Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 13
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
11
II. Sunnan úr Alsír til Islands
Vani sjóvíkinga frá Alsír var að sigla í flotum og vorið 1627 komu að
íslandi fjögur skip þaðan að sunnan. Skipkoman er kölluð Tyrkjaránið í
íslenskum heimildum. Eitt skipanna lagði að landi við Grindavík nærri
Jónsmessu, önnur tvö sigldu til Austfjarða og þrjú skip komu til Vest-
mannaeyja um miðjan júlí. Sjóræningjamir að sunnan gerðu strandhögg
á þessum stöðum á íslandi með líkum hætti og tíðkuð höfðu verið lengi
í ránsferðum við Miðjarðarhaf. Þeir skemmdu og hertóku fólk og fé,
nær 400 manns tóku þeir í skip sín, þar af 242 úr Vestmannaeyjum," og
sigldu burt með herfang sitt og seldu fólkið í ánauð, flest í Alsír en einn-
ig í Sale í Marokkó.12 Flestir hinna herteknu voru íslendingar, en einnig
Danir sem teknir voru á kaupskipum og verslunarstöðum landsins.
Fáeinir hinna herteknu komu aftur til íslands 1628 eða síðar, meðal
þeirra var síra Ólafur Egilsson sem sendur var burt úr Barbaríinu til
þess að ná í fé af kóngi sínum, Kristjáni fjórða, til þess að borga út
konu sína og börn, og hinir herteknu Islendingar sem eftir sátu væntu
þess að kóngurinn léti frelsa þá fyrir árnað síra Ólafs.13 í kristnum ríkj-
um var þegar um 1200 starfað að endurlausn kristinna manna sem her-
teknir voru í ríkjum Tyrkjasoldáns og settar voru á fót stofnanir sem
lögðu fram ráð og fé þeim til lausnar; á Italíu stofnsetti Gregoríus XIII
páfi Opera Pia della Redenzione de’ Schiavi árið 1581, aðrar slíkar
stofnanir eða reglur voru t.d. á Spáni, í Frakklandi og í Hamborg.14
Ríkir menn keyptu sjálfir frelsi sitt,15 en safna varð fé til lausnar öðr-
11 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 366.
12 Skipið sem rændi í Grindavík mun hafa selt afla sinn í Sale, reyndar nefna sumar
íslenskar heimildir í hennar stað Chyle eða Kyle sem er óþekkt borgarnafn á þessum
slóðum, en Sale var kunn sjóræningjaborg, sjá Tyrkjaránið á íslandi 1627, 374-375, sbr. 2,
223, 230, 231, 269; Braudel. The Mediterranean II, 860, 870, 971.
13 Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Sverrir Kristjánsson sá um útgáfuna. Rvk. 1969,
72; Tyrkjaránið á íslandi 1627, 158, 374.
14 F. Braudel. The Mediterranean II, 887-888; Lloyd. English Corsairs, 120-124.
15 Einar Loptsson keypti sér frelsi fyrir eigið erfiði hjá Tyrkjum með því að brenna
brennivín og gera prjónahúfur, Tyrkjaránið á íslandi 1627, 286, en af íslendingum sem
keyptu sér frelsi fyrir eigið fé eða ættingja sinna á íslandi er einungis vitað um Benedikt
Pálsson bartskera í Hamborg, sonarson Guðbrands biskups Þorlákssonar, en hann var
meðal þeirra sem herteknir voru þegar tekin voru þrjú Hamborgarskip 1633. Honum var
sent fé af íslandi til útlausnar og kom aftur 1636, sjá Biskttpa sögur II. Kh. 1878, 701;