Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 209
KÖTLUDRAUMUR
207
um í bók sinni um Grunnavíkur-Jón þar sem hann gerir eftirfarandi at-
hugasemd þegar hann getur um að sagan af slysadauða Sigurðar skóla-
meistara Stefánssonar (sjá hér aftar) sé skráð við „ljúflingur" í orða-
bók Grunnavíkur-Jóns:
Svo nefnir Jón hann [þ.e. Sigurð] rjett í Add 3 fol 100 r, en í
orðabókinni er hann kallaður Stefán (við ,,álfur“) eða Einar (við
„eg bý“). Jón hefur lesið álfarit hans [Sigurðar? Einars?], og get-
ur hann þess fyrst í brjefsútdrætti til Vigfúsar Jónssonar 1732:
„Beðinn að spyrja föður sinn, hvert sra. Ólafur Jónsson gamli
skólameistari er author til skrifsins um drauga og álfa, er á latínu
skiftist í tvo libros, kallast þar Philosophia naturalis. 1. cap. inni-
heldur geniorum seu umbrarum examen etc.“. Alfar voru í þessu
riti kallaðir essentiæ subterraneæ og semihomines. Kötludraum-
ur var tekinn þar upp. - Sbr. Landfræðissögu II 26, Skóla-
meistarasögur 83, 213.
Ekkert er sagt um Kötludraum í þeim bókum sem Jón Helgason nefnir
og svo virðist sem hann telji Einar á miðanum aðeins vera nafnarugl-
ing fyrir Sigurð skólameistara - en það væri ákaflega merkilegt ef
Kötludraumur hefði verið í riti Sigurðar, Philosophia naturalis, því að
hann dó árið 1595. Svo var þó ekki.
Af Einari Guðmundssyni er það að segja að hann er talinn fæddur á
bilinu 1585-90 og var orðinn prestur 1614. Nú eru aðeins varðveitt end-
ursögð brot úr álfariti hans í latínuformála Þormóðs Torfasonar að
Historia Hrolfi Krakii (útg. 1705) en Þormóður var bróðursonur konu
Einars og kynntist honum í æsku. Einar Ól. Sveinsson (1942) gaf brotin
út í íslenskri þýðingu í 7. bindi Blöndu. I formálanum fjallar Þormóður
meðal annars um sannindi Hrólfs sögu og segir hana fulla af skröksög-
um þó að þeir séu til sem telji slíkar sögur sannar. Því til staðfestingar
vitnar hann í lifandi huldufólkstrú eins og hún birtist í riti sr. Einars.
Þar kemur að hann ræðir um huldukonur sem hafi átt börn með
mennskum mönnum, og beri þau til skírnar, en það hafi þó oft farið á
annan veg eins og þegar Þorkatla, kona Más, varð þunguð eftir Kár
bergbúa og átti soninn Ara, sem kvæðin (athyglisvert er að Þormóður
notar fleirtölu) um þá sorglegu atburði votta:
cujus gentis mulieres etiam ex nostris conceperunt infantes, qvæ
sacro fonte suos liberos ablui, & Christianismo initiari avidé, sed
pleræqve frustra, expetiverunt. (Jamqve ad exempla procedit.)