Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 51
vægt var þó að hans mati að fara varlega í sakirnar og gefa hlutunum tíma til að þróast. „auðveldlega er hægt að slá fólk út af laginu ef maður fer of mikið á flug ... Það er auðvelt að setja kennara í vörn með hugtakinu einstaklings - miðuð kennsla.“ samhljómur var meðal starfsmanna um að auðvelt væri að leita til skólastjórans, hann ynni með fólki við að leita lausna og væri sýnilegur í skólastarfinu. allir voru sammála um að skólastjórinn væri boðinn og búinn að styðja starfsfólk, væri hluti af hópnum, leitaði lausna með starfsfólki, ætti samræðu við það en sýndi því jafnframt traust og legði mikið í þess hend - ur. Þannig sagði k5: „mér fannst skólastjórn - endur sýna það strax að þeir voru boðnir og búnir að hjálpa okkur í þessu, ótrúlega þolin - móðir þó að aðstæður voru eins og þær voru. Við hjálpuðumst öll að en þau komu manni á réttu brautina.“ k4 sagði ennfremur: „Við höfum fengið mikið svigrúm til að þróa þetta og búa þetta til en alltaf innan faglegs ramma. Það er alltaf verið að ýta manni inn á einhverja braut en ekki verið að segja manni hvað á að gera. mér finnst [skólastjóri] ýta þessu mjög vel af stað og ég hef fengið allan þann stuðning sem ég hef þurft, hvort sem það er persónulegur stuðn - ingur eða einhver vandamál innan teymisins.“ k3 og deildarstjóri bentu hins vegar á að skólastjóri hefði haft mjög mikið að gera og væri upptekinn og að hann væri meðvitaður um að minni tími hefði farið í leiðbeinandi starfs - hætti en hann teldi æskilegt. k3 taldi að innra starfið hefði verið látið sitja á hakanum því svo mikill tími hefði farið í ytra starfið. Hann sagði skólastjórann meðvitaðan um að þess vegna hefði farið minni tími í leiðsögn hans fyrir starfsfólk, svo sem um teymisvinnu. Undirbúningur eiginlegs skólastarfs skólastjórinn, sem tók til starfa í október 2008, er kennaramenntaður og með diplómapróf í stjórnun. Hann hefur 13 ára starfsreynslu sem kennari, deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í nokkrum skólum og rúmlega tveggja ára reynslu sem skólastjóri. Hann sagði tímann fram að setningu skólans hafa verið eins og námsleyfi á köflum, þó að ýmislegt hefði farið á annan veg en fyrirhugað var. að mati skólastjórans var það mikið metnaðarmál fyrir bæjarfélagið að búa vel að skólanum en aðstæður í þjóð - félaginu urðu til þess að um tíma var óljóst hvort fresta þyrfti framkvæmdum enn frekar. í desember var tekin ákvörðun um að halda upphaflegri áætlun. skólastjórinn sagði mikinn tíma hafa farið í umræður um skólann. Hann lýsti fyrstu mánuðum sínum í starfi með eftirfarandi orðum: „Fyrsti mánuðurinn fór eiginlega í að tala við foreldra í hverfinu. Þegar ég mætti á svæðið var byrjað að byggja skólann og fólk þyrsti í að fá svör. Jú, það var skýrslan frá vinnuhópnum, sem var gott, en það þurfti meira. Það var þrýst dálítið á mig. kynningar - fundir með foreldrum. Fólk þurfti að fá svör. svo fór ég í skólaheimsóknir í ... í þrjár vikur, upplifði ég mig sem kennaranema. Fá þetta í blóðið, tala við fólk, svara tölvupósti, setja upp heimasíðuna.“ kosið var í foreldraráð sem tók þátt í því með skólastjóranum að móta stefnu fyrir skólann og það tók einnig þátt í ráðningarferli deildarstjóra. skólastjóranum fannst mikill stuðningur í þessu. Hann tók samtals um 80 starfs viðtöl, mörg við suma. Þegar starfsfólk mætti til starfa í skólann í byrjun ágúst var skólinn eitt allsherjar bygg - ingarsvæði þar sem iðnaðarmenn unnu baki brotnu við að koma öllu í stand. ryk, hávaði og vinnuvélar réðu ríkjum. kraftur kennara og annars starfsfólks fór því þessa fyrstu daga mikið í að færa til ýmiss konar byggingarefni, þrífa ryk og koma fyrir skólagögnum eftir því sem rými tæmdust, og hin faglega vinna þurfti að sitja á hakanum. mikið áreiti var á skólastjórnendur (skóla - stjóra og deildarstjóra) fyrstu vikurnar; það vantaði hitt og þetta, þeir þurftu að hitta iðn - aðar menn og meta aðstæður, kaupa bækur, athuga um sundrútuna og taka við uppþvotta - vélum og skjávörpum sem voru að koma, svo dæmi séu nefnd. Fyrirhuguð hafði verið þriggja vikna fagleg vinna með kennurum áður en skólastarfið hæfist með nemendum um haustið en vegna seinkunar á frágangi skólahúsnæðis fór sú vinna fyrir lítið. eins fór fyrir lestri fræðiefnis sem lýtur að stefnu og sýn skólans. Hins vegar höfðu náðst þrír góðir vinnudagar um vorið með nýráðnum kennurum og deildarstjóra. Þar hafði skólastjór - 51Að undirbúa nám í nýjum skóla Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.