Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 16
14
GRIPLA
bók og segir frá ráninu í Vestmannaeyjum, siglingunni til Alsírborgar,
veru sinni þar og afturför til íslands.24 Björn Jónsson á Skarðsá skrifaði
Tyrkjaránssögu árið 164325, að vísu að áeggjan Þorláks biskups Skúla-
sonar.26 A undan Tyrkjaránssögunni sjálfri gerir Björn grein fyrir heim-
ildum sínum; hann fór eftir fyrrnefndum ritum og að auki týndum rit-
um eftir tvo hertekna menn, þá Halldór Jónsson úr Grindavík og Einar
Loptsson úr Vestmannaeyjum, og eftir glötuðu sendibréfi Jóns Jóns-
sonar frá Járngerðarstöðum í Grindavík.27 Enn er að nefna stuttan
annál sem skrifaður er eftir 1637, en líklega ekki löngu seinna.28 Tals-
vert er til af bréfum, skjölum og kveðskap og bænum varðandi Tyrkja-
ránið auk styttri frásagna, örnefna og þjóðsagna sem minna á það og
er flest prentað í fyrrnefndu safnriti.29 í formála þess segir Jón Þorkels-
Sama rit, 91-203; Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á ís-
landi IV. Rvk. 1926, 294-303; Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Sverrir Kristjánsson sá um
útgáfuna. Rvk. 1969.
25 Alrangt er það sem segir í fslenskri bókmenntasögu II, Rvk. 1993, 499, að rit
Björns á Skarðsá sé elsta rit „um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum", það á hinsvegar við
um áðurnefnt rit Kláusar á Hólmum.
“6 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 218. Þorlákur hafði verið staddur hjá Holger Rosen-
krantz höfuðsmanni á Bessastöðum þegar sjóræningjaskip steytti á skeri þar undan landi
1627 og ári si'ðar hitti hann í Kaupmannahöfn hjá doktor Hans Resen síra Ólaf Egilsson
nýsloppinn undan ánauð í Alsír, sjá Tyrkjaránið á íslandi 1627, VI, 130. Vera má að þessi
atvik hafi átt sinn þátt í að biskup hvatti Björn til að skrá söguna.
“7 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 204-299. - í registri við bréfabók Gísla biskups Odds-
sonar, AM 246 4to, stendur að á bl. 285 sé bréf Jóns Asbjarnarsonar úr Tyrkiríinu til
föður síns og á bl. 293 sé bréf þeirra bræðra úr Tyrkiríinu, Jóns og Helga Jónssona, en
hvorugt bréfið er nú í bókinni en eyða milli bl. 284-301. Ur bréfi Jóns Jónssonar 1633 og
bréfi Jóns Ásbjörnssonar er efni í sjötta parti Tyrkjaránssögu eftir Björn á Skarðsá, ef til
vill hefir hann fengið bréfin úr bókinni léð til nota við Tyrkjaránssöguna, en á undan
sögunni segir hann að efni hafi til sín borist skriflega „eða skynsamlega flutzt", Tyrkja-
ránið á íslandi 1627, 218. Fleiri bréf varðandi Tyrkjaránið eru nefnd í registrum en eru
ekki lengur í bréfabókum Gísla (sjá hér á eftir) en erfitt að giska á hvar hafi lent - nema
þau hafi brunnið með gögnum sem Árni Magnússon hafði safnað um Tyrkjaránið, sjá
Kr. Kálund. Katalog over Den Arnamagnœanske Hándskriftsamling II. Kh. 1894, XV.
“8 Tyrkjaránið á fslandi 1627, 1-5.
29 í Blöndu II. Rvk. 1921-1923, 350-352 birti Hannes Þorsteinsson að auki bréf Bene-
dikts Halldórssonar til Jóns Arasonar, skrifað á Möðruvöllum 24. ágúst 1627, í því eru
tíðindi af Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum og fyrir austan. Sagnaslitur um Tyrkjaránið
eru í ritinu íslenskar þjóðsögur og sagnir IX, safnað hefir og skráð Sigfús Sigfússon. Útg.
Grímur M. Helgason og Helgi Grímsson. Rvk. 1988, 149-152. Um aðrar þjóðsögur um
Tyrkjaránið, sjá tilvísanir í inngangi Jóns Þorkelssonar í ofannefndu safnriti, bls. XXVI,
einnig Þorkell Jóhannesson. Örnefni í Vestmannaeyjum. 1938, 37.