Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 11
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
9
Barbarossa, ’Aruj og Kheyr-ed-din frá Lesbos, settust að 1516 og komu
undir vernd Tyrkjasoldáns 1518 og hélst svo fram um 1830 að Frakkar
tóku þar ráðin. Kheyr-ed-din lét gera Alsírborg trausta höfn með hafn-
argarði og lagði með því grundvöll að alþjóðlegri hafnarborg sem síð-
an blómgaðist af löglegri verslun jafnt og ránsferðum víkinga. Eftir
1600 laut Alsír undir landstjórn janitsjara og var að miklu leyti óháð
miðstjórnarvaldinu í Istanbúl. Meginuppistaða flota Tyrkjaveldis voru
sjóræningjaskip frá norðurströndum Afríku allt frá því á tíð Barbar-
ossa-bræðra, og í hvert sinn sem soldán lagði til orrustu í hafi samein-
uðust þau flota hans; í sjóorrustunni miklu við Lepanto 1571 voru einu
skipin úr tyrkneska flotanum sem komust undan sigurvegaranum, hin-
um kristna flota, fjörutíu skip landstjórans í Alsír.4 5 Fram undir 1600
voru skipin í flota Tyrkja galeiður sem róið var af þrælum aðallega um
innhöf þar sem seglum var lítið beitt.
Sjórán voru stunduð frá alda öðli á Miðjarðarhafssvæðinu og koma
fyrir í skáldskap þess, í kviðum Hómers, sögum Boccaccios og Don
Quixote eftir Cervantes; andi sjóvíkinga lifir sannarlega enn á þessu
svæði sem lesa má af æskuminningum Mohamed Choukri sem hann
skrifaði árið 1972 undir heitinu Le pain nu.s Á sextándu öld voru sjó-
rán atvinnuvegur fjölda manna á þessu svæði sem voru af ólíku þjóð-
erni, stéttum og trúarbrögðum; þessi atvinnuvegur laut eigin lögmál-
um, skilmálum, siðum og venjum en þeir sem hann stunduðu voru á
útjaðri mannlegs samfélags. Af borgum á kristnum svæðum þar sem
sjórán voru atvinnuvegur má nefna Leghorn, Písa, Napolí, Messína,
Palermo, Möltu, Palma de Mallorca; og á svæði múslima voru Valona,
Trípolí, og Sale, en æðst og auðugust borga þar sem sjóræningjar áttu
heimahöfn var Alsír í Norður-Afríku.6
í upphafi sextándu aldar var Alsír borg Berba og Andalúsíumanna,
en varð á tímabilinu 1560-1620 höfuðborg sjóræningja og íbúarnir af
blendnu þjóðerni; þar voru kristnir, múslimar, Gyðingar og um og eftir
1600 fluttust þangað menn að norðan, Englendingar og Hollendingar,
og fluttu með sér púður og byssur og nýja tækni í skipasmíðum og sigl-
4 Carl Brockelmann. History of the Islamic Peoples. London 1959, 328.
5 Halldór B. Runólfsson íslenskaöi bókina og nefndi Á brauði eimi samart, Rvk.
1983.
6 Fernand Braudel. The Mediterranean and the Mediterranean World in the Age of
Philip II. London, New York 1973 II, 869-878.