Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 100

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 100
af þeim sem töldu að kenna þyrfti náms - greinarnar með sérstökum hætti til þess að þjóna almennu markmiðunum nefndu flestir áherslu á sjálfstæð vinnubrögð. einnig nefndu sumir að til að ná almennum markmiðum þyrfti að leggja áherslu á tiltekin atriði innan námsgreina, til dæmis töluðu tveir raungreinakennarar um að kenna nemendum um eigið umhverfi og annar þeirra sagðist líka leggja áherslu á að tengja kennsluna stofnunum samfélagsins, en þegar þeir skýrðu mál sitt nánar var ljóst að þetta tók engan tíma frá faginu heldur var leið til að miðla náttúrufræðilegri þekkingu með árangurs - ríkum og eftirminnilegum hætti. allir viðmælendur létu sér duga að ræða fá (eitt til þrjú) almenn markmið og enginn kvaðst hafa farið yfir allan listann í almennum hluta Aðalnámskrár og mátað við sína kennslu og sitt fag. * Þótt markmiðalistinn í almennum hluta Aðal - námskrár virtist ekki hafa mikil áhrif á starf viðmælenda minna leiddi frekari samræða um almenn námsmarkmið í ljós að flestir þeirra lögðu áherslu á almennt uppeldishlutverk fram - halds skóla þótt nokkur munur væri á hvað þeir álitu það víðtækt. sumir töluðu eins og það væri sjálfsagt mál að skólinn kenndi holla lífs - hætti, góða siði og upplýst viðhorf. einn sagði t.d. að hann ætti að „búa til víðsýna og rétt sýna einstaklinga.“ sumir voru fáorðir um slík hlut - verk skóla en enginn hafnaði þeim beinlínis. Þau almennu markmið sem flestir nefndu voru: að auka hæfni nemenda til að skilja fréttir eða samfélag sitt og umræðu um það (13 af 18); temja nemendum gagnrýna, fræðilega eða vísindalega hugsun (13 af 18); búa þá undir háskólanám (11 af 18); opna augu þeirra fyrir verðmætum eða siðferðilegum gildum af einhverju tagi (10 af 18); kenna þeim að njóta fegurðar (5 af 18). af þeim sem tilgreindu þetta síðastnefnda, að njóta fegurðar, voru tveir stærðfræðikennarar sem ræddu um fegurð í stærðfræðinni. einn sögukennari talaði um að kenna nemendum að njóta lista með kennslu í menningarsögu. Tveir náttúrufræðikennarar töluðu um að upplifa náttúruna eða skynja hvað hún er heillandi og ég túlka þau ummæli svo að þeir hafi átt við einhvers konar fagurfræðilegt uppeldi. annar þeirra orðaði hugsun sína um þetta efni svona: „Það veitir okkur svona dýpt og mikla lífsfyll - ingu að skilja hvað heimurinn er stórkost legur og hvað þetta er allt skrítið og við erum á fleygiferð í gegnum geiminn.“ Hann talaði líka um stjörnufræði sem góðan undirbúning fyrir lífið því í henni sæju nemendur hvað veröldin er stórkostleg. Hinn náttúrufræðikennarinn ræddi um þröngsýni þeirra sem einblína á „nytjagildi“ náms og spurði í því sambandi: „er ekkert lífsleikni nema það sem við getum gert í kringlunni?“ Hann svaraði spurningunni sjálfur með því að segja: „mér finnst mikil lífsleikni að geta farið út og upplifað náttúruna.“ * almennu markmiðin sem kennararnir nefndu voru nær undantekningalaust nátengd greina - bundnum markmiðum. Flest eða öll markmiðin sem raungreinakennararnir nefndu voru t.d. af því tagi að það lá beint við að tengja þau kennslu í raunvísindum. sem dæmi má taka að fjórir raungreinakennarar af sex töluðu um það sem markmið að bæta umhverfisvitund nem enda eða skilning á náttúruvernd eða umhverfis sjónarmið - um. Tveir töluðu um það sem mark mið að nemendur upplifðu náttúruna eða skynj uðu hvað hún er heillandi. Tveir nefndu skilning á efnum sem tengjast heilsu eða heilsuvernd. ef til vill virðast þau markmið að skilja fréttir, sem fjórir raungreinakennarar nefndu, og hæfni til þátttöku í umræðu um samfélagsmál, sem tveir þeirra nefndu, laus tengd ari við raungreinar. í viðtölunum voru þessi tengsl þó býsna náin, enda nefndu þeir þessi markmið þegar talið hafði borist að erfða - breyttu korni, fréttum af mögulegum stökk breyt - ingum á inflúensuveiru, umhverfis málum eða orkumálum. sögukennararnir töluðu um hæfni til að skilja eigið samfélag og menningu sem almennt markmið og þrír þeirra nefndu gagnrýna afstöðu til heimilda eða upplýsinga. einnig nefndu sumir þeirra gagnrýna hugsun, víðsýni, um - burðarlyndi og hæfni til að setja sig í spor annars fólks og skilja aðra menningu en sína eigin. Þrír af sex sögukennurum voru með athyglisverðar pælingar um samband sögu þekk - ingar við sjálfsvitund og sjálfsþekkingu. einn þeirra sagði til dæmis að það sem mönnum fyndist vera sín eigin heilbrigða skynsemi væri gjarna eitthvað sem ætti sér sögulegt upphaf og 100 Atli Harðarson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.