Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 20

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 20
eins og að framan greinir var skólaganga þeirra sem bjuggu í sveit stopul og takmörkuð. ekki virðast þó þéttbýlisbörnin hafa verið betur sett að þessu leyti því þetta átti við um allar lífs - sögupersónurnar, með einni undantekningu þó. Þó að menntun allra barna væri lögboðin höfðu skólayfirvöld vald til þess að vísa börnum frá og jafnvel ganga í að útvega þeim vistun á sól - ar hringsstofnunum (sbr. lög um fræðslu barna, 1946). eitt skýrt dæmi um slíkt kemur fram í rannsókninni, en ragnheiður guðmunds dóttir segir í lífssögu sinni: Ég fór í barnaskólann í þorpinu þegar ég var sjö ára. Ég var þar í tvö ár. Ég man lítið eftir skólanum en skólastjórinn sagði mömmu minni að til væri stofnun fyrir sunnan og ég ætti að fara þangað. elstu þátttakendurnir í rannsókninni, þau gunnar Jónsson (f. 1927) og edda guðmunds - dóttir (f. 1935), nutu engrar skólagöngu. erna magnúsdóttir (fædd 1950) var eini þátttak - andinn í rannsókninni sem lauk fullnaðarprófi úr barnaskóla, tveimur árum seinna en jafn - aldrar hennar. eftir það var ekki um neina form - lega skólagöngu að ræða. Hún stundaði nám í sínum heimaskóla og í sögu hennar kemur fram að hún er sátt við skólann sinn og svo virðist sem bæði börnin og kennararnir hafi komið fram við hana sem jafningja. meðan á lífs sögu - skrifunum stóð hafði erna sjálf samband við gamla kennarann sinn. Hann sendi henni bréf sem hér fer á eftir en í því lýsir hann skólagöngu ernu: 25. október 2005. Heil og sæl erna mín! mér er það bæði ljúft og skylt að segja nokkuð frá skóla göngu þinni í sveitinni eins og minni mitt endist til. Þegar þú komst í bekkinn, sem ég hafði kennt í tvo vetur, var ég að hefja mitt 3. ár í kennslu. krakk arnir voru 11 ára og aðeins 18 í bekkn - um. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinn undirbúning um stöðu þína sem nemanda eða upplýsingar frá skólanum, sem þú hafðir verið í. nú þegar þetta er rifjað upp þá tel ég að að - stæðurnar í sveitinni okkar hafi verið þér mjög hagstæðar. Það er fyrst á unglingsárum þínum sem skóla gangan hefði þurft að vera önnur en raun var á. í dag eru sem betur fer fleiri úrræði og möguleikar fyrir hendi. Þú kemur úr stórum systkinahópi, en þeim kynntist ég öllum auk þess að vera nágranni og samstarfsmaður pabba þíns í mörg ár. Bekkurinn okkar var frábær. Öll tóku þau þér vel og sem jafningja í leik og starfi. glaðlyndi, trygglyndi og vinátta, allt eru þetta ríkir þættir í þínu fari, sem hafa reynst þér svo vel í lífsbaráttunni. Tvennt vil ég nefna sem situr í minni mínu. Við höfðum þann háttinn á þegar þið lærðuð ljóð að standa upp og fara með þau erindi sem sett voru fyrir. Oft hljóp kapp í hópinn að skila sem mestu. Þú komst alltaf vel undirbúin, hafðir notið aðstoðar Úrsúlu ömmu þinnar og skilaðir stolt og ánægð ljóðum eins og skúla - skeiði, eggert ólafsson, óhræsið, gunn ars - hólmi og fleiri án þess að blikna. eins minnist ég ritgerð anna þinna. aðeins einu sinni finnst mér ég hafa fundið fyrir alvarlegum vanmætti en þá fékkstu flogakast, sem ég kunni ekkert annað ráð við en að halda þétt og vel utan um þig meðan þetta gekk yfir. elsku erna, ég gæti eflaust grafið fleira upp en læt þetta nægja. Þinn gamli kennari, Björn. eflaust hafa fjölskylduaðstæður ernu ráðið miklu um að hún fékk lögbundna skólagöngu en eins og kennarinn hennar bendir á fékk hún góðan stuðning heima fyrir og henni var tekið sem jafningja bæði í fjölskyldunni og í skólan - um. afstaða kennarans hefur án efa haft mikil áhrif og einnig tengsl hans við fjölskyldu ernu. Þá gekk henni vel að lesa og skrifa og hefur það án efa ýtt undir möguleika hennar á að stunda nám í almennum skóla. Þrátt fyrir nærri þrjátíu ára aldursmun á elstu og yngstu lífssögupersónu rannsóknarinnar voru lög um fræðslu barna frá 1946 í gildi á upp - vaxtarárum þeirra allra sem og lög um fávita - hæli (1936). af framangreindu má sjá að oftast náðu almenn lög ekki til barna sem á einhvern hátt uppfylltu ekki þau skilyrði sem skólarnir settu. Þá virðist líka sem skólaganga margra hafi ráðist af tilviljunum og eins að fjöl skyldu - gerð hafi ráðið einhverju þar um. Líf og aðstæður barna og ungmenna á stofnun - um Hér á eftir verður reynt að svara því hvernig þær fjórar lífssögupersónur sem fluttu á barns- eða unglingsaldri á stofnanir upplifðu flutn - inginn, stofnanalífið og aðstæður sínar þar. enn fremur er fjallað um möguleika þeirra á fræðslu 20 Guðrún V. Stefánsdóttir Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.