Gripla - 01.01.1995, Side 86
84
GRIPLA
Der meditierend-deiktische Charakter groBer Teile der Dichtung
dieses Zeitalters laBt ein Thema immer wieder in den Mittel-
punkt der Betrachtungen rticken: Virtus. Die Tugend zeichnet
den vir doctus et sapiens aus; in der neulateinischen Dichtung
wird dies Ideal oft behandelt, und die gelehrten Poeten des 17.
Jahrhunderts uberfiihren es in die Dichtung ihrer Mutter-
sprache.40
í þýska kvæðinu er lögð áhersla á kristilegt hugarfar, t.d. að treysta
Guði og leita til Guðs í nauðum; önnur heilræði eru almennari, t.d. að
varðveita heiður sinn, gæta tungu sinnar og vera iðjusamur. Mörg at-
riði snúast um mannleg samskipti svo sem að vera auðmjúkur gagnvart
yfirboðurum en sýna um leið lægra settum fulla virðingu, láta ekki
blekkjast af smjaðri, sýna þakklæti (í verki), hafa stjórn á skapi sínu,
vera fús til að læra af öðrum. Talsvert er fjallað um afstöðu til fjár-
muna, menn eiga ekki að stæra sig af þeim; þeir eiga að meta frómt líf-
erni meira en auðæfi og vera örlátir við fátæka. Auk þess eiga menn að
taka mótlæti með jafnaðargeði, vera réttvísir í dómum, forðast prjál,
forðast baktal og gera það sem rétt er án tillits til þess hvað öðrum
finnst. Einnig er talað um að treysta Guði í hernaði.
Sömu dygðir eru í hávegum hafðar í dönsku þýðingunni en áhersl-
urnar eru sums staðar aðrar. í 11. erindi þar sem talað er um að taka
mótlæti með jafnaðargeði er t.d. í dönsku þýðingunni talað um að láta
hvorki meðbyr né mótvind (lykke og ulykke) koma sér úr jafnvægi. í
16. og 17. erindi í þýska kvæðinu er í raun um endurtekningu að ræða,
þar er aftur talað um að forðast baktal eins og í 3. erindi og síðan um
að leita til Guðs í nauðum eins og í 1. erindi. Þar bætir danski þýðand-
inn nýjum atriðum við, að sýna nærgætni þeim sem eiga um sárt að
binda og forðast sjálfshól. Þegar varað er við skaðsemi veraldarinnar í
þýska kvæðinu er í dönsku þýðingunni bætt við hvatningu um að leita
eftir góðum félagsskap guðhræddra. W-erindið á dönsku er eins og áð-
ur segir óháð bæði V- og W-erindinu á þýsku. í þrem síðustu erindun-
um (X, Y, Z) hefur danski þýðandinn upphaf hvers erindis mjög svipað
og í þýskunni en botnar það með eigin útleggingu, eins og kemur fram
hér að ofan. í stað þess t.d. að enda síðasta erindið með þeim orðum
40
Friese. Nordische Barockdichtung, 144.