Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 47
Nám og einstaklingsmiðuð kennsla Þar sem nám er meginatriði í öllu skólastarfi er mikilvægt að skilja hvernig nám fer fram. í þeim skóla sem hér um ræðir skal einstaklings - miðuð kennsla höfð að leiðarljósi og athygli því beint að hugmyndafræði hennar. skilgreina má einstaklingsmiðaða kennslu sem viðleitni kennara til að laga kennslu, náms - að ferðir og námsumhverfi að mismunandi getu, áhuga og þörfum hvers einstaklings í námshópi, samhliða því sem leitast er við að styrkja nemendahópinn sem heild. ekki er um að ræða eina aðferð heldur hugarfar sem styðst við margvíslegar lausnir. Lögð er áhersla á að auka sjálfsvitund nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi (Tomlinson, 2004). algengast er að rökin fyrir þeim kennslu - háttum sem falla undir einstaklingamiðaða kennslu séu sótt til hugsmíðahyggjunnar og fjöl - greind arkenningar gardner. gengið er út frá því að auka megi hæfni barna í námi með því að sjá þeim fyrir auðugri námsreynslu (ingvar sigur - geirs son, 2005; rúnar sigþórsson, 2004; Tom - lin son, 1999). Til að auka líkurnar á að nemendur læri á sem árangursríkastan hátt getur kennari haft áhrif á það sem kennt er, aðstoðað nemendur við að tengja námið fyrri reynslu og þekkingu til að það verði þeim merkingarbært og lagað námsumhverfið að þörfum þeirra. að auki geta kennarar sett sig inn í námshæfi (e. readiness) nemenda, áhuga þeirra og námssnið (e. learning profile) til að geta brugðist við mismunandi þörfum þeirra (Tomlinson, 2003). samkvæmt námskenningum hugsmíða hyggj - unnar er litið á nám sem félagslega athöfn þar sem samskipti og samspil við aðra ein staklinga gegnir lykilhlutverki. ekki er gert ráð fyrir að nám geti átt sér stað nema fyrir tilstuðl an og virkni nemandans sjálfs í þekkingaröflun (Falken - berg, 2007). Til að búa til þekkingu er mikilvægt að tala saman, rökræða um hlutina og setja þá í samhengi (Bruner, 1996). Hlutverk kenn arans er, í samstarfi við nemanda, að átta sig á hæfileikum nemandans og fyrri reynslu til að þeir geti í sameiningu fundið leiðir til að byggja raunhæft ofan á þær (Dewey, 1938/ 2000). Hugsmíðaforysta byggist á kenningum hug - smíðahyggjunnar. Þar er gert ráð fyrir því að fullorðnir og börn læri á sama hátt. allir hafi fyrri reynslu sem þeir tengja við það sem þeir læra hverju sinni og úr verður ný þekking og færni. Hugsmíðaforysta krefst samspils allra í samfélaginu og þá er hlutverk forystunnar að sinna gagnkvæmu námi í samfélagi (Lambert, 2003). Mannaráðningar og nýr skóli mannauður, þ.e. rétt fólk á réttum stað, er talinn undirstöðuatriði í hröðum vexti og þróun fyrirtækja en mannaráðningar krefjast mikils undirbúnings, skipulags og vinnu. skilgreina þarf í hverju starfið felst, hver eru sérkenni þess, hvaða eiginleikum starfsmaður þarf að búa yfir og hvað umsækjandi þarf að vita áður en hann tekur starfið að sér. mikilvægt er að sá sem sinnir ráðningunum sýni umsækjendum hollustu og taki á sig ábyrgð á því hvernig til tekst og dragi úr skekkju í ráðningum með því að gefa áreiðanlega og eftirsóknarverða mynd af starfinu sem á að ráða í (Delli, 2003; Torring - ton, Hall og Taylor, 2008). í skrifum schein (2004) kemur fram að áhrif stjórnanda á störf og sérkenni stofnunar eru talin hvað mest á fyrstu starfsárum hennar því sú stefna og sýn sem gengið er út frá í upphafi er gjarnan frá hon um komin og hann er í aðstöðu til að velja fólk til að vinna eftir henni. mannaráðningar eru taldar lykilatriði fyrir faglega þróun skóla og því mikilvægt að skóla - stjóri og jafnvel kennarar séu virkir í ráðningar - ferlinu, en ekki eingöngu utanaðkomandi aðilar. Það er talið ýta undir ábyrgð skólastjóra og kennara á ráðningunni. ef skólastjórar og kenn - arar sjá um ráðningarnar geta þeir með þekk - ingu sinni á sviðinu vakið áhuga um sækj enda á starfinu og ráðið fólk út frá persónu legum eiginleikum þess með tilliti til sérkenna skóla. um leið eru þeir skuldbundnir til að bregðast við niðurstöðum ráðninganna, að styðja við bakið á nýráðnum kennurum og við halda og þróa áhuga og þekkingu þeirra á starfinu (schaefers og Terhart, 2006). í rannsóknum Crosby (2000) og Dipoye (1992) kemur fram að undirbúningur fyrir ráðn - ingar kennara felist yfirleitt í viðtölum. Viðtölin eru hornsteinn ráðningarferlis því að þar eiga sér oft stað fyrstu kynni umsækjanda og þess sem stendur að ráðningunni. Þar hittast þeir aug liti til auglitis og það á sér stað félags legt sam spil þeirra í milli (Delli, 2003). Þættir sem 47Að undirbúa nám í nýjum skóla Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.