Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 217
KÖTLUDRAUMUR
215
LOKAORÐ UM LÆRDÓM OG BÓKMENNTIR
Sú spurning vaknar þá að lokum hvort hugsanlega megi eitthvað af
þessari niðurstöðu læra um aðferðir okkar við að nálgast hugarheim ís-
lenskra miðaldamanna. í rannsóknum á því sviði hafa menn oft lesið
saman lög, kennisetningar kirkjunnar, heilagra manna sögur og verald-
legar frásagnir, rétt eins og sami hugarheimur og réttlætisvitund kæmu
fram í þessum ólíku bókmenntaverkum. Helsta röksemdin fyrir slíkum
samlestri hefur verið sú að menntamenn hafi staðið að sagnarituninni
og að þeir hafi verið vel lærðir á miðaldavísu og fylgt þeirri hugmynda-
fræði sem kirkjan innrætti þeim. Þannig ætti trúarlærdómsins að sjá
stað í verkum þeirra. Kötludraumur getur varað okkur við slíkum sam-
slætti hugmyndakerfa, og verið okkur vísbending um að hinir verald-
legu sagnaritarar gætu hafa sýnt nokkurt sjálfstæði gagnvart skólabók-
um kirkjunnar - sem þeim hefur eflaust gengið misvel að tileinka sér.
Hætt er við að þorri fólks hafi alla tíð sagt sögur og flutt kvæði sem
gengu þvert á það gildismat sem andleg og veraldleg yfirvöld innrættu
þegnum sínum, með misjöfnum árangri, þá ekki síður en nú.
HEIMILDIR
Alþingisbœkur íslands IV (1606-1619). Sögufélag gaf út, Reykjavík 1920-1924.
Annálar 1400-1800 I. Gefnir út af Hinu íslenzka bókmentafélagi, Reykjavík,
1922-1927.
Böðvar Guðmundsson, 1993. íslensk bókmenntasaga II. Vésteinn Ólason ritstj.
Mál og menning, Reykjavík.
Davíð Þór Björgvinsson, 1984. „Stóridómur." Erindi og greinar 9. Félag áhuga-
manna um réttarsögu, Reykjavík.
Einar Ól. Sveinsson, 1940. Um íslenzkar þjóðsögur. Á kostnað sjóðs Margrétar
Lehmann-Filhés, Reykjavík.
-, 1942. „Álfarit séra Einars á Stað.“ Blanda VII, 251-257.
Eiríkur Þorláksson, 1976. „Stóridómur." Mímir 24, 20-27.
Guðrún Bjartmarsdóttir, 1982. „Ljúflingar og fleira fólk: Um formgerð, hug-
myndafræði og hlutverk íslenskra huldufólkssagna." Tímarit Máls og menn-
ingar 3, 319-336.
Guðrún Ingólfsdóttir, 1983. Kötludraumur: Tengsl sagna og kvæðis. ópr. náms-
ritgerð úr námskeiði hjá Jóni Samsonarsyni við H.í.
Inga Huld Hákonardóttir, 1992. Fjarri hlýju hjónasœngur. Mál og menning,
Reykjavík.