Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 77
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
75
klífa, lágt að falla“ hefur danski þýðandinn bætt við frá eigin brjósti.
Þýski textinn er einfaldlega: „Mancher wer ein behalten Mann, het er
hoffardt vnd pracht gelahn.“ ÓJ þýðir: „vid hielldist margur veralldar
mann, ef volz og dramb aflegdi hann.“ HP fer í þessum vísuhelming
eigin leiðir: „lijtelaatann landsman/zasid / laat þier nægast ad blijfa vid.“
í þessu erindi sést því að NN notar danska textann óháð HP.
16. erindi (Q) fær allt annan blæ í dönsku þýðingunni en í þýska
textanum. Á þýsku er þetta erindi fyrst og fremst hvatning um að forð-
ast illt umtal og ÓJ fylgir þeim texta að venju:
Quadt von niemandt gedenck noch sprich, Quisa nie ætla ei jllt vm man/i,
denn kein Mensch lebet ohn gebrech: þui einginn hier syndlaus lifa kann,
Redstu alles nach deinem willn, en/i ef þu rausar allt huad villt,
man wird dich gar bald wider stilln. einhuer v//i sijder fær þig stillt.
í dönsku þýðingunni snýst þetta erindi hins vegar um það að sýna
nærgætni þeim sem líður á einhvern hátt illa: „Quide och angest berer
mangen hoss sig, / om du dett seer, du frytter dig ey; / om nogen enss
byrder tunger will gipre, / kan hende sig han dett sellff hiem f0re.“
Þessi merking helst í báðum hinum íslensku þýðingunum. NN hefur:
„Qvida syst auker hriggvum hug, / hrell ej þan/7 mæder sorg óflug, /
hvór þad giórer med hædnessid / henda kan// sialfan/7 mötlætid.“ Og
HP: „*Quilludu/77:w hug sem sturlar stigd, / stærre ska//t þu ei auka
hrigd, / golldeí/ ma verda aptur eins / sem odrum giorer þrátt til
meins.“ í þýðingu Hallgríms virðist jafnvel vísað til þeirra sem eru á
einhvern hátt andlega vanheilir.
í 17. erindi (R) eiga þýski og danski textinn ekkert sameiginlegt. Á
þýsku er þetta erindi hvatning um að leita til Guðs í hverri neyð, en á
dönsku áminning um að forðast hroka og keppa eftir hógværð.
Á þýsku segir:
Ruff Gott in allen nóten an,
er wird gewiBlich bey dir stahn,
Er hilfft eim jeden auB der noth
der nur nach seinem willen thut.
Og ÓJ þýðir:
Riett bid þin/7 Gud j raunu/w alltijd,
reinast mun þier hans hiavist blijd,
hialp hí7ns vr neyd fær huer og ein/7 sa,
sem hans vilia giorer stunda a.
Danska þýðingin er eins og áður segir efnislega allt önnur og NN
fylgir þeim texta:
29
Quillududum hdr.