Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 76
74
GRIPLA
NN:
Nær sem þier kien/jer nockur man/z
nockud gott stunda soma þann,
virding störa hin// vitre ber,
virdingarlaus sa heimske er.
Öpröfad mál þu alldrei dæm,
ending þess verdur tidum slæm,
brukadu lóg án beiginga,
bada heirdu málzpartana.
HP:
Nem þu og lær huad nytsamt er
nær einhuor gott vill ke/ina þier,
hyrda faaer vm heimskö/i mo/i/i,
hin/i fær virding sem nockud ka/in.
Okient maalefne alldrei maatt
urskurda fliött nie dæma brátt,
klagandans heyrdu sógn um sin/i
sijdan/i giæt ad huad talar hin/i.
Þetta er eina dæmið um að NN fylgi þýska textanum en ekki þeim
danska, en skýringin gæti verið sú að hann taki mið af þýðingu HP eins
og fleiri dæmi benda til.
Þýðing Hallgríms er til í 21 handriti eins og áður segir, og hefur auk
þess verið prentuð í Hallgrímskveri. í 15. erindi hafa flest handrit og
prentanir þýðingar hans lesháttinn: „Prakt og hofmöd þier hrittu fra /
hefnd færdi morgum lóstur sa.“ Fjögur handrit hafa: „Prakt og hof-
frækt“ og eitt hefur lesháttinn: „Prakt og hördöm“. Orðið hofmóður er
tökuorð frá 16. öld.27 Það sama á við um orðin hoffrakt og hoffrækt.28
Um hoffrækt eru skv. seðlasafni Orðabókar Háskólans nokkur dæmi
t.d. hjá Stefáni Ólafssyni og Guðmundi Bergþórssyni. Nú mætti ætla að
þýski frumtextinn og danska þýðingin gætu skorið úr um hvort orðið
Hallgrímur hafi notað, þ.e. hvaða handriti beri að fylgja í útgáfu, en
svo er því miður ekki. Á þýsku er erindið: „Pracht vnd hoffardt meid
vberall ..." en á dönsku: „Pratt och hoffmod du forlade ...“. Þar sem
allt bendir til að Hallgrímur hafi þekkt textann bæði á þýsku og dönsku,
koma bæði orðin til greina. Athyglisvert er að ÓJ, sem virðist oft jafn-
vel búa til orð upp úr þýskunni, sneiðir hjá báðum þessum nýyrðum og
segir: „Prial og dramb sem framast þu flij“. NN hefur þetta erindi svo:
„Priale veralldar fleig þier fra / fordiórfun næst er vegur sa / upp hvór
sem klifrar ofurhatt, / ofan/i þvj hærra fellur þrátt.“ Orðið fordjörfun á
sér fyrirmynd í danska textanum, svo og allur seinni hluti erindisins:
„dett haffuer saa mange forderuet och skad; att fare som fpre lad were
din sed, ho h0tt will stide faler offte ned.“ Málshættinum „hátt að
'7 Ásgeir Blöndal Magnússon. íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
Sjá einnig Chr. Westergárd-Nielsen. Láneordene i del 16. árhundredes trykle is-
landske litleralur. (Bibliotheca Arnamagnæana VI). Kaupmannahöfn 1946.