stjórnvöld. rétt lætingin er sú að þar sem mennt - unin sem nemendur afla sér telst að hluta til einkagæði eigi viðkomandi að greiða fyrir þau. Það sama gildir, að breyttu breytanda, um ýmis þjónustugjöld í velferðar kerfinu; þeirra er krafist þótt um opinbera þjónustu sé að ræða. enn eitt efni sem kemur til umræðu og tengist rekstrarforminu er það grundvallaratriði hvort eðlilegt sé að ríkið leggi fé samkvæmt samningi til einkastofnana sem eru að öðru leyti reknar til hliðar við opinberar stofnanir, en utan reglu verks þeirra. Þetta vekur einmitt upp spurn ingar um regluumgjörð einkarekinna stofn ana; þ.e. hver munurinn sé á þeim og opinberum stofnunum hvað þetta varðar. geiger (1985) nefnir gæði sem ein rök fyrir einkaskólum. Tilvist einkaskólanna auki sam - keppni sem leiði til betri menntunar. Vand inn hér er tvíþættur. annars vegar hefur reynst erfitt að mæla áhrif samkeppninnar eða rekstrar - formsins. Beneviste, Carnoy og rothstein (2003) færa fram skýr rök fyrir því að rekstr ar - form skóla skýri lítið af þeim mun sem hægt er að sýna fram á í frammistöðu skóla en auk þess er gæðahugtakið margslungið (Jón Torfi Jónas - son, 2008; Jón Torfi Jónasson og gyða Jóhanns - dóttir, 2008). Þótt gæði eigi formlega heima í þessari umræðu er fátt sem bendir til þess að þau komi mikið við sögu þegar gera þarf upp á milli einkarekinna skóla og opinberra skóla. Það er ljóst að háskólum er ætlað að leika stórt hlutverk í efnahagsþróun flestra landa og þá finnst sumum blasa við að það þurfi að breyta bæði hlutverki þeirra og starfsháttum, sbr. hugmyndir Burton Clark (1998), og þá jafnvel að breyta rekstrarforminu. Við teljum að breytt hlutverk sé í sjálfu sér ekki bundið rekstr ar formi, en er iðulega tengt saman. Það er m.a. gert með þeim rökum að eigi há skóli að vera hið fram - sækna hagræna afl sem honum ber verði hann að vera kvikari og hömlu lausari í aðgerðum sínum en opinberir háskólar eru venjulega. Þess vegna verði að breyta stjórn kerfi hans og besta leiðin sé að breyta rekstrar forminu til þess að ná þessu mark miði. Þannig er rekstrarform og stjórn skipun háskóla tengd saman. mikilvæg rök fyrir því að flytja háskóla yfir í einkarekstrarform eru þau að þeir verði að hafa meira olnbogarými í starfsemi sinni en gildir um opinberar stofnanir, sbr. umfjöllun Wright og Örberg (2008). Þeir eigi a) aðeins að þurfa að lúta gæðaeftirliti markaðarins (sam keppn innar), b) að geta skilgreint hlutverk sitt sjálfir og lagt sínar eigin áherslur, c) að skil greina sitt eigið stjórnkerfi, d) ekki að þurfa að lúta öðrum reglum um fjárreiður eða vinnu markað en almennt gerist í atvinnulífinu (losni undan reglubyrði sem gildir um opinbera starfs menn og fjármál), e) að hafa yfirráð yfir fast eignum sínum og f) að fá samt sem áður fram lag frá hinu opinbera (þótt sú krafa sé ekki almennt uppi). Hér hefur verið rakið hve mörg ólík atriði koma við sögu þegar rætt er hvert rekstrarform háskóla eigi að vera. sum af þessum rökum eiga við en önnur ekki og sum þeirra eru á gráu svæði. en í ljósi þessara röksemda allra er mikil vægt að gera sér grein fyrir því hver munurinn er á rekstrar formi háskóla bæði hér á landi og í þeim löndum sem við íslendingar berum okkur oft saman við. í þessari rannsókn berum við okkur saman við noreg og Dan - mörku, bæði vegna þess að gögn um málefni háskóla þessara landa eru aðgengileg og vegna þess að þar hefur farið fram opinber umræða um þessi mál á undanförnum árum. með því vinnst tvennt. annars vegar að skýra merking - una að baki þeirra hugtaka sem eru notuð og hins vegar er auðveldara að meta hver af þeim rökum eða umræðustefjum sem hafa verið rakin hér eiga í raun við þegar ræddir eru kostir eða gallar tiltekins fyrirkomulags. Það þótti því áhugavert að kanna hvað greindi íslenska einkaháskóla frá opinberum háskólum og jafnframt að leggja mat á það í hvaða skilningi sumir skólar í þessum löndum hefðu verið fluttir af sviði opinbers rekstrar yfir í einkageirann. rannsóknin var framkvæmd vorið 2009. 30 Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.