Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 10
8
GRIPLA
Verkafólk í Tyrkjaveldi var flest hertekið fólk í ánauð og vann eink-
um í borgum, til að mynda við vefnað í Bursa í Litlu-Asíu sem var
mikilvægasta verslunarborg Tyrkjaveldis og hlið viðskipta milli austurs
og vesturs. Lög múhameðstrúarmanna um þrælahald voru upphaflega
sótt í Gamla Testamentið og fornlög Grikkja og Rómverja, en urðu að
mörgu leyti sveigjanlegri en fyrirmyndirnar sem fram kemur í því að í
hinum vestræna kristna heimi varð ekki undan þrældómi komist nema
með flótta, uppreisn eða sjálfstortímingu eins og skýr dæmi eru um af
sykurekrum Dana í Vestur-Indíum á 17. og 18. öld. Herteknu fólki í
Tyrkjaveldi gafst hinsvegar kostur á að kaupa sig úr ánauð fyrir ákveð-
ið vinnuframlag eða fé enda litið svo á samkvæmt lögum múhameðs-
trúarmanna að frelsi sé grundvallarþáttur mannlífs en ánauð hræran-
legt ástand; hinir ánauðugu þar lifðu því ávallt í von um frelsi og fengu
það stundum af réttlátum húsbændum óumbeðið.2 Þar sem ein undir-
staða Tyrkjaveldis var ánauðugt vinnuafl var þar tryggur markaður á
lifandi fólki; ein heimild greinir að á seytjándu öld hafi 20.000 hertekn-
ir komið árlega til Istanbúl einnar.’
Veldi Tyrkja hnignaði eftir 1590, skipulagðar herbækistöðvar þeirra í
borgum og þorpum féllu í niðurníðslu, aðalvopn þeirra voru þá enn
bogi og örvar og bjúgsverð sem ekki stóðust gegn púðri óvina; efna-
hagskreppa steðjaði að ríki soldáns, óvinaherir sóttu að og í andlegri
menningu var ekki leitað endurnýjunar eða útsjónar útfyrir landamæri
soldáns, en hámenning Tyrkjaríkis var hallarmenning bundin við Istan-
búl þar sem voru hópar skapandi lærdóms- og listamanna sem voru
ánauðugir, en dreifðust að boði síns herra eftir hæfilega hallarvist um
hið víðlenda ríki. Hersveitir janitsjara, sem upphaflega voru sendar til
eftirlits í borgum í úthéruðum, tóku með tímanum völdin hver á sínum
stað og gerðust yfirstétt í borgunum og rökuðu að sér auði með skatt-
lagningu og fríðindum, en janitsjarar voru sjálfir skattfrjálsir. Mið-
stjórnarvaldið í höll soldáns í Istanbúl missti því tökin á úthéruðum og
gilti það ekki síst um héruðin í Norður-Afríku.
Þar, á útjaðri ríkisins í vestri, er Alsír þar sem grísku bræðurnir
Halil Inalcik. Tlie Ottoman Empire. The Classical Age 1300-1600. London 1973, 87-
88, 121-125, 160; Christopher Lloyd. English Corsairs on the Barbary Coast. London
1981, 112; Murray Gordon. Slavery in the Arab World. New York 1989, 38-39, 41. Sbr.
Tlie Quran. Ensk þýð. Muhammad Zafrulla Khan. London 1981, 2: 178; 90: 14.
3 Halil Inalcik. The Ottoman Empire, 78.