Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 35
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
33
merkri grein.7" Hún sýnir fram á að skrifari handritsins er Grímur
Bergsveinsson (f. um 1597, d. 1669) prestur í Görðum á Akranesi, og
bendir á að handritið hafi orðið til á tímabilinu 1635-1669.7' Mariane
Overgaard fann danskar heimildir fyrir nokkrum sögum í 124, en ekki
þó fyrirmynd þáttarins um siði Tyrkja.77 Fyrri hluti þess tíma sem hún
ætlar að 124 hafi orðið til á er sú hin sama tíð og flestar ritaðar heim-
ildir um Tyrkjaránið á íslandi urðu til á. Efni þáttarins er trúlega að
einhverju fengið úr erlendu landlýsingariti,73 en ekki er þó útilokað að
eitthvað efni í þættinum af Tyrkjum í 124 sé dregið úr íslenskum frá-
sögnum og að hann eigi því heima meðal íslenskra heimilda er snerta
Tyrkjaránið 1627. Skal nú vikið að þessu nánar.
í næstsíðasta kapítula Tyrkjaránssögu segir Björn á Skarðsá að hver
sem vill heyra af Tyrkjum „um þeirra fatnað, hegðan, athafnir, siði,
trúarbrögð, kirkjugaungu, dómahátt, kvonbænir, brullaupshátt og ann-
að fleira“ megi skoða bæklinga „síra Ólafs og Einars.“74 í lok kapítul-
711 Mariane Overgaard. AM 124 8vo: En islandsk schwank-samling. Opuscula Vol.
VII (Bibliotheca Arnamagnæana Vol. XXXIV), Kh. 1979, 268-317.
71 ívitnuð ritgerð, 268-269. - Þess má geta að Grímur Bergsveinsson er sjöundi í röð-
inni af sautján kennimönnum, næstur á eftir síra Hallgrími Péturssyni, meðal kenni-
mannanna sem ályktuðu með Brynjólfi biskupi Sveinssyni á prestastefnu á alþingi 1663
um skip landinu til varnar gegn Tyrkjum og getið var hér framar, s. 30.
1~ fvitnuð ritgerð, 288. - Overgaard tekur fram að rannsókn sín nái ekki út fyrir
prentaðar danskar bækur og sé því ekki tæmandi, s.r., 283.
73 Fjölmörg merkileg landfræðirit og ferðasögur eru til útgefin og í handritum frá 17.
öld sem fjalla um Tyrkjaveldi og eru sum fróðlega búin samtímamyndum. Fyrir góðfúst
liðsinni Háskólabókasafns (millisafnalán) fékk ég léð örfá slík til landsins til þess að
leita fyrirmynda Tyrkjaþáttanna. Benda má hér á að í riti Sir Godfrey Fisher: Barbary
Legend. War, Trade and Piracy in North Africa 1415-1830. Oxford 1957, er vönduð rita-
skrá og sagt ögn frá inntaki sumra ritanna sem þar eru talin, ennfremur er yfirlit um
áþekk rit í bók Harold Bowen: British Contributions to Turkish Studies. London 1945,
sjá ennfremur ritaskrá í riti Halil Inalcik: The Ottoman Empire. London 1973. Fróðlegar
myndir sem Vera Zimányi valdi margar úr handritum er lýsa siðum og venjum f Tyrkja-
veldi á fyrri öldum og voru sumar áður óbirtar eru prentaðar í: Klára Hegyi. The Otto-
man Empire in Europe. Budapest 1986. Af einstökum gömlum ritum má nefna hér til
dæmis: Diego Haédo. Topographía e Historia General de Argel. Valladolid 1612; Hans
Dernschwam’s Tagebuch einer Reise nach Konstantinopel und Kleinasien (1553-1555),
ed. F. Babinger, Múnchen 1923; M. Merian. Neuwe Archontologia cosmica... Frankfurt
a.M. 1638; E.W. Happel. Thesaurus exoticorum oder... Beschreibung von Tiirkey. Ham-
burg 1688.
74 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 294-295.
2 Gripla IX