Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 48

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 48
hafa áhrif á það hvort umsækjandi kemst áfram í ráðningarferli eru t.d. það hvort sá sem tekur við talið og stendur að ráðningunni laðast að um sækjanda og líkar við hann á einhvern hátt, hvort umsækjandi hefur reynslu eða sér fræði - kunn áttu sem hentar því starfi sem sótt er um og hvort hann líkist viðmælanda, svo sem hvað varð ar kyn eða aldur. kinicki o.fl. (1990) benda á að þessi hughrif í viðtölum virðast oft hafa meira að segja um framgang ráðninga en eigin - legir kostir (e. credentials) umsækjanda (Delli, 2003). aðrir þættir sem einnig hafa áhrif á fram gang viðtala og ráðningarferlis eru þjálf un og reynsla þess sem tekur viðtölin, form við tal - anna, stjórnunarlegir þættir og aðstæður í skól - um og samfélagi hverju sinni. sértækar kröf ur um sækjanda, fötlun hans eða veikindi draga gjarnan úr líkum á því að hann sé ráðinn (Delli, 2003). Coleman (1985) og galbo o.fl. (1986) kom - ust að því að við ráðningu kennara sé algengt að höfð séu að leiðarljósi fjögur meginviðmið (Broadley og Broadley, 2004). Það er að persónu legir eiginleikar séu við hæfi, að siðferði og hátterni samræmist stefnu eða menningu skólans, að viðkomandi fullnægi kröfum um nám og loks að hann hafi á valdi sínu þá þekkingu og færni sem til þarf. rannsóknir ralph o.fl. (1998) gefa þó til kynna að vægi viðmiðanna séu mismikil og virðast tvö fyrstu viðmiðin vega þyngst (Broadley og Broadley, 2004). Talið er mikilvægt að kennarar sem ráðnir eru til starfa hafi reynslu af því að vinna með nemendum, séu fjölhæfir og tilbúnir að kenna mismunandi námsgreinar og uppfylli kröfur sem felast í stefnu skólans. einnig er talið mikilvægt að kennarar séu tilbúnir að stýra áhugasviðshópum, séu samfélagslega virkir, hafi reynslu af starfi með foreldrum og hafi jákvæða persónulega eiginleika (Broadley og Broadley, 2004; schaefers og Terhart, 2006). Þegar ráðnir eru til starfa nýútskrifaðir kennarar virðist helst litið til þess að þeir séu samstarfs - miðaðir og að þeir setji nemendur í brennidepil (Broadley og Broadley, 2004). Það skiptir máli fyrir skilvirkni skóla hvaða hug myndir og væntingar starfsfólk hefur um og til náms og hvort þær samræmist stefnu skólans og þeirra sem fyrir eru í skólanum. ef ekki er sam ræmi milli starfsmannastefnu og menntastefnu skóla er spurning hvernig gengur að ná þeim náms mark miðum sem skólinn setur sér. Því er mikil vægt að vanda til verka við ráðningar, ekki síst þegar ráðið er frá grunni í heila stofnun eins og hér um ræðir. aðferðir meginmarkmið rannsóknarinnar var að skilja og varpa ljósi á sýn skólastjóra á forystu hlut - verkið og skólastarfið í nýjum skóla, hvaða við - fangsefni biðu hans og hvað hann hugsaði þegar hann réð fólk til starfa. rannsóknin er tilviks - rannsókn sem gerð var í einum skóla. í rann - sókninni var stuðst við viðtöl og vett vangs- athug anir. Við val á úrtaki var notað til gangs - úrtak (e. purposive sampling). í tilgangsúrtaki eru valdir viðmælendur sem hafa dæmigerða almenna og sértæka reynslu af viðfangsefninu, þ.e. ekki dæmigerða reynslu, og eru taldir henta vel markmiði rannsóknarinnar (katrín Blöndal, 2004; sigríður Halldórsdóttir, 2003). Haustið 2009, þegar skólinn tók til starfa, voru nemendur 150 talsins í 1.–7. bekk. Hann er opinn skóli með opnum rýmum þar sem gert er ráð fyrir teymisvinnu kennara. skólahús - næðið var ekki tilbúið þegar skólastarf hófst. í skólanum eru 25 starfsmenn. Það eru skóla - stjóri, deildarstjóri, ellefu kennarar og tólf starfsmenn sem hafa að aðalstarfi annað starf en kennslu, s.s. skólaliðar, iðjuþjálfi, for - stöðumaður frístundaheimilis, umsjónarmaður húsnæðis og stuðningsfulltrúar. í síðastnefnda hópnum eru ellefu konur og einn karlmaður. kennararnir ellefu starfa í fjórum teymum, þ.e. 1. bekkjar teymi, teymi 2. og 3. bekkjar, teymi 4. og 5. bekkjar og teymi 6. og 7. bekkjar. í hverju teymi starfa tveir til þrír kennarar. íþrótta kennari starfar þvert á teymi. sjö kenn - arar af ellefu í skól anum eru konur og algengast er að starfs reynsla kennara sé fimm til sjö ár. einn kennari hefur áber andi lengstu starfs - reynsluna, sautján ár, og einn kennari er nýút - skrifaður. í stefnu skólans er mikil áhersla lögð á smiðjur þar sem unnið er út frá áhugasviði nemenda og er sveigjanleiki hafður í fyrirrúmi til að mæta mismunandi þörfum nem enda. í stefnunni kemur einnig fram að stuðla skuli að umhyggju og virðingu með jákvæðri aga stefnu (e. positive discipline), samvinnu og teymis - kennslu, að foreldrar og nemendur taki þátt í á - 48 Birna María Svanbjörnsdóttir, Allyson Macdonald og Guðmundur Heiðar Frímannsson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.