Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 105
TRÚSKIPTI OG PÍSL í HRAFNKELS SÖGU
103
hefði þurft að skýra vægi þeirra fyrir samtímamönnum höfundar
Hrafnkels sögu (Sverrir Tómasson 1994:795). Dæmisögur um ofmetnað
sem leiddi til falls voru ennfremur kunnar á miðöldum. Andersson
leiðir að því getum að Hrafnkels saga bergmáli söguna um Nebúk-
adnesar sem hrakinn var frá ríki sínum sökum ofmetnaðar síns og
mátti þola útlegð í sjö ár þar til hann endurheimti fyrra veldi sitt
(1988:296-301). Hrafnkell er slíkur höfðingi en þó eru hinar trúarlegu
línur svo skýrt dregnar að lesanda grunar að meira búi undir.
Þol Hrafnkels er reynt til hins ýtrasta. Hann gefst ekki upp og kýs,
ólíkt píslarvottinum, lífið þegar Sámur setur honum úrslitakosti. Hann
er ungur maður, með ómegð mikla, eins og Sámur segir, og heldur í líf
sitt til að sjá fólki sínu farborða. Og hann leggur ekki upp laupana þeg-
ar á nýtt ból er komið. í beinu framhaldi af þessum atburðum og burt-
för Hrafnkels austur yfir Lagarfljót, er sagt frá því hvernig hann byggir
veldi sitt upp að nýju; hvernig hann rís upp úr öskunni, eins og fuglinn
Fönix forðum. Nú tvíeflist hann og bú hans:
mátti svá at kveða at náliga væri tvau hQfuð á hveriu kvikendi
(14. k.).
Þessi athugasemd um búskaparhætti á Hrafnkelsstöðum hefur verið
skilin sem vísun til frjósemistrúar Hrafnkels; hún tákni vernd Freys og
velþóknun á vígi Einars (Jón Hnefill Aðalsteinsson 1990-2:80-1; Meulen-
gracht Sprensen 1992:64). Hún kemur í kjölfar písla Hrafnkels, en þó
áður en hann gengur af heiðinni trú. Ég held að væri sönnu nær að
geta líkinda með þessari klausu við annan þolinmóðan höfðingja sunn-
an úr löndum. Job er höfðingi af öðru sauðahúsi en Hrafnkell, en þó
kemur fram svipuð hugsun í íslenskri hómilíu, þar sem hégóma ber
mjög á góma. Eftir þrengingar, sem Job verður að þola af völdum Sat-
ans, er sagt að hann hafi fengið
[fé] halfu fleira en fyrr bæði naut ok sauði ok ulfalda ok asna ok
svá húskarla ok *ma[nsmenn]
(The Icelandic Homily Book 44v; stafsetning samræmd hér).
Honum eru launuð þolgæðin og æðruleysið, líkt og Hrafnkatli, með
ávöxtun búfjár síns og búaliðs.
Hrafnkell hefur þolað miklar hremmingar. Hann hefur vaknað upp
sem nýr maður, fyrir austan Lagarfljót, óheillamegin við ána, ef marka
má orð draummannsins við föður hans. Hann hefur skilið við hinn