Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 80

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 80
Wrigley (2000) telur að þegar kennarar taki mið af ólíkum menningarlegum bakgrunni nemenda við skipulag kennslunnar geti nem - endur byggt ofan á fyrri reynslu sína í náminu og það eigi þátt í að auka árangur þeirra. Hann bendir einnig á að bætt samskipti stuðli að betra andrúmslofti innan skólans. Wrigley heldur því fram að í menntun felist einnig skiln ingur á því sem er sameiginlegt milli menning ar heima og að nemendur tileinki sér góða framkomu hver við annan. Hafdís guðjónsdóttir (2004) er á sama máli og álítur hún að fræðilegur skilningur aukist strax í kennaranámi og mótun fagmennskunnar hefjist einnig þá. Hún telur að fagmennskan aukist þegar kennarinn íhugar starf sitt með gagnrýnum hætti og leitar nýrra lausna. Við það aukist skilningur hans og þekking á starfinu. Hafdís gerði starfendarannsókn með þátttöku grunnskólakennara þar sem þeir tengdu hug - myndir og skoðanir sínar á kenningum um nám, kennslu og siðfræði og framkvæmdu þær í kennslunni. meðal þess sem fram kom í niður - stöðum rannsóknarinnar var hve fjölbreytt og flókið kennarastarfið var þegar kannaðar voru þær kröfur sem gerðar voru til kennara, sú mikla ábyrgð sem þeir báru og hver staða þeirra í samfélaginu var (Hafdís guðjónsdóttir, 2004). Þessar niðurstöður eru samhljóða niðurstöðum annarra rannsókna meðal kennara í fjölmenn - ing ar legum samfélögum og skrifum fræðimanna sem leggja áherslu á að fjölbreyttir nemenda - hópar, ekki síst hvað varðar uppruna, tungumál og trúarbrögð, geri kröfur um margvíslega þekkingu og skilning kennara á fjölbreyttri reynslu nemenda (Brooker, 2002; gay, 2000; Hanna ragnarsdóttir, 2008, 2010; nieto, 1999; Wrigley, 2000). Rannsóknir á skólastarfi í fjölmenningarlegum samfélögum rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að kennarar og skólastjórar taki virkan þátt í breytingum í átt að fjölmenningarlegu skóla - starfi. Wrigley (2000) rannsakaði í tíu skólum í englandi hvernig bæta mætti námsárangur nemenda, einkum í minnihlutahópum. Þátttöku - skólarnir voru komnir mislangt í að breyta skólastarfinu með fjölmenningu í huga og skólastjórarnir höfðu einnig mislanga reynslu í starfi. niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að ef einhver breyting á að verða í skólastarfi er nauðsynlegt að allt starfsfólk taki þátt í ferlinu. einnig kom fram hve mjög þátttöku - kennararnir voru bundnir af því að fara eftir bresku aðalnámskránni, en í henni voru m.a. fyrirmæli um að efla samræmd próf hjá sjö, ellefu og fjórtán ára nemendum. auk þess var áhersla lögð á tækni, tölvur og raungreinar, en samfélagsgreinar voru aukaatriði. Wrigley taldi að kennararnir hefðu litla möguleika á að fara út fyrir námskrána. Hann áleit að fagleg ábyrgð kennaranna hefði ráðið því að skólarnir útbjuggu námskrár sínar með hliðsjón af aðal - námskrá og sniðu þær að þörfum nemenda. Þá sýndu niðurstöður að kostir samvinnunáms væru miklir meðan erlendir nemendur venjast vinnubrögðum í nýju skólaumhverfi. Loks kom fram mikilvægi þess að sýna öðrum virðingu og að jákvæðar skólareglur, ábyrgð nemenda og góð hegðun stuðlaði að betri skólamenningu (Wrigley, 2000). Þegar niðurstöður Wrigleys eru ræddar í tengslum við hugmyndafræði fjöl - menningarlegrar menntunar, sem gerir ráð fyrir námshvetjandi umhverfi, fjölbreyttum kennslu - háttum, sveigjanleika í námskrám og margvís - legum tækifærum nemenda til að miðla og ræða fjölbreytta reynslu sína (Banks, 2005a; nieto, 1999), má þar finna samhljóm í því að mikil áhersla á greinakennslu og samræmd próf getur hamlað þróun fjölmenningarlegrar mennt unar. Til eru rannsóknir sem fjalla um það hvernig börnum gengur að fóta sig í upphafi skólagöng - unnar. eina slíka gerði Brooker (2002). Hún byggði rannsóknina á þátttökuathugunum í breskum skóla og kannaði skólaaðlögun fjög - urra til fimm ára barna, bæði enskra og frá Bangladesh. niðurstöður sýndu meðal annars að skipulag skólastarfsins gerði það að verkum að ekki var komið eins fram við öll börnin, þó það hafi ekki verið ætlunin. Til dæmis fengu sum börn meira krefjandi verkefni en önnur og taldi Brooker að með því væri hætta á að dregið væri úr kröfum til sumra barnanna. einnig taldi hún að árangur barnanna endurspeglaði fram - komu kennara við þau (Brooker, 2002). ein rannsókn var gerð í Bandaríkjunum sem fjallaði um viðhorf kennara til vinnu með erlend um nemendum á yngsta stigi grunnskóla (Lee, Butler og Tippins, 2007). markmið 80 Rósa Guðbjartsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.