Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 62

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 62
um árgangi danskra barna kemur fram að börn sem alast upp í fjölskyldum þar sem ríkir mikill óstöðugleiki eru líklegri til að lenda í erfið leik - um; eðli málsins samkvæmt þurfa þau oftar að skipta um skóla og aðlagast nýjum aðstæð um. rannsóknir alberts Bandura á trú barna á eigin getu benda til að hún byrji að mótast á unga aldri. Þetta gerist í framhaldi af því að barnið fæst við ýmsa hluti og aðstæður í dag - legu umhverfi sínu. Þessar hugmyndir halda svo áfram að þróast lífið á enda, samfara því að einstaklingurinn öðlast nýja færni, reynslu og skilning (Bandura, 1994). Önnur mikilvæg uppspretta hugmynda barnsins um eigin getu er að áliti Bandura svo - kallað félagslegt herminám (e. social modeling). T.d. eflist trú barns á eigin getu ef það sér fyrirmynd, sem það lítur upp til og samsamar sig við, takast vel að leysa viðfangsefni og hljóta umbun fyrir. í langflestum tilvikum eru þessar fyrirmyndir foreldrarnir. Bandura taldi einnig að munnleg hvatning (e. verbal per - suasion) væri líkleg til að styrkja trú á eigin getu, t.d. ef einhver hælir nemanda eða segir eitthvað jákvætt um hann og ýtir undir áhuga hans á að ná ákveðnu markmiði (Bandura, 1994). Wigfield o.fl. (1990) telja að trú á eigin getu (e. self-efficacy), þ.e. sú fullvissa nemenda að þeir geti sjálfir leyst viðfangsefni sem tilheyra ákveðnum námssviðum, svo sem tungu - málum, raungreinum eða samfélagsgreinum, sé sá undirliggjandi þáttur sem best spái fyrir um námsárangur og að slík trú byrji að mótast snemma í lífi barnsins. Þeir byggja þessa stað - hæfingu á rannsókn sinni á nemendum úr 1., 2. og 4. bekk í tíu bandarískum skólum sem stóð yfir í fjögur ár. meginályktun þeirra er að trú nemenda á eigin getu á ákveðnu sviði þróist snemma og að ekki séu bein tengsl á milli þess að nemendum finnist einhver námsgrein spenn - andi eða skemmtileg og trúar þeirra á eigin getu í sömu grein. í rannsókninni kom fram að við upphaf skólagöngu var trú nemenda á eigin getu mismunandi, og þó að þeir tækju þátt í fjölbreyttum námsverkefnum sem sum hver vöktu jafnvel áhuga þeirra og þeim fannst skemmtileg hafði það ekki afgerandi áhrif á trú þeirra á eigin getu á þeim sviðum sem þessi verkefni tóku til (Wigfield o.fl. 1990). simpkins, Davies-kean og eccles (2006) gerðu langtímarannsókn á tengslum milli við - horfa nemenda í 5. bekk til náms á ákveðnum sviðum og námsvals þeirra síðar. meginniður - staða þeirra var sú að viðhorf nemenda á yngri stigum hefðu mikil áhrif á námsval og að þeir nemendur sem hefðu mikla trú á getu sinni á ákveðnum sviðum væru líklegri til að velja nám í háskóla á þeim sviðum. Þessir þættir skýra betur gengi nemenda í námi en námsárangur, menntun og tekjur foreldra. Því virðist trú nem - enda á eigin getu skipta miklu máli fyrir nám í framtíðinni. áleitin spurning í framhaldi af umfjölluninni um trú á eigin getu er: Hvernig má það vera að hugmyndir um eigin getu (eða getuleysi, sé því fyrir að fara) á einu eða fleiri sviðum náms virðist hafa svo mikið forspárgildi um náms - árangur? rannsakendurnir guay, marsh og Boivin (2003) telja skýringuna að finna í eins konar keðju- og hringvirkni þeirra þátta sem að baki liggja, t.d. kyndi sterk trú nemanda á getu sinni undir áhuga hans á að takast á við við - fangs efni; þetta hvetur hann til að beita skil - virkri námstækni, sem síðan leiðir til góðs náms árangurs og styrkir loks trú hans á eigin getu enn frekar. sigrún aðalbjarnardóttir (2007) vekur athygli á mikilvægum þætti í uppvexti barna og unglinga sem rannsóknir sýna að hefur þýðingu fyrir sjálfsmynd þeirra og félags- og persónu - legan þroska og tengist jafnframt námsárangri. Þetta eru þeir uppeldishættir sem foreldrar nota í samskiptum við börn sín. Þeir geta verið leiðandi, þar sem foreldrar ætlast til ábyrgrar og þroskaðrar hegðunar af börnum sínum um leið og þeir eru hlýir í viðmóti og sýna því áhuga sem börnin eru að fást við í skólanum jafnt sem annars staðar; eftirlátir, þar sem for - eldrar eru styðjandi en setja börnum hvorki skýr mörk né hafa miklar væntingar til þeirra; skip - andi, þar sem þeir stjórna með boðum og bönn - um og gera kröfur til barna sinna en eru tilfinningalega fjarlægir þeim og loks afskipta - lausir, þar sem uppeldið einkennist af stjórn- og reiðuleysi. sigrún bendir á að börn og ung - lingar sem alist hafa upp við leiðandi uppeldis - hætti ráða yfir meiri samskiptahæfni, hafa meira traust á sjálfum sér og ná almennt betri námsárangri en þau börn sem búa við annars 62 Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.