Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 225
CHRISTIAN WESTERGÁRD-NIELSEN
223
ráðinn umsjónarmaður á stúdentagarðinum Nordisk Kollegium 1946
og viceefor 1949-56. Ég minnist þess, þegar ég fékk inni á Nordisk
Kollegium á árunum 1954-56, að þá sat Chr.W-N löngum stundum,
einkum síðla dags, yfir próförkum á skrifstofu sinni og hafði stúdenta
sér til aðstoðar við samanburð og könnun heimilda, en sat oft og einatt
sjálfur við vinnu langt fram yfir miðnætti. Það háði honum nokkuð
sem útgefanda, að hann réð ekki auðveldlega við þá smásmugulegu
nákvæmni sem til þarf, að taka texta stafrétt eftir handritum eða göml-
um prentuðum bókum og meðal annars þess vegna mun hann hafa
fengið sér aðstoðarmenn til að tryggja að frágangur væri í lagi. Ef svo
vildi til að ég kæmi á Kollegíið um tvöleytið að næturlagi og liti inn í
setustofu átti ég á hættu að rekast þar á Chr.W-N, en það gat kostað
klukkutíma samtal, og yfirleitt var það ekki hann sem sleit samtalinu.
Bæði var, að maðurinn var forvitinn og þurfti margs að spyrja, enda
vissi hann ótrúlega mikið um menn og málefni á Islandi, og sjálfur
hafði hann frá mörgu að segja og sagði vel frá, enda sögumaður með
ágætum. Satt að segja var freistandi að líta inn í setustofuna áður en
gengið var til náða og athuga hvort kostur væri á skemmtilegum sam-
ræðum, enda þótt það kæmi niður á næturhvíldinni.
Christian Westergárd-Nielsen kom í fyrsta skipti til íslands tvítugur
stúdent árið 1930 og var þá í hópi danskra stúdenta sem komu á al-
þingishátíðina á Þingvöllum; hann var aftur hér á landi árin 1932-33,
en þau ár gegndi hann herþjónustu og var þá til aðstoðar dönskum
landmælingamönnum og ferðaðist víða um landið, mest á hestum, og
enn var hann hér á landi árið 1937. Undirstöðu að íslenskunámi hafði
hann fengið í menntaskóla. Á þeim árum var sú grein hluti af móður-
málskennslu í dönskum menntaskólum sem Danir nefndu oldnordisk.
Þeir sem það nám stunduðu lásu Oldnordisk lœsebog eftir Ludvig EA.
Wimmer og fengu dágóða undirstöðu í norrænni málfræði. Sú undir-
staða kom Chr.W-N að góðu gagni, og á ferðum sínum á Islandi náði
hann því valdi á málinu að enginn gat heyrt annað en að íslenska væri
hans móðurmál. Ég hef séð löng bréf sem hann skrifaði vini sínum eft-
ir seinna stríð, prýðisvel stíluð á lýtalausri íslensku.
Eftir ferðir sínar til íslands hygg ég ekki ofmælt að segja að
Chr.W-N hafi tekið ástfóstri við landið, og í Kaupmannahöfn leitaðist
hann við að hafa samband við íslendinga. Hann var ritari félagsins
Dansk-Islandsk Samfund árin 1940-57, sá um árbók félagsins 1946-52
og var í stjórn þess til 1959. Hann hafði mikinn áhuga á menningarleg-