Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 208
206
GRIPLA
skylldi hon hafa Legit, eðr sva sem sofit i þeÍRÍ Liuflings Leiþslu,
hnossirnar hafþi hon fengit syniligar, enn hvert sa Ari sonr henn-
ar var Mársson eðr Karsson er i efanum, sem fleira annat. Su
Katla var dottir Hergilsar or Hergilsey, hans faðir Þrandr
Miobeine sem nam Flatey.
(Sth. papp. 38 fol. bl. 96v; vœntanlegt í útgáfu Einars G. Péturs-
sonar)
Næst segir Jón frá Skíðarímu og nefnir þá „heilagra manna Leiðslr
af þeim gomlu skrifaðar, sem nu eru forkastaðar“. Þannig má álykta að
hann hafi tengt bæði Kötludraum og Skíðarímu við leiðslubókmenntir.
I máli Jóns kemur og fram að Kötludraumur sé „gamalt ljóð“ og út-
breitt í öllum landsfjórðungum. Ekki verður þó sagt með vissu hvað
má álykta um aldur kvæðisins af orðum Jóns: Hvað gat hann til dæmis
vitað um aldur höfundarlauss kvæðis með þjóðsagnaefni sem er þekkt
víða að? Mikil útbreiðsla þarf heldur ekki að vitna um háan aldur því
að við vitum ekki hvað kvæði var lengi að breiðast út um allt land og
ná vinsældum fyrir daga nútímafjölmiðlunar. Eins er alls óvíst hvaða
gerð eða gerðir kvæðisins voru á sveimi um ísland á dögum Jóns lærða,
eða hver hin *upphaflega gerð var ef kvæðið var þá þegar orðið mjög
gamalt. Var það A gerð eða B gerð eða einhver allt önnur gerð?
Aðra heimild, álíka stuttaralega, má rekja eftir krókaleiðum aftur til
daga Jóns lærða. Á efri árum ritaði Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705-
1779) á miða við eg bý í orðabók sinni að Kötludraumur hafi verið með
í álfariti sem Þormóður Torfason (1636-1719) eignaði sr. Einari Guð-
mundssyni á Stað á Reykjanesi (16./17. öld). Á miða þessum virðist
Grunnavíkur-Jón rugla riti Einars saman við Philosophia naturalis sem
hann hafði áður eignað Sigurði Stefánssyni („Sigvardus Stephanus, et
Sigurdus Stephanius"), skólameistara (d. 1595), eins og Jón Samsonar-
son (1967:251) hefur bent á. Athugasemd Grunnavíkur-Jóns er svona í
útgáfu nafna hans Samsonarsonar:
item Rector qvidam Schalholtinus, Einar nomine, ut accepi,
tempore Episcopi Brynoolfi, vel circiter florens, et munere ibi-
dem Rectorali Scholæ fungens. Latiné conscriptum, in qvo dictos
Spiritus vocat Latine Essentias subterraneas, et Semi-homines.
Scriptum verö id suum Philosophiam Naturalem multa ibid. fri-
vola allegata, ut Kótlu Dræm (Somnium Katlæ) et similia.
Jón Helgason (1926:113) hélt þessum ritum ekki heldur alveg aðgreind-