Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 38
36
GRIPLA
sveinssonar í Görðum, var gift Jóni, syni Guðmundar Narfasonar á
Hálsi í Kjós, og Þóra, systir Jóns, var gift Eyjólfi, syni Guðríðar og séra
Hallgríms í Saurbæ, en Eyjólfur bjó á Ferstiklu. Sæmundur Narfason
var bróðursonur Jóns og Þóru.83 Ekki hefir verið löng leið að fara með
ritverk milli skyldmenna og granna af Akranesi um Hvalfjarðarströnd
og ofaní Kjós.
Þátturinn um siði Tyrkja er prentaður hér eftir 124. Athugasemda-
laust er leyst upp úr böndum sem öll sýnast auðskilin. Tekið skal fram
að skrifað er „þeyr“ fullum stöfum sjö sinnum og „þeyrra" tvívegis og
er þeirri stafsetningu haldið hér þegar leyst er úr böndum. Sýnt er neð-
anmáls hverju helst munar í orðum á milli 124 og 583 en ekki hirt um
mun í stafsetningu.
V. Úr AM 124 8vo
De Æconomicis: - Umm Buande fölk og þeyrra sidveniu j
TyrkiaRijkenu: -
Þetta er Sidvenia þeyrra j Slavonia, þeyr hallda meir af hiönabandz-
lifnadenum, og þeim sem hann hallda,84 enn þeim sem eru fyrer vtann
hann, og bua sig med þad fyrsta til þess, og lata kennemenn sam-
teyngia sig vid 'sitt' konuefne j kyrkiunne: Þegar kuinnur gypttast þar,
þá fylger þeym eingenn heimannfylgia, med þui madurenn hann85
segir bl. 17r. Þátturinn af Ormi er ótvírætt meö sömu hendi og AM 583 c 4to en varla er
sama hönd á Þorsteins þætti uxafóts, en þátturinn virðist skrifaður í fjórum atrennum og
skiptir um blek í hvert sinn. A ytri spássíu á bl. 3v í 583 d stendur „Jon Halldorzson a
kverid" en ekki er það sama hönd og skrifar um Jón á bl. 14v í 583 c, en líklegast er þó
að 583 c og 583 d hafi upphaflega tilheyrt sömu bók. Neðst á bl. 17r og á 17v í 583 d er
ýmislegt skrifað og kemur þar fram að Bergsveinn Sölmundsson léði öðrum bókina,
Bergsveinn var hreppstjóri og bjó á Hrafnkelstöðum í Garði árið 1703, sjá Manntal á ís-
landi, 6.
83
Sýslumannaœfir, IV 43-44; Jón Samsonarson. Æviágrip Hallgríms Péturssonar eft-
ir Jón Halldórsson. Afmœlisrit til dr. pliil. Steingríms J. Þorsteinssonar. Rvk. 1971, 79, 88.
84 og þeim - hallda] + 583.
85 hann] + 583.