Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 82

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 82
norsku kennararnir lögðu áherslu á að styrkja félagslega þætti og samvinnu nemenda. í ljós kom að þeir álitu að flestir erlendu nemendurnir hefðu aðlagast vel norskri menningu, en þeir töldu samt að skólakerfið mætti standa sig betur gagnvart þeim. kanadísku kennararnir sögðu að skólinn reyndi að koma til móts við þarfir allra nemenda. Þeir töldu einnig að nemendur þyrftu að þekkja mismunandi menningu og lögðu áherslu á mikilvægi þess að börnin gætu verið stolt af uppruna sínum. að auki bentu kanadísku kennararnir á að hjálpsemi, virðing og viðurkenning ætti að einkenna hvern bekk (kristín aðalsteinsdóttir o.fl, 2007). aðferð rannsóknin sem hér er fjallað um var gerð vorið 2009. notuð var eigindleg rannsóknar - aðferð. Tekin voru hálfopin viðtöl við þátt - takendur á vinnustað þeirra og var viðtalsrammi með opnum spurningum hafður til hliðsjónar í viðtölunum, sem voru hljóðrituð. að auki voru notaðar upplýsingar úr handbókum hvers skóla, upplýsingar af heimasíðu þeirra og önnur gögn sem viðmælendur létu í té. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Með hvaða hætti birtast viðhorf kennara til kennslu innflytjenda - barna? með því að taka viðtöl við þátttakendur var hægt að fá einlægari umræðu og betri mynd af viðhorfum viðmælenda til kennslu inn - flytjendabarna. kvale (1996) bendir á að mikilvægt sé að spurningar í viðtölum stuðli að jákvæðum samskiptum. einnig þurfi þær að hvetja viðmælandann til að segja frá tilfinn - ingum sínum og reynslu. að mati kvale er mikil vægt að spurningarnar séu stuttar, án fræðilegs orðalags og að þær geti gefið fjöl - breyttar upplýsingar. Helga Jónsdóttir (2003) telur, líkt og kvale, að viðtöl eigi vel við þegar verið er að rannsaka til dæmis viðhorf, þekkingu eða væntingar fólks. Helga bendir líka á að viðtöl henti vel til að svara fyrirfram ákveðnum rannsóknarspurningum og því séu þau mikið notuð við gagnaöflun. að mati kvale (1996) er góður spyrjandi fljótur að velja spurningar, hann þekkir vel umræðuefnið og gefur viðmælandanum tíma til að svara. einnig bendir hann á að góður spyrj - andi geri sér grein fyrir hvaða þekkingu hann óski eftir og hvaða tilgang viðtalið hafi. kvale metur það svo að stundum þurfi að bæta við spurningum í miðju viðtali eða að breyta röð efnisatriða. rúnar Helgi andrason (2003) er á sama máli og álítur mikilvægt að rannsak andinn geti spurt nýrra spurninga út frá svörum viðmælandans og dýpkað þannig þekkingu sína. Hann telur það einnig vera mikilvægt að rannsakandi tjái ekki skoðanir sínar, heldur sé virkur hlustandi sem reyni að skilja sjónarmið viðmælandans. undir þetta tekur Helga Jónsdóttir (2003) og bendir á að rannsakandinn sé virkur hlustandi og sýni skilning með því að endurorða svör viðmælandans og túlka þannig hið talaða orð. gert var ráð fyrir að viðtölin við þá átta einstaklinga sem þátt tóku í rannsókninni yrðu mismunandi. Það var einkum vegna þess að þeir höfðu ólíkan bakgrunn, voru með ólíka menntun og á mismunandi aldri. um þetta atriði fjallar Helga Jónsdóttir (2003) og telur að samræður geti þróast á mismunandi hátt, þótt viðfangsefnið sé það sama, ef sjónarmið einstaklinga eru ólík. í rannsókninni var notað markmiðsúrtak (e. purposive sampling), þ.e. þátttakendur voru valdir sérstaklega vegna þekkingar þeirra á því sem rannsaka átti (Cohen, manion og morrison, 2000). Við val á þátttökuskólum var reynt að finna skóla á höfuðborgarsvæðinu með mis marga nemendur af erlendum uppruna og þar sem fjölmenningarleg stefna væri mislangt á veg komin. allir skólarnir eru heildstæðir með nemendur frá 1.–10. bekk og voru þátttakendur rannsóknarinnar kennarar á öllum aldursstigum. Þannig var reynt að ná betur markmiðum rann - sóknarinnar og fá fjölbreyttara sjónarhorn á viðhorf kennara til kennslu innflytjendabarna. að því leyti var um fjölbreytniúrtak að ræða (e. maximum variation). Haft var samband við viðkomandi skólastjóra og þeir beðnir að nefna tvo kennara hver, sem mögulega vildu gefa kost á sér í rannsókninni. Bogdan og Biklen (2003) taka fram mikilvægi þess að hafa stuðning stjórnenda skólans sem heimsóttur er áður en sótt er um leyfi fyrir rannsókninni til opinberra aðila. Þátttakendur í rannsókninni voru átta kenn - arar, konur á ólíkum aldri og með mislanga reynslu af kennslustörfum, allt frá örfáum árum til yfir 30 ára reynslu. Þær voru ýmist umsjónar - 82 Rósa Guðbjartsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.