Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 112
110
GRIPLA
sínum og refsa heiðingjanum grimmilega. Verk þessara heiðnu manna
verða skiljanlegri ef Þorkell er í sögunni fulltrúi nýrra hugmynda sunn-
an úr álfu. En Sámur hunsar sjónarmið þeirra og fyrir heimsku hans
geldur Eyvindur með lífi sínu. Hann kemur til íslands mótaður af ridd-
aralegum hugmyndum rétt eins og Þorkell, en Hrafnkell hagar sér ekki
eftir suðrænum leikreglum og heggur hann umyrðalaust.
6
Hrafnkels saga stingur í stúf við flestar íslendingasögur. í frásögninni
eru minni sem eru vel þekkt úr öðrum sögum: dráp, deilur, málaferli á
alþingi, sátt, eggjun og hefnd, en í sögunni eru þau meðhöndluð á
frjálsan hátt. I hana vantar marga þætti sem við eigum að venjast úr Is-
lendingasögum: ekki er gerð grein fyrir ættum manna, nema Noregs-
konungs, konur koma ekki beint við sögu, þó að þær séu á sveimi í
bakgrunni atburða eins og nefnt hefur verið, og Hrafnkell er óvenjuleg
hetja, þar sem hann fer ekki utan í leit að metorðum, heldur nemur
grösugan eyðidal, líkt og útilegumaður, og gefur sig heitt að Freystrú.
Hann er þannig mjög íslensk ‘hetja’; sérvitringur sem mótaður er
heima í dal sínum. Höfundur hefur ekki áhuga á vígaferlum eða flókn-
um deilum, enda skipta lýsingar af vopnfimi ekki máli í sögu hans.
Hrafnkels saga knýr lesandann til að glíma við vandamál sem á
margan hátt eru fjarlæg heimi íslendingasagna. Höfuðefnið er Freys-
dýrkunin og kollvörpun hennar. Heiðnin er djúpt ofin í söguna, en hið
kristna tákn refsingarinnar eða píslarinnar er þó svo óyggjandi að eng-
inn sem handgenginn var kristnum dæmisögum hefði verið í vafa um
þýðingu hennar. Höfundur ýkir eða heldur í heiðnina í sögunni til að
hamra á þessari táknmynd. Hann skapar þannig trúarlegar andstæður í
sögunni svo að hún geti orðið táknræn um stærri veruleika sem er sið-
ferði - eða siðleysi - valdsmanna í trúlausum heimi.
Hrafnkels saga er margræð saga og er mikilvægt að taka fram að ein
túlkunarleið útilokar ekki aðra. í djúpgerð hennar leynast þræðir forns
átrúnaðar sem torvelt er að rekja í sundur, en verða þó sýnilegri með
samanburði við aðrar fornar frásagnir, eins og af Víga-Glúmi (Einar
Pálsson 1988:236 o.á.). Ennfremur fjallar sagan um hvernig höfðingjar
á Islandi halda velli með hikleysi sínu og þrautseigju, þó að með rang-
indum sé. Að því leyti tel ég túlkun Óskars Halldórssonar (1976:66-7)
og von See (1979:56) rétta, þegar þeir staðhæfa að sagan sýni í hnot-