Gripla - 01.01.1995, Blaðsíða 12
10
GRIPLA
ingum sem skipti sköpum fyrir velgengni Alsírborgar. Frá upphafi sey-
tjándu aldar tileinkuðu sæfarar hennar sér nýja tækni þar sem megin-
áhersla var lögð á sterkbyggð seglskip reiðubúin til úthafssiglinga;
þessvegna gátu Alsírbúar nú siglt út og inn um Gíbraltarsund. Sagt er
að Símon dansari (Simon Simonsen), sjóræningi frá Dordrecht sem
sigldi gegnum Gíbraltarsund 1601 á sterkbyggðu skipi sínu, byggðu í
Lúbeck, hafi kennt Alsírbúum listina að sigla gegnum þetta sund og
byggja skip sem fær voru til úthafssiglinga.7 * Eftir 1600 tóku seglskip við
af galeiðum frá Alsír og sjóvíkingum opnaðist leið útá Atlantshafið til
fanga og gjörvallt borgarlífið hvíldi á herfangi sem sjóránin skiluðu.
Borgin sjálf var vel skipulögð og umfram allt hreinleg, enda baðaði
fólk sig reglulega. Hertekið fólk var selt á markaðstorgum og gert að
mansfólki sem vann dagleg störf; hreinsaði strætin, spann, bar vatn í
hús og þjónaði hinum frjálsu til borðs og sængur og baðs. Mansfólkið
hafðist flest við í „baginos“ eða húsþorpum, sem gætt var af hermönn-
um, og hafði aðgang að kapellu og spítala, sérhver ánauðarmaður í
húsaþorpunum var með járnhring um hægri ökla og fæddist við brauð-
hleif, krús af vínsýru og kúskús. Hið ánauðuga fólk var af mörgum
þjóðernum; flæmska sæfaranum Emanuel d’Aranda, sem var fangi í
Alsír í þrjú ár, þótti vistin þar jafngilda háskólanámi í því að læra að
lifa í veröldinni.s Portúgalskur fangi hafði þá sögu að segja að 1621-
1627 hafi verið tuttugu þúsund herteknir í Alsír, helmingur þeirra að
uppruna kristnir menn; portúgalskir, flæmskir, skoskir, ungverskir,
danskir, írskir, slavneskir, franskir, spænskir og ítalskir, hinn helming-
urinn var af öðru þjóðerni og öðrum trúflokkum, frá Sýrlandi, Egypta-
landi, Eþíópíu og jafnvel einhverjir frá Japan og Kína, komnir frá
Spáni úr nýja heiminum, og svipaða sögu um mannmergðina hafði
Guttormur Hallsson frá Búlandsnesi að segja þegar hann skrifaði heim
til íslands í leyndum stað í Alsírborg í nóvember árið 1631.9 Um 1630
voru um 100.000 íbúar í Alsír og af þeim töldust 15.000 til hertekinna í
ánauð.10
7 Fernand Braudel. The Mediterranean 1,19-20; II. 884-886; Lloyd. English Corsairs
on the Barbary Coast. London 1981, 54.
s Lloyd. English Corsairs, 115-116.
’ F. Braudel. The Mediterranean II, 885; Tyrkjaránið á íslandi 1627 (Sögurit IV).
Útg. Jón Þorkelsson. Rvk. 1906-1909, 389.
10 Lloyd. English Corsairs, 30.