Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 44

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 44
Haustið 2006 var myndað teymi til að undirbúa hönnun nýs grunnskóla í þéttbýli utan höfuð - borgarsvæðisins. áætlað var að skólinn tæki til starfa haustið 2008 en upphafi skólastarfs seinkaði um eitt ár í hluta skólahúsnæðisins. Teymið hafði hug á að fara þá leið í hönnun skólans sem notuð hafði verið við hönnun nokkurra skóla á íslandi undanfarið, þ.e. „undir - búningsferli hönnunar, frá hinu almenna til hins sér stæða“1 (e. The Design Down Pro cess) (gerð ur g. óskarsdóttir, 2001). Til samstarfs við teymið voru fengnir fulltrúar hópa úr samfélaginu. Þessi hópur myndaði vinnuhóp sem undir stjórn fyrsta greinarhöfundar leitaðist við að móta sameiginlega sýn á það hvað æski - legt væri að einkenndi starf þessa nýja skóla. Helstu niðurstöður vinnuhópsins voru þær að áhersla yrði lögð á að allir yxu, þroskuðust og lærðu í þessum skóla; bæði nemendur og starfsfólk. einnig að starfshættir einkenndust af samvinnu, víðsýni, virðingu og hlýju þar sem komið væri til móts við ólíkar þarfir einstakl inga og að tekið yrði mið af því að skólinn væri hluti af stærri heild eða samfélagi. enn fremur var lögð áhersla á að starfsfólk skólans yrði ráðið á forsendum skólans (Birna maría svan björns - dóttir, 2006). Tíð notkun hugtaka eins og samvinna, ólíkar þarfir, sveigjanleiki, sjálfs - vitund, tengsl við samfélag, virðing og hlýja gef - ur til kynna að leiðarstef skólans gæti verið námssamfélag (e. professional learning comm - unity) þar sem nýta mætti hugmyndafræði ein - staklingsmiðaðrar kennslu. skólastjóri var ráðinn til starfa til skólans tæpu ári áður en eiginlegt skólastarf hófst. ári síðar réð hann 25 starfsmenn til skólans, þ.e. deildarstjóra, sem er staðgengill skólastjóra, og ellefu kennara auk tólf annarra starfsmanna, úr stórum hópi um sækj enda. að mörgu er að hyggja þegar farið er af stað með nýjan skóla og vert að huga að því hvaða viðfangsefni skuli hafa forgang við undirbúning og upphaf skólastarfs hjá skóla - stjóra sem tekur til starfa á undan öðru starfs - fólki skólans og hverjar væntingar hans og sýn eru á forystuhlutverkið og skólastarfið. Vænta má að mannaráðningar skipi þar stóran sess auk ýmissa hagnýtra og faglegra þátta. í þeim tilgangi að öðlast skilning á þessum þáttum var leitað svara við rannsóknarspurningunum: • Hver er sýn skólastjóra á stjórnunarhlutverk sitt og skólastarf við undirbúning og upphaf skólastarfs í nýjum skóla og hver eru helstu viðfangsefnin? • Hvað lá til grundvallar við ráðningu kennara og deildarstjóra til skólans? rannsóknin er tilviksrannsókn sem fram fór í ein um skóla. Tekin voru einstaklingsviðtöl við skólastjóra, deildarstjóra og fimm kennara skól - ans. auk þess átti sér stað óformleg samræða við skólastjóra og gerðar voru vettvangs - athuganir í skólanum. greint verður frá helstu þáttum sem rannsóknir sýna að einkenni ráðn - inga mál, stjórnunarhætti og árangursríkt skóla - starf og námssamfélag og dregnar ályktanir af niðurstöðunum.2 Fræðileg umfjöllun Þróun skóla er flókið ferli sem felst í því að byggja upp færni innan skólans til að efla nám nemenda. um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar var álitið að árangur nemenda væri einkum háður félagslegum bakgrunni þeirra. smám saman komust menn að því að skólarnir sjálfir höfðu mikið um árangurinn að segja og að skólastjórnendur eða forystan hefði óbein áhrif á námsárangur nemenda (stoll, 2009). Það sem hefur mest áhrif á árangur nemenda að mati reeves (2009) er kennsla, fagleg starfs - þróun, samvinna og tími. allar helstu rannsóknir á skilvirkni skóla sýna að skólastjórnandi hafi, með sýn sinni og forystuaðferðum, mikið um það að segja hvort breytingar og þróun gangi eftir eða ekki (Fullan, 2007). Það á ekki síður við um nýja skóla. Það sem einkennir skilvirka skóla er t.d. að þar er námssamfélag, dreifð forysta, miklar væntingar til nemenda og kennara og samvinna starfsfólks (anna kristín sigurðardóttir, 2006). 44 Birna María Svanbjörnsdóttir, Allyson Macdonald og Guðmundur Heiðar Frímannsson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 1 Þýðing gerðar g. óskarsdóttur, 2001. 2 greinin er byggð á rannsókn sem er hluti doktorsverkefnis fyrsta höfundar. Doktorsrannsóknin hófst haustið 2009 og er rannsóknar- og þróunarvinna í formi starfendarannsóknar. rannsóknin miðar að því að skoða hvort forysta til náms stuðli að námssamfélagi, í hverju hún felst og hvernig megi standa að henni. Leiðbeinendur eru: allyson macdonald og guðmundur Heiðar Frímannsson. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.